Jazz - 01.09.1947, Blaðsíða 14

Jazz - 01.09.1947, Blaðsíða 14
Nýjustu fréttir Tímartið Jazz hefir nú fengið gefin upp nöfn þeirra manna, er koma með Rex Ste- wart, og eru það þessir. Rex Stewart, trompet. Sandy Williams, trombón. John A. Harris, clarinett. Vernon Story, tenór saxófón. ' Timmie Tanner, píanó. Pedcurry, trommur. Söngvari Honey Johnson. Einnig eru líkur til að með Stewart komi danskur bassisti, en ekki höfum við fengið nafn hans enn. Að líkindum mun ekki koma annað blað fyrir komu Stewarts, svo til gamans má geta helstu æfiatriða þessara hljóðfæraleikara. Sandy Williams er fæddur 1907 í Wasing- on D. C.. Hann er þekktur fyrir hve vel hann leikur blues, smekklegur er hann með afbrigðum og tónninn fallegur, í „Session“ nýtur hann sín sérstaklega, og er hann og Jack Teagarden hafa lent saman í „Session" vill Teagarden heldur hlusta á Sandy en leika sjálfur. Sandy hefir leikið með fjölda hljóm- sveita og má nefna t. d. Henderson, Chick Webb, Raymond Scott, Duke Ellington, Eddie Condon og Ellu Fitzgerald. John A. Harris, betur þekktur undir nafn- inu „Johnie the Buffalo King“, er clarinett- snillingur. Hann lék um tíma í hljómsveit Stuff Smiths, annars hefir hann haft annars konar vinnu um hönd og ekki haft tíma til að leika lengi í einu með hljómsveitum, svo það má teljast heppilegt mjög að Stewart skyldi takast að ráða hann hingað. Vernon Story er fæddur 1923 í Atlantic City og útskrifaðist ungur úr „Institude of Modern Arts“, og hefir síðan leikið með mörgum frægum hljómsveitum t. d. Erskine Hawkins, kallaður ,The 20. Century GabrieT, Ca'b Calloway og Louis Jordan. James „Jimmie“ Tanner er fæddur 1923 í Missisippi. Er afar mikill „tekniker“ og hefir getið sér gott orð. Hann hefir leikið með Tiny Bradshaw, McKinneys, Cotton Pickers og W. Bryant. Honey Johnson er ekki einungis mjög fær söngkona, heldur er hún mjög góður píanó- leikari og dansmær. Hún leikur jazz á píanó jafnhliða klassiskri hljómlist, og það má segja um ungfrú Johnson að hennar aðal og eina áhugamál er hljómlistin. Duke Ellington hélt hljómleika í War Me- morial óperunni fyrir troðfullu húsi. Söngvarar voru Kay Davis og Chester Grumbler og Duke hafði bætt við sig Tyree Glenn á Víbrafón. Samkvæmt Downbeat var fyrri hluti hljóm- leiksins misheppnaður en Duke náði sér upp á C Jam Blues og Honeysuckle Rose er bæði vöktu mikla hrifningu. Annars hefir hljómsveit Ellingtons misst marga beztu krafta sína, þó ennþá hafi hún Hodges, Carney og Sonny Greer, en fróðlegt verður að sjá við næstu kosningar, hvort Duke heldur sæti sínu Sidney Bechet hefir leikið inn á tvær plöt- ur fyrir Columbia. A annari plötunni leikur hann með Bob Wilbur og hljómsveit hans, en á hinni með, rythma-tríói og leikur Pop Foster á bassann. 14 jazz

x

Jazz

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazz
https://timarit.is/publication/724

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.