Prentarinn - 01.01.1973, Blaðsíða 1

Prentarinn - 01.01.1973, Blaðsíða 1
 BLAÐ HINS ÍSLENZKA P RE N TA RA F É LAG S PRENTARINN Uppsögn samninga Á næstu vikum undirbúa verkalýðs- Télögin kröfugerð sína og koma henni til réttra aðila. Jafnframt munu flest félög segja upp samningum sínum við atvinnurekendur, þannig að þeir verði lausir 1. uóvember n. k. Er þá liðið 2ja ára samningstfmabil, sem ekki hef- ur verið með öllu átakalaust. Þrátt fyrir loforð núverandi ríkisstjórnar í tipphafi um að verkafólk skyldi nú fá óskerta vísitölu á kaup, kom fljótt í ljós, að höggvið var í sama knérunn sem fyrr. Hækkanir verðlags búvöru og hækkun söluskatts var haldið utan vísitölunnar. Tilraunir til að taka á- fengi og tóbak útúr vísitölugrunni af siðgæðisástæðum tókust ekki nú, en sjálfsagt verður reynt aftur. Margir bundu þær vonir við þessa ríkisstjórn, að liags verkalýðsins yrði nú betur gætt en áður, og meðal ann- ars yrði reynt að forðast, að verkalýðs- hreyfingin þyrfti að knýja á tim samn- inga og bætt kjör með því að beita verkfallsvopninu. Mörgum datt i hug, að ríkisvaldið gerði ráðstafanir nú á jicssu sumri til að forða landslýð frá átökum á vinnumarkaðnum. Hún hafði alla möguleika til þess að bæta rauntekjur verkafólks bæði f gegnum tryggingakerfið og með stórbættri skattalöggjöf. Hvorugt er gert. Það virðist nokkuð greinilegt, að rfkisstjórnin vill fá átök við verkalýðs- félögin í haust um vísitöluna. Hún vill breyta vísitölugrunninum og koma í veg fyrir að vísitala sé greidd með því móti, sem verið hefur. Er því greinilegt, að verkalýðshreyfingin verð- ur í varnarstöðu gagnvart ríkisstjórn- inni um vísitöluna í haust. Hvað hún getur fært verkafólki f kjarabótum í samningum við atvinnurekendur, fer eftir því hve samstæð hún verður. Hvað okkur prenturum viðvíkur, munum við taka eindregna afstöðu gegn hvers konar skerðingu á vfsitöl- unni, nú eins og áður. Frekar væri, að reynt yrði að leiðrétta grunn vfsi- tölunnar og bæta nýjum jráttum inn og auka aðra þætti, sem nú eru of lágt reiknaðir. Við sömdum 1971 við þröngar aðstæður, og féllu Jrá niður höfuðkröfur okkar um talningu laug- ardaga í sumarfríi og orlofsaukann. Hvorttveggja sanngirniskröfur, sem aldrei verður framhjá gengið. Trúnað- armannaráð og félagsfundur munu endanlega ganga frá þeim kröfum, sem félagið ber fram að þcssu sinni, og er ástæða til þess að hvetja félagsmenn til að taka virkan þátt í mótun þeirra. - ÞD. —

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.