Prentarinn - 01.01.1973, Blaðsíða 9

Prentarinn - 01.01.1973, Blaðsíða 9
Fyrstu kynnin i Warnemúnde. Lengst til vinstri er annar bilstjór- anna, þá er Ursula Agústsson, Sveinn maður hennar og túlltur okltar, Heinz Beyer, Valgeir og Hans Pielemann. Ferðalangarnir um borð i skipi Hvita flotans, Valgeir til vinstri; greinarhöfundur til hœgri. (Myndina tók Hans Pielemann) spyrja, enda ókunnir lífsháttum þessa lands, ef frá eru teknar mjög einhæf- ar áróðursgreinar hægri pressunnar, um vöruskort, biðraðir i verzlunum o. fl. þess háttar, sem á að sýna fólki frain á vonzku sósíalismans. Gestgjaf- arnir leystu vel úr spurningum okkar og við urðum þetta fyrsta kvöld okkar, og þó ef til vill enn frekar j>á daga sem á eftir komu, margs vísari um líf það og jjjóðskipulag sem þarna rík- ir. Og ég er ánægður með að geta sagt jiað, að hafi ég nokkru sinni verið sósíalisti, þá minnkaði Jrað sannarlega ekki í Jressari ferð. Við nutum þess einnig, að geta pumpað Svein um lífskjör manna. Hann sagði Jiau góð, fólk hefði góðar tekjur og verðlag væri mjög skaplegt, — auk þess sem verðlagið í A-Þýzkalandi hefði það fram yfir verðlagið á fslandi og ann- ars staðar í V-Evrópu að vera stöðugt. Sama verð væri á vöru jafnvel árum saman. Þetta gerði Jtað að verkum, að auðvelt væri fyrir fólk að gera sér á- ætlanir f peningamálum, t. d. i sam- bandi við kaup á heimilistækjum. Síaukið frelsi Félagsleg aðstaða fólks er mjög góð, en skortur á vinnuafli talsverður. Næstum algilt er að húsmæður vinni úti, og er þá börnum þeirra (ef eru) séð fyrir dagheimilisvist, og fer þá gjarnan saman dagheimili og skóli. Sama gildir um vöggustofur fyrir yngri börn. Læknisþjónusta er ókeyp- is, og eins fara verkamenn ókeypis með strætisvögnum úr og i vinnu. Þetta og fleira auk ólíks verðmæta- mats landsmanna, gerir það að verk- um, að fólk virðist, í augum útlend- inga að minnsta kosti, hafa það gott. Það var að minnsta kosti ekki liægt að sjá mun á fólkinu þarna og í „hin- um frjálsa heimi". Við vissum að sjálfsögðu fyrir, að þarna er búið við ákveðnar hömlur, en eftir því sem Sveinn sagði okkur hefur orðið hrein- asta bylting í landinu undanfarin 5 ár, og þá sérstaklega síðtistu þrjú ár- in, i átt til aukins frelsis. Þýzka al- þýðulýðveldið er nú að opnast sí- fellt meir, og verður fróðlegt að fylgj- ast með Jrróun þar í landi næstu ár- in. Eftir kvöldverð höfðum við kvöldið frjálst, eins og reyndar alla dagana. Við þremenningarnir kvöddum Jrá Þjóðverjana og fengum okkur göngu- ferð undir linditrjánum (Unter den Linden) að Brandenborgarhliðinu, sem er á mörkum A- og V-Berlínar. Kom- um við á veitingahúsi, fengum okkur bjór og höfðum það huggulegt. Kvöld- in eru ekki svo björt þarna suður frá að hægt sé að skoða rnikið, en Jrað má lengi labba, og Jrað gerðum við. Miðvikudagur 6. júni Klukkan tíu um morguninn fór hin opinbera móttaka okkar fram í skrifstofu Druck und l’apier, en hún er einmitt við Unter den Linden, sem er ein frægasta gata Berlfnar. Formað- ur samtakanna, Heinz Deckert, var ekki viðstaddur þennan fund okkar, þar sem hann var í- leyfi, en aðrir stjórnarmenn tóku þarna á móti okk- ur. Þeir byrjuðu á að afhenda okkur skrifmöppu að gjöf, og í henni voru póstkort og frímerki, merki FDGB og Alþjóðasambands bókagerðarmanna, kúlupenni og bréfsefni, — og vasa- peningar, 80 mörk. Við svöruðum í sömu mynt og færðum þeim gjafir að heimau. Því næst sögðu þeir okkur frá uppbyggingu félagsins, erfiðleik- unum eftir stríðið og hvernig hægt hefði verið að yfirvinna þá með sam- eiginlegu átaki. Allir voru þeir á einu máli um að uppbyggingin eins og hún væri nú, væri góð. Félagið hefði mikil völd í sambandi við rekstur fyrir- tækja og starfsáætlun Jreirra fæst ekki samþykkt af Alþýðusambandinu fyrr en D. u. P. hefur lagt blessun sx'na yfir hana. PRENTARINN 9

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.