Prentarinn - 01.01.1973, Blaðsíða 10

Prentarinn - 01.01.1973, Blaðsíða 10
Félag í hverju fyrirlæki Þarna eru nefnilega gerðar starfs- iUetlanir fyrir hvert ár, þar sem verk- efni eru ákveðin, live iangan tíma taki að vinna þau og hvað það kosti. það er sem sagt tilgangslaust fyrir mann að koma með handrit inn í prentsmiðju og segja: „Ég þarf að fá þetta eftir hálfan mánuð!" I>að yrði sem sé ltlegið að íslenzkum viðskipta- vinum ef þeir kæmu með sínar kröfur til Þjóðverjanna. Druck und Papier er stéttarfélag allra sem starfa á einhvern hátt að l>óka- og blaðaútgáfu — þar mcð eru taldir ritstjórar og starjsjólk bóka- verzlana. Félagsmenn eru tim 110.000 talsins og þar al' er 51% kvenfólk og 15% ungmenni (undir 20 ára aldri). Félagið hyggist á lýðræðislegu mið- stjórnarvaldi og er sérstakt félag í hverju fyrirtæki, auk þess sem starfs- greinar hafa einnig sérstakar „grúpp- ur“ innan fyrirtækisins (setjarar sam- an, pressumenn saman o. s. frv.). Var okkur sagl, að þannig væri auðveldast að vinna hug á þeim vandamálum sem upp koma i fyrirtækjunum, og snerta kannski einn starfshópinn fremur en annan. Við ræddum við fulltrúa Druck und l’apier í fullar tvær klukkustundir og bar þar á góma bæði íslenzk og a-þýzk mál. Við gerðum okkar bezta til að troða landhclgismálinu að þar sem ]tað var mögulegt. Það kom í ljós að fullur skilningur er hjá ráðamönnum þjóðarinnar — sem og verkalýðshreyf- ingarinnar þar í landi — á nauðsyn útfærslunnar, eins og reyndar hefur komið fram við að a-þýzkum togur- um er haldið utan 50 mílna landhelg- innar. Hins vcgar sögðu Þjóðverjarnir, að í slíkum málum yrðu alþjóðalög að gilda, og þess vegna vildi stjórn þcirra ekki viðurkenna fiskveiðilögsöguna. Hins vegar væri allur fréttaflutningur af málinu okkur f hag. Þetta staðfesti svo Sveinn við okkur síðar. Hjá Rudi Arndt Eftir að liafa snætt ljúfengan mið- degisverð í sjónvarpsturninum, fórum við og heimsóttum Rudi Arnt-skól- ann, það er prentskóli, og hittum við þar skólastjórann, Fechner að nafni, fulltrúa nemenda að nafni Ernst W. Kölbel, og fulltrúi kennara var Wern- er Liskow. í upphafi fundar var okkur sagt, að í stjórnarskrá landsins væri kveðið á um námsréttindi allra þegna þess, án tillits til aldurs cða kynferðis. Þegar nemendur hefja nám í Rudi Arndt-skólanum hafa þeir lokið 10 ára skyldunámi. Námið í skólanum tekur tvö ár og er hægt að taka stúd- entspróf í leiðinni. Er stúdentsprófi aðallega haldið að þeim, sem sýna hæfileika til vfsindalegra vinnubragða eða stjórnunar. Náminu er skipt þannig, að fyrra árið eru þrfr dagar í viku bóklegir og þrír verklegir. Fyrri helming sfðara ársins er cinn dagur í viku Itóklegur en fimm verklegir. Síðari helming ársins er neminn síðan við vinnu hjá fyrirtækinu sem hann hefur samið við og er á launum hjá meðan á nám- inu stendur. Talsmenn skólans lögðu á það á- herzlu f viðræðunum við okkur, að stór þáttur bóklega námsins væru Marx-Lenínísk fræði. „Við viljum ekki bara ala upp góða fagmenn, held- ur verður ungt fólk að geta hugsað í okkar heimsmynd. Góður fagmaður cr nefnilega bæði faglegur og þjóðfélags- legur verkamaður," sagði Kölbel. Hernaðartækni í iðnskóla Einna mcst undrandi urðum við á þeirri frétt, að farið væri að kenna hernaðartækni f skólanum. Þetta væri gert til að gera nemendunum hcr- skylduna léttbærari þegar að henni kænti. Stúlkum skólans væri kennd hjálp í viðlögum í stað hernaðar- tækninnar. Þetta olli nokkrum orða- hnippingum ntilli mfn og Kölbels, þar sem ég gat ekki viðurkennt nauðsyn þess, að kenndur væri liernaður í iðn- skóla. Inn í deilur okkar blönduðust bæði Nató og Varsjárbandalagið og urðum við ekki á eitt sáttir, þar sem ég taldi báðum þessum bandalögum allt til foráttu, cn hann taldi Varsjár- bandalagið nauðsynlegt Þýzka alþýðu- lýðveldinu, vegna stöðu þess og á- standsins í heiminum. Það er annars vert athygli, að þetta eru nákvæmlega sömu ástæður og gefn- ar eru af íslenzkri hægri pressu fyrir veru íslands í Nató og dvöl hersins á Miðnesheiði. Þegar við spurðum, hvernig ungt fólk veldi sér iðngrein til að læra, var okkur sagt, að í áttunda bekk skyldunáms væri námskynning. Hlut- verk skólanna væri ekki sízt að veita nemendum innsýn í sósíalíska þjóð- skipulagningu og námskynning í fyrir- tækjum væri einn þáttur hennar. Þar kynntust nemendur ýmsum iðngrein- um, sem síðar auðveldaði val þeirra á ævistarfi. Snætt í 207 metra hæ3 Þegar við höfðum kvatt fulltrúa Rudi Arndt var komið að kvöldverði og var hann snæddur í sjónvarpsturn- inum eins og tvisvar áður, en nú var ekki látið staðar numið f stöplinum, heldur farið upp á efstu hæð hans, 10 PRENTARINN

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.