Prentarinn - 01.01.1973, Blaðsíða 5

Prentarinn - 01.01.1973, Blaðsíða 5
Nefndir Stjórnin skipaði Guðjón Gíslason í orlofsheimilanefnd, Gísla Guðjónsson í fasteignanefnd, K<ára B. Jónsson og Þórólf Daníelsson í laganefnd og Pétur Agústsson endurskoðanda reikninga Miðdalsfélagsins. Kjaramálaráðstefna ASÍ Dagana 27. og 28. ágúst s. 1. var hald- in að Reykholti í Borgarfirði kjara- málaráðstefna á vegum Alþýðusam- bands íslands. HÍP sendi tvo menn til þessarar ráðstefnu. í upphafi ráðstefnunnar flutti Jón Sigurðsson, hagfræðingur, erindi um stöðuna í efnahagsmálum þjóðarinn- ar. Höfuð inntak erindisins var að verkalýðshreyfingin yrði að fara sér hægt og sýna skilning. Sama gamla tuggan um að verkalýðshreyfingin eigi að horfa aðgerðarlaus og full skiln- ings á hátekjustéttirnar og aðra for- réttindahópa sópa til sín arðinum af vinnu verkalýðsins, sem þeir borga svo ekki einu sinn skatta af. Skarpar umræður urðu um kjara- málin almennt á ráðstefnunni og voru menn yfirleitt vígreifir, þrátt fyrir þá deyfilyfjaskammta sem hagfræðing- urinn útdeildi fyrr á ráðstefnunni. Alyktun ráðstefnunnar hefur verið kynnt í öllum fjölmiðlum og því ekki ástæða til að gera það frekar hér. í bígerð er að halda aðra ráðstefnu síðar í þessum mánuði (sept.), og verð- ur liún væntanlega meir afgerandi hvað varðar kröfugerðina. Magnús Einar Sigurðsson. Verknámsskóli fyrir allan prentiðnaðmn í undirbúningi Þegar Prentskólinn var stofnaður fyr- ir liðlega fimmtán árum var hann fyrsta verknámsdeildin við Iðnskól- ann í Reykjavík. Sfðan hefur tekizt að koma þar upp aðstöðu til verk- náms í mörgum iðngreinum, þótt fjár- veitingar til iðnmenntunar hafi alla tíð verið undarlega naumt skammtað- ar. T. d. ef tekið er mið af þeim miklu fjárfúlgum sem nú fara til mennta- skólanna. Hins vegar situr prentiðnaðurinn í sama farinu og fyrir tuttugu árum að því leyti að enn er enginn verknáms- skóli til í offsetiðn og myndamóta- gerð og í bókbandinu var eins ástatt þar til í hitteðfyrra að komið var á námskeiðum fyrir lærlinga, sem þá voru að ljúka námi. í fyrravetur voru aftur haldin fjögur svipuð námskeið fyrir 3.og 4. árs nema. Bókbandið fékk inni í einu horninu á pressusalnum í Prentskólanum og námskeiðin voru til mikilla bóta, þótt notast yrði við ein- földustu tæki. Kennari var Einar Helgason, bókbindari. Lengi hefur þó verið þrýst á Iðn- skólann í Reykjavík að koma upp verknámi í þessum þremur greinum, en hvorki gengið né rekið þar til í vet- ur, að skólastjóri Iðnskólans boðaði formenn fræðslunefndanna f prent- iðnaði á fund og skýrði þeim frá því að skólinn væri reiðubúinn að út- vega húsnæði fyrir haustið 1974 og sækja um fjárveitingu til tækjakaupa, ef samkomulag yrði um sameiginlegan skóla fyrir allar greinar prentiðnað- arins. Fræðslunefndirnar héldu síðan all- marga fundi með forráðamönnum Iðnskólans og þar kom fram ákveðinn vilji til þess að stofna sameiginlegan bókagerðarskóla og var megináherzla lögð á að Ijúka við kostnaðaráætlun um tækjakaup. Gengið var frá áætlun- inni í vor svo hún næði í tæka tíð inn á fjárhagsáætlun Iðnskólans fyrir næsta ár. Kostnaðaráætlunin fyrir þennan fyrsta áfanga nemur um 8,5 milljón- um króna og er þar unt að ræða kaup á bókbandsvélum, myndavél fyrir off- set og myndamótagerð, offsetprentvél, plötulýsingartæki, vöskum og ýmsum öðrum áhöldum. Hugmyndin er sú að koma upp vel búnum skóla sem getur veitt fullkomna kennslu. Aftur á móti var aðeins lauslega rætt um námsskrá fyrir skólann. Gert er ráð fyrir að hann verði mótaður eftir iðnfræðslulögunum frá 1966 og nemendur verði 32 vikur í iðn- og verknámsskóla fyrsta skólaárið. Sá tími skiptist til helminga milli bók- legra og verklegra námsgreina og i bóklegu greinunum ljúka nemend- urnir uámsefni, sem nú er kennt í fyrsta og öðrum bekk iðnskóla. í fyrsta hluta verklega námsins er ætlunin að hafa eina allsherjar undir- búningsdeild fyrir alla nemana. Þeir kynnast þá jafnt öllum sviðum prent- iðnaðarins. Vinna sem sé ákveðinn tíma við bókband, setningu, mynda- mótagerð, hæðarprentun, offsetprent- un o. s. frv. Eftir að hafa lokið undir- búningsnáminu ákveða þeir sérgrein sína. Enn er ekki ákveðið hvort al- menna námið tekur allan fyrsta vetur- inn eða einungis hluta af honum. Eftir fyrsta skólaárið gerir neminn 3 ára námssamning við prentsmiðju, bókbandsvinnustofu eða myndamóta- gerð og kemur síðan vissan tíma á hverju ári í skólann. Á síðasta skóla- tímabilinu verður aðeins verkleg kennsla. Höfuðókosturinn við þetta fyrir- komulag er auðvitað sá að nemendur verða sjálfir að bera kostnaðinn af fyrsta skólaárinu, en fá þá aftur á móti nokkra undirstöðuþekkingu á öllum sviðum prentiðnaðarins, sem ætti að auðvelda þeim endanlegt val á starfsgrein. Eins og nú er hefja flest- ir námið — og ævistarfið — án þess að hafa hugmynd um hvort þeim fell- ur það vel eða illa. — g. s. 5 PRENTARINN

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.