Stundin - 01.09.1940, Blaðsíða 44

Stundin - 01.09.1940, Blaðsíða 44
Ef þú hefur 15 merki eða fleiri í dálk A: Hvort sem þú ert maður eða kona, — þá læturðu alltaf und- an til þess að komast hjá illind- um. Þú reynir ekki einu sinni að koma þínum góðu eiginleik- um og hæfni þinni á framfæri, svo að aðrir komi auga á kosti þína og meti þá að verðleikum. Ef þú hælir þér ekki sjálfur gerir enginn það. Þú ert stundvís og hirðusam- ur og sjálfum þér nægur, en þig skortir trú á sjálfan þig og fyr- irætlanir þínar, og þú færð ekki það, sem þú átt skilið. Þér er ekki um að tefla á tvær hættur og lætur þér þessvegna nægja lítið. Vertu djarfari í ráðagerðum og framkvæmdum. Mundu það, að fólki fellur betur við þig en þig grunar og því skyldirðu ekki gefa því tækifæri til að sýna það í verki. Ef þú hefur 15 merki eða fleiri í dálk B. Þú hugsar of mikið um dag- legt brauð, ert of stilltur og gætinn til þess að njóta þeirra unaðsemda, sem lífið hefur að bjóða. En það getur vel verið. að þú sért harðánægður með þitt hlutskipti. Þú ert dagfarsgóður og auð- velt að umgangast þig. Þú tek- ur sjaldan afstöðu með eða móti í umræðum, ert venjulega hlutlaus. Þú ýkir aldrei af á- hlutlaus. Þú ýkir aldrei af á- settu ráði. Þér geðjast vel að fólki, en þú lætur það afskipta- laust. Öðrum finnst þú góður „félagi”. Þér er það vel ljóst, að ekki má við þvi búast að sólin skíni á hverjum degi, sem guð gefur, en þú kippir þér ekki upp við það. Þú lætur þig einnig einu gilda, þótt félagar þínir njóti meiri hylli en þú og meira sé eftir þeim tekið. Hver athöfn þín er venjulega vandlega hugs- uð. Láttu tilfinningamar ráða einstöku sinnum, gerðu það, sem þér dettur í hug. 15 merki eða fleiri í dálk C. Þú ert mannblendinn. Þú ert fjörugur og hugkvæmur, og þessir eiginleikar laða fjöldann að þér, en gera þig ólíkan öll- um almenningi. Þér fellur vel að vinna með öðrum og þú átt auðvelt með að fá þá til að vinna þau verk, er þú æskir. Þú nýtur ástar og aðdáunar vegna þess að þú get- ur endurgoldið hvorttveggja af sömu einlægni og það býðst þér. Þú ert um of hreinskilinn, stundum jafnvel ókurteis, og ættir að minnast þess, að hátt- prýði og siðfágun eru eiginleik- ar, sem hver maður ætti að temja sér. Þú ert flugnæmur. Venjulega hefur þú óbilandi traust á sjálf um þér, en þú eyðir alltof mikl- um tíma til umhugsunar um út- lit þitt og þeirra, sem þú þekk- ir. Það er yndi þitt og ástríða að vekja eftirtekt allra í sam- kvæmi. Þú ert duglegur, metnaðar- gjarn og fær um flest, en þig skortir ástundun og betri sjálf- stjórn. Temdu þér þessa eigin- leika og þá muntu ná því marki sem þú stefnir að, hversu fjar- lægt, sem það er. Hér um bil 10 merki í hverjum dálki, eða minna en 15 merki i hverjum dálknum A, B og C. Mér kæmi það ekki á óvart að þú tryðir ennþá á æfintýri og álfasögur. Þú ert litli dreng- urinn eða stúlkan, sem aldrei kemst á fullorðins aldur. Þú ert mesti hringlandi, en kemur þó ýmsu í framkvæmd, þótt undarlegt sé. Mörgum reynist vandratað meðalhófið, en þér öðrum frem- ur. Þú ert fljótur að taka af- stöðu í hverju máli, en athugar þá aldrei málavexti, og ert jafn- fljótur að skipta um skoðun. Þú ert sjálfum þér ósam- kvæmur, en skemmtilegur við- kynningar. Þú átt oft í stríði við sjálfan þig um einkamál þín, en forðast að láta aðra vera þess áskynja. Þú ert alltaf dálítið hræddur um að þér verði einhver skyss- an á, en yfirleitt finnst þér lít- ið ævintýralegt og heillandi. Þú hefur gaman af að láta þig dreyma um miklar fyrirætlanir og framkvæmdir, en draumarn- ir verða sjaldnast veruleiki. Hversvegna hættirðu eklci þessu hringli ? Reyndu að skapa þér sjálfstæða skoðun og haltu fast við hana, hvað sem hver tautar. Vinum þínum mun koma betur að vera vissir um afstöðu þína í hverju máli, Vísindin hafa komist að þeirri niðurstöðu, að hinir svonefndu þrumufleygar séu ekki til, en til sé aftur á móti einkennilegt fyrirbrigði sem kallast mætti ljósknettir: lýsandi kúlulaga hlutur, sem lýður til jarðar, eða svífur yfir jörðinni, með tiltölu- lega litlum hraða, þegar þrum- ur og eldingar ganga, og spryngur loksins án þess að menn viti til að það hafi komið I að tjóni. *** Amerískur prófessor hefur reiknað út, að illgresi kosti Bandaríkin 600.000.000 dollara á ári. 1 Stóra-Bretlandi hefur á síðari árum horft til vandræða vegna útbreiðslu svokallaðs „ragwort”, jurtasjúkdóms, sem kostar stjórnarvöld Nýja Sjá- lands 75.000 sterlingspund á ári. Af öllu illgresi er þistillinn ef til vill algengastur og svo að segja, hvar sem er í heiminum. En hinar hraðfleygu samgöng- ur landa á milli auðvelda sæði allskonar sníkjuplantna að dreyfast víðsvegar um löndin, og nú á dögum eiga mjög marg- ar þjóðir í vök að verjast vegna illgresis, sem flutzt hefur frá öðrum heimsálfum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Stundin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stundin
https://timarit.is/publication/737

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.