Stundin - 01.09.1940, Blaðsíða 48

Stundin - 01.09.1940, Blaðsíða 48
48 STUNDIN ÍÖenc/ell ÍÖ. LÖiikie Þegar flokksþing republikana kom saman í júnímánuði sl. til að velja forsetaefni flokksins við forsetakosningarnar, sem nú fara fram í Bandaríkjunum í haust, töldu menn líklegt, að á- tökin yrðu hörðust milli þeirra Robert A. Taft, Herbert Hoover fyrrum forseta, og Dewey, sak- sóknara í New York. Þetta fór þó öðru vísi en ætlað var. Úrslit urðu þau, að lögfræðingurinn Wendell L. Willkie náði kosn- ingu með yfirgnæfandi meiri- hluta atkvæða. Dewey var hættulegasti keppinautur hans, en tapaði fylgi sökum stefnu sinnar í utanríkismálum. Hann var fulltrúi einangrunarstefnu- manna, en Wendell L. Wilkie vildi hinsvegar að Bandaríkin veittu Englandi alla þá lið- veizlu, sem þau gætu i té iátið. Wendell L. Willkie er maður stórauðugur og vinsæll í Banda- ríkjunum. Hann hafði áður verið demókrati, en gekk fyrir tveim árum síðan í flokk repu- blikana eftir harðvítugar deilur við Roosevelt, sem að dómi Willkies þrengdi um of kosti at- vinnurekenda með hinni nýju löggjöf sinni. Willkie kveðst vera frjálslyndur maður og mótfallinn afskiptum ríkisins af einkafyrirtækjum. 1 fyrra sló hann sig mjög til riddara í aug- um fylgismanna sinna í kapp- ræðum við Roosevelt, Hann hefur fyrst og fremst tekið það á stefnuskrá sína að styðja England sem bezt í bar- áttu þess við „hinn andstyggi- lega einvaldsherra, Hitler”. Næsta atriði á stefnuskrá hans er það, að Bandaríkin komi sér upp öflugri her og bet- ur búnum en nokkurt annað ríki, svo að hægt sé að taka i um, ef þeir voga sér að hafa hraustlega á móti einræðisherr- | afskipti af málum Ameríku Andreas Vesalíns (1514— 1564) hefur verið kallaður „fað ir nútíma skurðlækninga. Þegar hann var læknir við hirð Filip- usar 2. á Spáni, var hann dæmd ur til dauða vegna krufnings er hann hafði framkvæmt. Filipus mildaði dauðadóminn og skip- aði honum í þess stað að fara pílagrímsför til Jerúsalem. Á leiðinni heim frá landinu helga, strandaði skip það, sem hann var á, við eyjuna Zanto, þar sem hann lét lífið af hungri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Stundin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stundin
https://timarit.is/publication/737

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.