Stundin - 01.09.1940, Side 48

Stundin - 01.09.1940, Side 48
48 STUNDIN ÍÖenc/ell ÍÖ. LÖiikie Þegar flokksþing republikana kom saman í júnímánuði sl. til að velja forsetaefni flokksins við forsetakosningarnar, sem nú fara fram í Bandaríkjunum í haust, töldu menn líklegt, að á- tökin yrðu hörðust milli þeirra Robert A. Taft, Herbert Hoover fyrrum forseta, og Dewey, sak- sóknara í New York. Þetta fór þó öðru vísi en ætlað var. Úrslit urðu þau, að lögfræðingurinn Wendell L. Willkie náði kosn- ingu með yfirgnæfandi meiri- hluta atkvæða. Dewey var hættulegasti keppinautur hans, en tapaði fylgi sökum stefnu sinnar í utanríkismálum. Hann var fulltrúi einangrunarstefnu- manna, en Wendell L. Wilkie vildi hinsvegar að Bandaríkin veittu Englandi alla þá lið- veizlu, sem þau gætu i té iátið. Wendell L. Willkie er maður stórauðugur og vinsæll í Banda- ríkjunum. Hann hafði áður verið demókrati, en gekk fyrir tveim árum síðan í flokk repu- blikana eftir harðvítugar deilur við Roosevelt, sem að dómi Willkies þrengdi um of kosti at- vinnurekenda með hinni nýju löggjöf sinni. Willkie kveðst vera frjálslyndur maður og mótfallinn afskiptum ríkisins af einkafyrirtækjum. 1 fyrra sló hann sig mjög til riddara í aug- um fylgismanna sinna í kapp- ræðum við Roosevelt, Hann hefur fyrst og fremst tekið það á stefnuskrá sína að styðja England sem bezt í bar- áttu þess við „hinn andstyggi- lega einvaldsherra, Hitler”. Næsta atriði á stefnuskrá hans er það, að Bandaríkin komi sér upp öflugri her og bet- ur búnum en nokkurt annað ríki, svo að hægt sé að taka i um, ef þeir voga sér að hafa hraustlega á móti einræðisherr- | afskipti af málum Ameríku Andreas Vesalíns (1514— 1564) hefur verið kallaður „fað ir nútíma skurðlækninga. Þegar hann var læknir við hirð Filip- usar 2. á Spáni, var hann dæmd ur til dauða vegna krufnings er hann hafði framkvæmt. Filipus mildaði dauðadóminn og skip- aði honum í þess stað að fara pílagrímsför til Jerúsalem. Á leiðinni heim frá landinu helga, strandaði skip það, sem hann var á, við eyjuna Zanto, þar sem hann lét lífið af hungri

x

Stundin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stundin
https://timarit.is/publication/737

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.