Stundin - 01.09.1940, Blaðsíða 17

Stundin - 01.09.1940, Blaðsíða 17
STUNDIN 17 EFTIR RAGNAR JÓHANNESSON Daði gamli var hættur að fara á sjó. Þó var hann enn hinn ernasti, sá það, sem hann vildi sjá og heyrði það, sem hann vildi heyra. Það var bara gigtarskrattinn, sem nú var að fullu setztur að í hans sinaseiga líkama og flögraði nú um hann eins og hrafn á hrossskrokk og læsti klóm sínum hér og þar, eink- um þó í hægri mjöðm og vinstri öxl. Þetta varð til þess, að hann skaut hægri öxlinni upp og varð allur maðurinn á þessu furðulega skakkur. En þótt sá gamli væri nokkuð farinn að stirðna var hann ennþá flestum þorpsbúum árrisulli. Um dagmálin brölti hann oft út um dyrnar í Barði og um leið klippti hann með tönn- unum fyrstu tóbakstölu rísandi dags framan af rulluspottan- um, sem stóð upp úr dósunum. Svo þrammaði hann austur fyrir vegginn, dvaldist þar nokkra stund við ýmiskonar dund, rýndi upp í fjallaskörðin umhverfis fjörðinn eins og hann hafði gert í síðasta aldarhelming og á meðan fæddist dag- skipun hans til heimilisfólksins í huga hans. Síðan snaraðist hann inn aftur og á þröskuldinum vakti hann alla með fyrsta herópi dagsins: ,,Hvað er þetta, hvað er þetta! Allur mann- skapurinn í bólinu enn! Bölvaður slóðaskapur! Og ekki einu- sinni faið , að ylja undir katlinum! Endemis hengilmænu- háttur!” Eftir að hann hafði drukkið fjóra til fimm bolla af morgun- kaffinu kjagaði Daði gamli oftast niður á bryggju til þess að hitta sjómennina, sem ætluðu í róður. Hann fór sér þá að engu óðslega, sparkaði grásleppu út af bryggjunni og spýtt.i markvíst hér og þar, því að hann var eins og margir formenn, hann hæfði flest það, er hann miðaði til. Sjómennirnir jbiðu komu hans oft með óþreyju, því að næst guði föður almátt- ugum, þeim sem á himnum býr, tóku þeir mest mark á Daða í Barði, enda var hann nærtækari. Og stæðust ekki veður- spádómar hans stóðust engra spádómar. Sú fína veðurstofa í Reykjavík var fyrir löngu hætt að vera Daða skæður keppi- nautur, því að það hafði sýnt sig, að hún stóðst honum ekki snúning í áreiðanleik. Fyrst eftir að veðurfregnirnar komu í útvarpinu höfðu reyndar sumir glæpzt á því að taka þær fram yfir spádóma Daða. En svo fór, að þeir urðu brátt að láta ' minni pokann og leita aftur til Daða. En þá hafði hann það til að vera hinn gikkslegasti og segja illyrmilega: ,,Hví ert Pú að spyrja mig? Þú hefir þitt veður-.,,anstalt” þarna í höfuðstagnumt Ekki má nú vizkan hans .Daða gamla í Barði sm mikils á móti svoleíðis innréttingum!” Þegar tvísýnt þótti um veður fór enginn á sjó af Eyrinni ai' þess að spyrja Daða um útlitið fyrst. Þegar þeir sáu hann nálgast ofan bryggjuna kölluðu þeir oft til hans óþolinmóðir: Þetta er síðasta myndin, sem til Isands hefur komið af Henri Phillippe Petain marskálki, hin- um 84 ára gamla þul, er sagt er um að „hafi einn ábyrgðina og einn forystuna” í hinu her- numda Frakklandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Stundin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stundin
https://timarit.is/publication/737

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.