Stundin - 01.10.1940, Page 22

Stundin - 01.10.1940, Page 22
22 STUNDIN — Hvað' í heitasta ertu að gera, maður? sagði hann, ég er búinn að gefa kettinum í dag. — Já, en þaö er ,ekki nóg, sagði matsveinninn. — Ha, er það ekki nóg? Nei, heyrðu nú, maður minn, nú er ég búinn aö gefa kettinum mínum í fimm ár, og ég astti líklega að vita, hvaö hann þarf að éta. — Já, undir venjulegum kringumstæðum, sagði mat- sveininn, en allir geta séð, að hann er svangur ennþá. — Ha, undir venjulegum kringumstæðum, . . . svang- ur, ertu vitlaus, bandsjóðandi vitlaus, maöur? Snaut- aðu út, snautaðu út. Hann benti á dyrnar og var sót- rauður í framan. Þetta var mjög skrítið og flókið. Eg reyndi að gera mér grein fyrir, hvað þeir áttu viö, en komst ekki aö neinni niðurstöðu. AÖ óhugnaöurinn, sem hvíldi yfir skipinu stæði eitthvað í sambandi við köttinn, það gat ég ekki skilið, en hversvegna varð skipstjórinn svona reiður? Svo var að sjá, sem þetta stutta samtal opnaöi augu hans fyrir þeirri staðreynd, að skipshöfnin vissi það, sem hann vissi, en það kom honum til að stökkva upp á nef sér, og hann tautaöi lengi vel fyrir munni sér: — Venjulegar kringumstæöur, hu.. .., venjulegar kringumstæður, svangur, þessi skítbraskokkur, þessi hundur. Og þegar kötturinn kom og strauk sér upp aö fæti hans til þess að biðja um meiri mat, sparkaði hann vesalings kvikindinu út í horn og þaut bölvandi út úr borðsalnum. Uppi ,á þilfarinu tók ég loks í mig kjark og gekk til skipstjórans og hóf að spyrja hann: — Hvað er eiginlega á seiði hér á þessu skipi? Hann fnæsti framan í mig. — A seiöi, sagði hann, á seiði, hvað ætti svo sem aö vera á seiði? Hásetaskríllinn er bara svo ands.... móð- ursjúkur, ,að manni verður flökurt og smittast og verö- ur að lokum eins og þeir, þessir delar. — Nú, sagði ég, ,við hvað eru þeir hræddir? Hann hrökk viö, varð undrandi, — hvað, sagði hann, veizt þú ekki neitt? — Jú, sagði ég, en þó botna ég ekki neitt í neinu, ég hef grun en ekkert þar fram yfir. — Jæja, sagði skipstjórinn, það var eins og hann vildi eyöa þessu, það gerizt svo sem ^heldur ekki neitt hérna, hásetarnir eru bara hjátrúarfullir og ímyndun- arveikir. Eg varð djarfari. — Eg sá þig í nótt, sagði ég. Vel af sér vikið, I flughemaði eru bréfdúfur mikið notaðar í stað radiosendi- stöðva, til þess að minni hætta sé á að óvinirnir færi sér í nyt þær fregnir, er flugmennirnir senda frá sér. Á myndinni sést brezkur flugmaður með bréf- dúfu í annarri hendi og dúfu- egg í hinni. Hafði dúfan orpið eggi þessu í árásarflugi á Helgo land, en það er eyja norðarlega við Ermarsundsströnd Þýzka- lands, mjög kunn frá síðustu heimsstyrjöld. Hafa Þjóðverjar þar mikla herskipahöfn. HNAPPAR Nú þykja hnappar svo sjálfsagðir og hversdagslegir hlutir, að fáir munu veita því athygli, að í þeim er skráður einn þáttur menningarsögu mannkynsins. Öldum saman voru hnappar notaðir aðeins til skrauts og voru í fárra manna eigu. Þeir voru þá verðmæti og stáss, sem efnaðir gátu aðeins veitt sér. En notagildi höfðu þeir ekkert. Það þykir nú sann- að mál, að slíkir skrauthnapp- ar hafi verið notaðir í Egypta- landi um 2500 árum f. Krist, en það var ekki fyrr en á 15. ÖM, að spænskur múnkur uppgötv- aði hina hagnýtu hlið hnapp- anna, að þá mætti nota til þess að halda að sér fötum.

x

Stundin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stundin
https://timarit.is/publication/737

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.