Stundin - 01.10.1940, Síða 24

Stundin - 01.10.1940, Síða 24
24 STUNDIN burtu. Nú skildi ég, hvað hann hafði verið að gera nótt- ina góöu, þegar hann reif upp dyrnar aö skonsunni, hann hafði ætlað sér að koma rottunum að óvörum, ef nokkrar væru þá eftir. Kjötinu hafði hann dreift hingaö og þangað um þá staði, þar sem helzt mátti vænta að rottur væru á ferli, og morguninn eftir haföl hann svo ætlað sér að sjá, hvort bitarnir væru horfn- ir. Og atburðurinn með köttinn. Af því að hann gat ekki lengur veitt rottur, át hann auðvitað meira en ella, og reiði skipstjórans stafaöi af því, aö kötturinn gaf honum svo ótvíræðar sannanir fyrir því, að engar rott- ur væru um borð. Og svo sjálfsagt af því að skipshöfn- in hafði komizt á snoöir um þetta og var svo hjátrúar- full að halda, að rotturnar yfirgæfu alltaf þau skip, sem sigla hinztu för sína. li Morguninn eftir, þegar við stóöum við borðstokkinn og litum yfir Hornafjörðinn og sveitirnar, sem liggja að Vatnajökli, komst ég að áhyggjum skipstjórans. — Nú veit ég, hversvegna allt hefur veriö svo undar- legt hér, sagði ég, það eru engar rottur um borð. Hann leit á mig sljóum augum. — Þú varst lengi að þefa það uppi, sagði hann. Svo hélt hann áfram og virtizt eiginlega helzt tala við sjálf- an sig: — Þær hljóta að hafa stungið af í Reykjavík meðan skipið var mannlaust, kvikindin aö tarna. Mig grunaði ekkert fyrr en við vorum í rúmsjó, annars hefði ég smalað þeim saman og rekið þær allar um borö aftur eins og fénað. Svo sigldum við út úr Hornafirðinum og stefndum í austur, en um kvöldiö sló óhug á okkur. í veðurfregn- um útvarpsins var tilkynnt að suðaustan stormur og rigning væri í aðsigi. Mér varð' illt viö, voru nú nátt- úruöflin að gera sitt til, aö skip gætu farist? Þulurinn hélt áfram að endurtaka sömu setninguna: — Suövest- an stormur og rigning, suðvestan stormur og rigning, og þá gerði skipstjórinn nokkuð, sem mig hefði aldrei grunað að hann ætti til. Án frekari íhugunar skipaði hann stýrimanninum að taka land í næsta firði — og kynda undir kötlunum til hins ýtrasta. En þegar til þorpsins kom, varð ég að viðurkenna, að það var ekki af hræðslu heldur af hjátrú, sem hann tók land, hann var þögull og dularfullur í orðum og athæfi og ég gat ekki togaö eitt orð upp úr honum viö- víkjandi erindi hans. í tvo tíma dvaldist honum í landi, svo heyrðum við hann hrópa til okkar og báturinn var sendur upp að bryggju eftir honum, en þar hafði heil- HÚSRÁÐ 1. Bezta ráðið til að halda krómuðum hlutum gljáandi, er að þurrka þá daglega með þunnum silkipappír. Það er fyrirhafnarminnsta aðferðin til þess að aldrei falli á þá. 2. Það guetr jafnan þótt mikill ókostur á miðstöðvar- ofnum, hvað mikið ryk vill setjast á þá. Helzta ráðið til að halda þeim hreinum er að hengja vota rýju bak við ofn- inn og nota síðan ryksuguna. 4. Haldið steikarapönnunum hreinum með þvi að þvo þær upp úr sterkum sápulút. Setjið tvær matskeiðar af sóda út í- tvo lítra af heitu sápuvatni. Leggið pönnuna í bleyti og sjóðið hana í lútnum í fimmtán mínútur. * * * Maðurinn, sem faldi ChurchiU. Nýlega er látinn maður að nafni John George Howard, en honum átti Churchill forsætis- ráðherra Breta líf að launa. 1 nóvember 1899 var Churchill stríðsfréttaritari stórblaðsins Morning Post í Búastríðinu. En vegna óaðgætni sinnar og fram hleypni var hann tekinn fast- ur og hafður í varðhaldi í skóla einum í Pretonia. Er hann hafði setið í varðhaldi röskan mánuð tókst honum að flýja, sem farþjófur á jám- brautarlest að næturþeli. Fyrir birtingu morguninn eftir yfir- gaf hann járnbrautarlestina og gekk langan veg unz hann kom að húsi einu og baðst ásjár. Þetta var hús Johns Georges Howard, er skaut skjólshúsi yfir flóttamanninn í 3 daga, eða meðan hann var að skipu- leggja flótta Churchills, en þá tróð Howard gamli stráknum Churchill ofan í ullarballa á flutningalest og þannig komst Churchill heill á húfi til Portu- gal,

x

Stundin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stundin
https://timarit.is/publication/737

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.