Morgunblaðið - 20.06.2009, Side 14

Morgunblaðið - 20.06.2009, Side 14
14 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JÚNÍ 2009 FLENSARAR munduðu hnífana á ný á skurð- arplaninu í Hvalfirði í morgun eftir að Hvalur 9 dró á land tvær langreyðarkýr. Ekki voru allir með handtökin á hreinu enda nokkuð margir nýliðar í hópnum. 26 ár eru síðan síð- ast voru stundaðar magnveiðar á langreyði hér við land, ef frá eru taldar sjö skepnur sem veiddar voru árið 2006. Kristján Loftsson, forstjóri Hvals, viður- kennir enda að hafa fengið fiðring þegar planið í Hvalfirðinum byrjaði að iða aftur af vinnandi mönnum. „Meirihlutinn eru alveg nýir en það eru þónokkrir sem voru hérna hjá okkur í gamla daga og þeir kenna hin- um,“ segir Kristján. Hátt í 100 manns munu vinna við veiðar og verkun í sumar á nokkuð stífum vöktum þar sem unnið er átta tíma og næstu átta tímar teknir í hvíld áður en mætt er á vaktina aftur. „Svo taka þeir frí inn á milli. Þetta er svona vertíð eins og það er kallað.“ Og það er sann- kallað verbúðarlíf því flestir gista þeir í Hval- stöðinni. En það eru fleiri en flensarar og hval- veiðimenn sem eru þar á stjákli því japanskir fulltrúar kaupenda voru viðstaddir skurðinn í morgun, tilbúnir með eigin hnífa til að smakka á vörunni og meta í hvaða kjötflokk ólíkir vöðvar skepnunnar fara. „Þeir voru alltaf með okkur í gamla daga og verða sennilega út sumarið,“ segir Kristján. Langreyðarkýrnar tvær sem mættu örlög- um sínum í nótt voru 61 og 68 fet og veiddust nokkuð nærri landi, „á gamalli hefðbundinni slóð“ að Kristjáns sögn. „Þeir sáu eitthvað áttatíu stykki í viðbót þannig að það er hvalur þarna á svæðinu.“ ben@mbl.is Morgunblaðið/RAX Á stími Hvalur 9 siglir í átt að landi með langreyðarnar tvær í eftirdragi. Önnur var 61 fet en hin 68 sem er svipað og „í gamla daga“ að Kristjáns sögn en þá var meðallengdin um 62 fet. Langreyður veidd og verkuð á ný  Tvær langreyðarkýr flensaðar á skurðarplaninu í Hvalfirði í gærmorgun  Síðast voru sjö skepn- ur veiddar árið 2006  Fulltrúar kaupenda fylgdust með verkuninni „eins og í gamla daga“ Morgunblaðið/Kristinn Stórhveli Gamalreyndir flensarar skera upp og hluta niður risastóra skepnuna sem liggur í valnum á skurðarplaninu í Hvalfirði. Amboðin munduð Menn huga að biti hnífa áður en gengið er til verks. Kennsla Þeir eldri kenndu hinum yngri handtökin við verkunina. Kaupendur Fulltrúar frá Japan fylgdust með.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.