Morgunblaðið - 11.10.2009, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 11.10.2009, Blaðsíða 21
þá ef til vill vera mjög raunveruleg- ur ef það verður til þess að fólk, líka ráðamenn, geri sér fyllilega grein fyrir hvers lags sálarmorð nauðgun er og að nauðgurum beri að refsa af fullri hörku fyrir athæfið. Enginn dómur er of þungur því fórn- arlömbin bera merkin ævilangt og glíma við afleiðingarnar dag hvern.“ En það er ein ósk sem Björgvin vill koma á framfæri. „Mig langar að biðja þá sem ráða þessum málum og stjórna kvikmyndahúsum í landi að merkja þær myndir sem inni- halda nauðgunaratriði eða gróft kynferðislegt ofbeldi sérstaklega, svo fjölmörg fórnarlömb nauðgana geti komið sér undan því að vera skyndilega í þeirri stöðu að þeirra sárasta upplifun sé rifjuð upp fyr- irvaralaust. Það hlýtur öllum að vera ljóst hversu hræðileg staða þetta er fyrir fórnarlambið. Það er ekki einu sinni víst að sá sem bauð fallegu dömunni, systurinni, eig- inkonunni eða jafnvel móður sinni á kvikmyndina viti að viðkomandi hafi verið nauðgað og þau eru fyrir vikið neydd til þess að horfa á leik- konu sýna Óskarsverðlaunaleik á risatjaldi og geta sig hvergi hreyft á meðan rifjuð er upp þessi sára reynsla – og fá svo martraðir næstu nætur.“ Björgvin segir að ekki réttmætt að halda því fram að konur eða karlar sem verði fyrir nauðgun hægt að spyrja af hverju ganga þær eða þeir, því karlmenn lenda líka í þessari reynslu, gangi bara ekki út. „Það er ekki svo einfalt, sér- staklega ef þetta er atburður sem aldrei hefur verið sagt frá eða verið kærður til lögreglu en það er alltof oft staðreyndin. Fórnarlambið situr því í myrkrinu og reynir sitt besta til að halda andlitinu. Við eigum að geta forðað þeim frá því.“ Sérstaða nauðgana Nú spyrja efalaust margir: „En hvað með önnur fórnarlömb ofbeld- is og slysa?“ Björgvin segist gera sér grein fyrir því að fleiri eigi um sárt að binda vegna hvers konar of- beldis, slysa og harmleikja. „Það er svo margt vont til í þessum heimi og án nokkurs vafa rifjast margt af því upp þegar farið er í kvikmynda- hús og vekur upp sárar tilfinn- ingar,“ segir hann. „Ég tel samt að þeir sem hafa orðið þolendur nauðgunar hafi sér- stöðu, því bæði kenna þeir sjálfum sér oft um glæpinn eða skammast sín svo mikið að þeir leita sér sjald- an hjálpar þótt skömmin sé ekki þeirra. Þeir sem lenda í annars konar ofbeldi, eins og t.d. skot- árásum, barsmíðum eða alvar- legum slysum halda því sjaldnast leyndu. Þau fórnarlömb geta nær samstundis leitað til fjölskyldu, vina og fagfólks til að fá kærkom- inn stuðning og komist yfir eða lært að lifa með atburðinum. Því miður á þetta afar sjaldan við fórn- arlömb nauðgara, mörg þeirra „lifa“ með kramið hjarta og möl- brotna sál á bak við grímu til ævi- loka,“ segir Björgvin og ítrekar: „Allt sem þyrfti til að gera mörg- um lífið örlítið léttara er lítið staðl- að merki í auglýsingu kvikmyndar og á DVD-diskum sem yrði nóg til þess að gefa því fólki sem á um sárt að binda eftir kynferðisbrot, val og þar með tækifæri til að segja, án þess að gefa upp hvers vegna: „Nei, veistu mig langar frekar að sjá ein- hverja aðra mynd í kvöld.““ mtun? 21 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. OKTÓBER 2009 Hér á landi er stuðst við hollenskt kerfi, Kijk- wijzer, sem fer eftir hollenska NICAM- staðlinum við merkingar á kvikmyndum. „Hjá hverju útgáfufyrirtæki eru skoðunarmenn sem styðjast við staðlaðan spurningalista sem gef- ur vísbendingar um hvaða aldurstakmark eigi að setja á myndina og hvaða merki,“ segir Snæbjörn Steingrímsson, framkvæmdastjóri hjá SMÁÍS, Samtökum myndrétthafa á Íslandi. „Merkin í hollenska kerfinu eru sjö: Ofbeldi, ljótt orðbragð, hræðsla, kynlíf eða nekt, eit- urlyf, mismunun og fjárhættuspil. Aðeins þrjú merki eru notuð hverju sinni, þar sem það er talið flækja málin fyrir neytandann að nota fleiri, auk þess er best að velja veigamestu ástæðurnar fyrir banni.“ Snæbjörn segir að spurningalistinn varði bæði mynd og hljóð, en sé síður tilfinninga- legur og hugsunin sú að ólíkir einstaklingar eigi að geta komist að sömu niðurstöðu. Hann tekur dæmi um spurningar í listanum eins og: „Sástu ofbeldi?“ eða „Heyrðirðu blótsyrði?“ Annaðhvort sé hægt að svara því játandi eða neitandi og svo sé farið nánar út í tegund eins og hvort um teiknað ofbeldi sé að ræða. – En væri hægt að bæta við merki sem segði neytendum að nauðgun væri í mynd- inni? „Við í stjórn SMÁÍS höfum rætt þennan möguleika og það væri vissulega hægt að bæta slíkri merkingu við. Umræður standa yfir varðandi kosti og galla slíkrar framkvæmdar. Helsti kostur er auðvitað að fórnarlömb slíks ofbeldis og aðstandendur þeirra geta þá betur gert sér grein fyrir efni myndar sem gæti haft skaðleg áhrif á þá. En eins og kerfið er sett upp myndi myndin vera merkt sem ofbeld- ismynd sem inniheldur kynlífs- eða nekt- arsenu, þannig að aðvaranir eru til staðar að hluta hvað þetta varðar.“ Snæbjörn nefnir þó að einnig megi færa rök fyrir því að ekki ætti að breyta kerfinu, sem er þróað samkvæmt kenningum sálfræðinga, án þess að kanna heildarmyndina. „Það er t.d er ekki nein sérmerking fyrir aðra tiltekna teg- und glæpa eins og morð eða frelsissviptingu. Nauðgun í bíómynd er í flestum tilfellum lyk- ilatriði í myndinni sem yfirleitt er upphaf á mikilvægri atburðarás sem myndin fjallar um, og þar af leiðandi er slíkt atriði oft tekið fram í „synopsis“ eða stuttri lýsingu á efni myndar. Þessar sérmerkingar gætu haft miður góð áhrif í för með sér; að auðvelda röngum hóp að finna myndir, þ.e.a.s. þá sem hafa glæp- samlega hugsun þegar kemur að slíkum mál- um. En þetta þarf klárlega að skoða betur.“ Sástu ofbeldi? * M .v .1 5 0 þ ú su nd kr .i nn le nd a ve rs lu n á m án u ð i, þ .a .1 /3 h já sa m st ar fs að ilu m ./ S já ná n ar á w w w .a u ka kr on ur .is . 6 barnasett á ári fyrirAukakrónur Þú getur keypt nýtt barnasett fyrir hverja árstíð og líka tvö til viðbótar í 66°Norður fyrir Aukakrónurnar sem safnast þegar þú notar A-kortið þitt – eða eitthvað annað sem þig langar í hjá samstarfsaðilum Aukakróna. * AUKAKRÓNUR | landsbankinn.is | 410 4000 Sæktu um A-kort á www.aukakronur.is N B Ih f. (L an d sb an ki nn ), kt .4 71 0 0 8 -2 0 8 0 . E N N E M M / S ÍA / N M 3 9 3 0 8 SÓL BORGIR ÆVINTÝRI SKÍÐI GOLF ÍÞRÓTTIR Brottför: 4.-14. nóvember Verð á mann: Tvíbýli 239.976 kr. Einbýli 253.685 kr. Innifalið: Flug og flugvallaskattar Gisting með fullu fæði og drykkum á Tenerife Gisting með hálfu fæði og víni með kvöldverði á Gran Canaria Akstur og skoðunarferðir skv. ferðalýsingu Íslensk fararstjórn ÚRVAL ÚTSÝN ~ LÁGMÚLA 4 ~ 108 REYKJAVÍK ~ SÍMI 585 4000 MEIRA Á urvalutsyn.is Fjölbreytt ferð um þrjár af sjö eyjum Kanarí. Tvær stærstu eyjarnar Gran Canaria og Tenerife og svo þá sérkennilegustu La Gomera. Þar sem evran er dýr verður allt fæði innifalið, morgunmatur, góður hádegismatur og góður kvöldmatur ásamt drykkjum (vín og vatn). Þegar við ferðumst í skoðunarferðum, þá missum við aldrei af hádegisverði. Þannig að það er hægt að komast af nánast án þess að eyða nokkrum peningum. Frissaferð EYJAHOPP Á KANARÍ 4.- 14. nóvember 2009 “ALLT INNIFALIД * Verð miðast við að bókað sé á netinu. Ef bókað er á skrifstofu eða símleiðis er bókunargjald 3.900 kr. Ferðaskrifstofa Leyfishafi Ferðamálastofu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.