Morgunblaðið - 11.10.2009, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 11.10.2009, Blaðsíða 36
36 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. OKTÓBER 2009 Vorum að fá til sölu 6.402 fm hús á 14.858 fm. lóð, við höfnina í Hafnarfirði. 1. hæð 3.850 fm (grunnflötur) – 2. hæð 1.876 fm – 3. hæð 677 fm 1. hæðin skiptist í 1.939 fm vörugeymslu með 9,5 m lofthæð og vinnslusvæði 1.911 fm með 5 m lofthæð. 2. og 3. hæðin eru skrifstofurými, geymslur, búningsklefar og mötuneyti. Tilboðum skal skilað inn fyrir 25. október 2009 TIL SÖLU – FORNUBÚÐIR 5, HAFNARFIRÐI M bl1145635 Ca 310 fm húsnæði sem skiptist í ca 208 fm verslunarhúsnæði á götuhæð, ca 49 fm skrifstofuhúsnæði á annarri hæð beintengt götuhæðinni með lyftu og ca 53 fm geymslu á jarðhæð. Verð 52,5 millj. Tvnr. 8675 Laugavegi 170, 2. hæð Opið virka daga kl. 8-17 Sími 552 1400 • Fax 552 1405 www.fold.is • fold@fold.is Þjónustusími eftir lokun er 694 1401 Háaleitisbraut - verslunar- og skrifstofuhúsnæði m bl . 11 45 72 4 RÁÐGJAFAR- og fræðslufyrirtækið Adaptiv hefur rann- sakað seiglu fólks (e. resilience) í yfir þrettán ár. Yfir 10.000 starfs- menn og leiðtogar hafa hingað til tekið þátt í rannsóknunum. Rann- sóknarteymi fyrirtæk- isins undir stjórn fram- kvæmdastjóra þess Andrew Shatte er þessa stundina að fylgjast með fólki og hvernig það tekst á við efnahagsþrengingarnar og allt það mótlæti sem þær leiða af sér, eins og minnkandi lífeyri, starfs- missi, vaxandi skuldabyrði og yfirvof- andi hættu á lokun vinnustaðarins. Rannsóknarniðurstöður sýna að þeir, sem best gengur að takast á við ástand líkt og það sem við upplifum, eiga sammerkt að (1) forðast hið nei- kvæða, (2) viðhalda bjartsýninni, (3) vera opnir fyrir áskorunum og (4) finna tilgang. Hér fyrir neðan verður farið í þessa fjóra eiginleika: 1. Að forðast hið neikvæða Það morar af slæmum fréttum, og slæmar fréttir selja. Það dynja á okk- ur endalausar dökkar sögur af stöðu efnahagsins í gegnum fjölmiðlana og netið, flestar afar neikvæðar. Stund- um er eina leiðin til að sýna seiglu að sneiða hjá því neikvæða og einblína á hið jákvæða, t.d. með því að tak- marka þann tíma sem fer í að fylgjast með fréttunum. Flóðið af neikvæðum fréttum dregur okkur niður. Við sjáum ekki sólina ef við einblínum eingöngu á neikvæða hluti. Gott er að umkringja sig já- kvæðu fólki, smitast af orku þess og uppörva það á móti. Þetta er þó ekki spurning um að vera strútur og stinga höfð- inu í sandinn. Mik- ilvægt er að vera með- vitaður um það sem þarf að gera til að ná árangri og leggja sig mikið fram hvern einasta dag. En á tímum þar sem fréttir berast okkur allan sólarhringinn þurfum við að passa okkur á að láta þær ekki íþyngja okkur. 2. Að viðhalda bjartsýninni Auðveldara sagt en gert, ekki satt? Fólk sem býr yfir seiglu trúir því að það sé ekki viljalaust verkfæri heldur geti haft áhrif á það sem ger- ist í lífi þess. Það er sannfært um að það sé ljós í enda ganganna og að samdráttarskeiðinu muni ljúka. Og þegar það gerist verða þeir sem hafa náð að viðhalda bjartsýni og fókus jafnvel í betri málum en áður en sam- drátturinn skall á. Við þurfum að minna okkur á að jafnvel erfiðustu áskoranirnar eru tímabundnar, og að þær muni líða hjá. Þetta er spurning um að hafa sterka trú á sjálfum sér og hæfni sinni til að takast á við hvaða vandamál sem verður á vegi manns. Trú á að hlutirnir geti breyst til betri vegar, von gagnvart framtíð- inni. 3. Að vera opinn fyrir áskorunum Þegar við stöndum andspænis miklum atburði eins og samdrætt- inum í dag höfum við tilhneigingu til að draga saman seglin í lífi okkar, fara inn á við og vera í varnarstöðu gagnvart starfinu okkar. Þeir sem búa yfir seiglu átta sig á því að þetta eru alls kostar röng viðbrögð. Þetta er einmitt tíminn þar sem reynir mest á okkur að vera opin fyrir áskorunum, nýjungum og tækifær- um og stækka öryggissvæði okkar. 4. Að finna tilgang Fjórða atriðið sem einkennir þá sem búa yfir seiglu er að þeir teygja sig í eitthvað sem var til staðar áður en þeir urðu til og mun vera til staðar eftir að þeir eru farnir, eins og t.d. trú, andlega viðleitni, íhugun, hug- leiðslu o.fl. Fólk sem tengist ein- hverju sem er stærra en það sjálft upplifir meiri ánægju í starfi – og líf- inu almennt. Könnun sem bandaríska sálfræði- félagið stóð fyrir leiddi í ljós að 80% svarenda játa að efnahagurinn og staðan sem við erum í núna eigi stór- an þátt í að vekja með þeim streitu. Afleiðingin er að við erum þunglynd, þreytt, reið, illa sofin og strekkt. Með því að leggja áherslu á ofangreinda fjóra eiginleika getum við eflt seiglu okkar og siglt í gegnum þessa krefj- andi tíma á árangursríkari hátt. Þrautseigja í efnahagsþrengingum Eftir Ingrid Kuhlman » Þeir, sem best gengur að takast á við mótlæti, forðast hið neikvæða, viðhalda bjartsýninni, eru opnir fyrir áskorunum og finna tilgang. Ingrid Kuhlman Höfundur er framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar. SVANDÍS Svav- arsdóttir umhverf- isráðherra tók nýverið þá ákvörðun að Suð- vesturlína ætti að fara í sameiginlegt umhverf- ismat, og mun það lík- lega tefja byggingu ál- vers í Helguvík. Fjármálaráðuneytið spáir um eitt prósent meiri samdrætti í þjóð- arframleiðslu á næsta ári ef ekki er ráðist í framkvæmdir í Helguvík. Ákvörðun Svandísar er kölluð orð- um eins og „hryðjuverkaárás“ og Samtök atvinnulífsins telja að með henni sé „vegið að stöðugleikasátt- málanum“. Á þessum nótum er málaflutn- ingur ýmiss efnilegs og hæfi- leikaríks fólks nú um stundir. En flest af því fólki sem svona talar van- metur hæfileika sína og allra ann- arra Íslendinga. Fólk sem óttast þann möguleika að ekki séu byggð fleiri álver á Íslandi er fólk sem telur að íslenska þjóðin sé ekki þess megnug að sinna eigin atvinnu- uppbyggingu. Þegar ákvörðun var tekin um byggingu Kárahnjúkavirkjunar og álvers Alcoa í Reyðarfirði voru meg- inrökin sú sömu og nú eru um áframhaldandi uppbyggingu hins ís- lenska áliðnaðar með álverum í Helguvík og Bakka: vinna, gjaldeyr- istekjur, og aukin þjóðarframleiðsla. Raunar var þeim rökum haldið á lofti að ef ekki yrði ráðist í fyr- irbyggjandi aðgerðir væri yfirvof- andi samdráttur í þjóðarframleiðslu með tilheyrandi atvinnuleysi og vol- æði. Þeir sem halda því fram að stór- iðjuuppbygging sé nauðsynleg til að fyrirbyggja efnahagssamdrátt eru með því að segja að ef ekkert er að gert af hálfu yfirvaldsins sé grunn- ástand hins íslenska hagkerfis sam- dráttur. Með því er viðkomandi í raun að halda því fram að á Íslandi sé ekki og eigi ekki að vera fram- leiðslu- og útflutningsdrifið hagkerfi heldur hagkerfi sem nærist á töfra- lausnum og sífelldri innspýtingu af hálfu stjórnvalda. Þegar maður er feitur er gjarna talað um stóran mann í staðinn fyrir að kalla hann þungan. Því er eins farið með það sem á Íslandi kallast hinu furðulega málamiðlunarorði „stóriðja“ en kallast þungaiðnaður annars staðar í heiminum. Áliðnaður er þungaiðnaður og slík atvinnu- starfsemi er litin hornauga víðast hvar annars staðar í hinum vest- ræna heimi enda er rík ástæða til. Þungaiðnaði fylgir mikil mengun, mikil orkunotkun og lítil arðsemi – samfélög sem byggja á slíkum iðnaði eru stöðnuð og lífskjör þar bág. Hví í ósköpunum ætti þá Ísland, sem þrátt fyrir efnahagskreppuna er eitt þróaðasta samfélag heims – land sem er stolt af náttúrufegurð sinni, sjálfbærum orkugjöfum og einu best menntaðasta, hraustasta og dugmesta vinnuafli heims – að kjósa stóriðju sem burðarstoð í hag- kerfi sínu, þegar Íslendingar geta unnið við hvað það sem þeir geta ímyndað sér? Því það getum við. Hér á landi er fjöldi hátæknifyr- irtækja sem veita þjóðarbúinu mikla farsæld. Ef allt það fólk sem leggur alla sína orku í að grátbiðja erlend álfyrirtæki um að fjárfesta hér á landi myndi í staðinn leggja krafta sína í að láta hugmyndir fólks um nýsköpun og hugs- anleg sprotafyrirtæki rætast, þá myndu út- flutningstekjur frá þessum fyrirtækjum ná langt upp í núver- andi útflutningstekjur áliðnaðarins og mun margfalt fleiri störf myndu skapast. Ef hagkerfið okkar er blómabeð, þá er áliðnaðurinn ill- gresi. Sú athygli sem áliðnaðurinn fær hér á landi sýgur svo mikla orku úr öllum öðrum geirum að þeir ná ekki að blómstra til fulls. Þegar menn tala um að vegið sé að stöðugleikasáttmála sem við bindum miklar vonir við verðum við eðlilega skelkuð og reið. Varla viljum við að hagkerfið skreppi saman um eitt prósentið enn? Þessi sífelldi ótti við ímyndaða tölu er hættulegur okkur Íslendingum því að við hættum til að velja skyndilausnir umfram lang- tímalausnir. Það er vegna þessa ótta sem það er svo auðvelt að sannfæra okkur Íslendinga um ágæti þess að byggja álver: Stjórnmálamenn og fólk úr ýmsum greinum atvinnulífs- ins hafa blekkt okkur og látið okkur halda að þau séu eina leið okkar frá glötun. En það er svo gríðarlega mikilvægt að hugsa til langtíma og um það sem raunverulega skiptir máli. Hvort viljum við þungaiðnað – mengun, einhæfni í útflutnings- greinum okkar, og stöðnun til lengri tíma – eða fjölbreytilegan hátækni- iðnað? Hvort þessara er grundvöllur að betri framtíðarsýn fyrir okkur öll? Eða er það ekki framtíðarsýnin sem skiptir máli? Hvaða leið sem við förum í at- vinnuuppbyggingu í þeirri efnahags- lægð sem við göngum nú í gegnum, þá eru það ef til vill ekki áhrif á hag- vöxt sem skiptir máli og ekki heldur gjaldeyristekjur, atvinnusköpun eða nokkur af þessum ímynduðu tölum sem Hagstofan tekur saman. Það sem skiptir máli er það að sú leið auki á hin raunverulegu lífsgæði okkar; hamingju, frið, sjálfbærni og sjálfstæði. Hagvöxtur fer oft saman við þessi lífsgæði, en það er mín sannfæring eins og fjölda annarra að hagvöxtur sem byggist á þungaiðn- aði geri það ekki. Ég hvet okkur öll til að huga að því sem mestu máli skiptir í okkar lífi, óháð því hvað hagfræðingar Fjármálaráðuneytisins segja um ímyndaða þróun ímyndaðrar tölu sem þegar upp er staðið skiptir engu máli. Það sem skiptir máli er hulið í þessari tölu; það sem hún er samsett úr – og þar skulum við setja hin raunverulegu lífsgæði í forgang. Hamingjan og baráttan gegn þungaiðnaðinum Eftir Ólaf Heiðar Helgason Ólafur Heiðar Helgason » Sú athygli sem áliðn- aðurinn fær hér á landi sýgur svo mikla orku úr öllum öðrum geirum að þeir ná ekki að blómstra til fulls. Höfundur er framhaldsskólanemi. Stórfréttir í tölvupósti ÁSKRIFTASÍMI 569 1100
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.