Víkingur - 01.08.1928, Blaðsíða 4

Víkingur - 01.08.1928, Blaðsíða 4
4 VÍKINGUR slálraði fyrir ívar beinlausa, hvers húð ívar Iét í lengjur risia og fékk sér útmæli plássið sem Lundúnaborg nu stendur. Þar skamt frá er nú Hallgrímur og syngur enska íhaldinu lof og dýrð á kostnað bæjarsjóð- Reykjavikur. I. Eg tór með Esju, eg hafði mörg bref og skeyti frá merkum mönnum, um pað að þeir vildu sjá mig og búning minn, það er sá eini j)jóðbúningur sem er hirð- búningur, og staðfestur af stjóm- arráðsvaraaukamanni (siá skýrslu rikisgjáldanefndarinnar) og ég er sá eíni konunglegi hirðfornmaður sem til er. Pað var glatt á hjalla þegar við brunuðum út höfnina og fram hjá Skallagrímsgrunni par er bauja til minningar um jn. Benedikti og kolin sem jiar fórust, frám hjá Effersey þar sem karlmenn og kvenfólk háttar sig í hrærigraut um hábjartan daginn og hendir sér í sjóinn eins og selir j>egar styggð kemur að, j>ar var verzlun til forna. Fram hjá Engey, j>ar bjó Skjalda Kulur til foma, og var drepinn af Ogmundi præl Helga Bjólu, hann vildi ekki lána honum bát upp á Kjalarnes. Nú býr jiar Brynjólfur faðir Kristins og er hann nú gamlaður mjög. Pá fram hjá Akranesi, j)ar bjó í fornöld Aii sonar sonur Ólafs Feilan (launsetri) hann barðist við Norðmenn í Hvalfirði og féll j)ar, síðar bjó j)ar Hallgrímur sá er barðist við Porstein. Nú býr par Pétur Ottesen sá er passar fol- öldin fyrir Gunnar á Selalæk. Pá fram hjá Snæfellsnesi par eru Svörtulopt, hefur par margt skipið farið og margur hraustur og góður drengur farist, par braut Holmstein Austmaður skip sitt 1057 og drukknuðu allir. Þórður bolhöfði Pubrandsson barg sér í land á rúnukebli, Par fórst jaktin „Drei Annas“ t des. 1857 skipstjóri Hans Lund, drukknuðu allir sem á skipinu voru og par á meðal eigandinn, kaupmaður

x

Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkingur
https://timarit.is/publication/769

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.