Organistablaðið - 01.12.1971, Blaðsíða 9

Organistablaðið - 01.12.1971, Blaðsíða 9
arneskirkju, stjórnandi GuSjón Páls- son, kirkjukór Bæjar- og Lundarsókna, stjórnandi Björn Jakobsson, kór Hvanneyrarkirkju, stjórnandi Ólafur Guðmundsson og Reykholtskirkjukór- inn, stjórnandi Kjartan Sigurjónsson. Ilver kór söng yfirleitt tvö lög, sam- eiginlega sungu kórarnir 6 lög og var samkórinn þá skipaður 120—130 söng- mönnum og söngkonum. Stjórnendur skiptust á að leika undir, einnig ann- aðist Fríða Lárusdóttir undirleik. Guð- rún Tómasdóttir söng einsöng. Tveir trompetleikarar voru til aðstoðar. Tiu ár eru nú liðin frá síðasta söngmóti þessara kóra. Aðsókn var sæmilega góð og mikil ánægja ríkti með söngmótið. Að loknu söngmóti á laugardag var hóf í hoði hreppsnefndar Borgarness Og á sunnudag í boði bæjarstjórnar Ak raness. Sr. Leó Júliusson flutti avarp í Borgarneskirkju og sr. Einar Guðnason i Akraneskirkju. Ý mislegt. yígsluhátíð BústdSakirkju. Sunnu- daginn 28. nóv. 1971 var vígð ný kirkja i Reykjavík, Bústaðakirkja. l'jólmenni var rnikið við athöfnina. Herra Sigurbjörn Einarsson biskup v*gði kirkjuna. Sóknarpresturinn, sr. Ólafur Skúlason, prédikaði og kirkju- ^ór Bústaðasóknar söng undir stjórn organistans Jóns G. Þórarinssonar. Kórinn söng m .a. fjóra þætti úr fjall- ræðunni, tónverk eftir Jón Ásgeirsson, =amið i tilefni vígslunnar. Einsöngv- an var Friðhjörn G. Jónsson og orgel- íeikari Martin Hunger, en söngstjóri var sem fyrr segir, Jón G. Þórarinsson. Frá Kirkjukórasamhandi Islands. 1 lok septembermánaðar s.l. efndi nefnd sú, er stjórn K.í. kaus til þess að undirbúa og vinna að tónleika- haldi s.l. vor og sumar — í sambandi við 20 ára afmæli K.í. — til hófs i Átthagasal Hótel Sögu. Aðaltilefni hófs þessa var það, að nefndin ltafði á fundi sinum snemma í september samþykkt einróma að færa söngstjóranum, Jóni ísleifssyni organleikara við Neskirkju gjöf, sem þakklætis- og virðingarvott frá söng- félögum í afmæliskórnum — fyrir það féikna mikla starf, er hann lagði af mörkum í sambandi við æfingar og flutning tónverksins „Friður á jörðu“, eftir Björgvin Guðmundsson. Flestir söngfélaganna voru mættir í hófinu, þó annir hömluðu sumum, en allir vildu eiga þátt i gjöfinni, og má því segja að hún hafi verið gefin af heilum og óskiptum huga hvers og eins. Aðalsteinn Helgason, form. K.S.R.P. afhenti Jóni gjöfina, sem var gullúr úsamt skinni með eiginhandaráritun allra gefenda, sem voru um 70. Hann sagði meðal annars, að með þessari gjöf fylgdu góðar óskir og ORGANISTABLAÐIÐ 9

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.