Organistablaðið - 01.12.1971, Blaðsíða 6

Organistablaðið - 01.12.1971, Blaðsíða 6
Tónleikahald í Reyhjavík Neskirkja. Fyrstu kirkjutónleikar vetrarins voru í Neskirkju að þessu sinni. Gospeltemaet frá Finnlandi hélt þar tónleika 6. október. Þetta eru 6 ungir menn og konur, sem mynda lít- inn sólistakór. Þau sungu ýmist með eða án hljóðfæris. Einnig komu sumir fram sem einsöngvarar. Efnisskráin var tvískipt. I fyrri hlut- anum var m. a. Stahat Mater eftir Pergolesi, dúett úr messu í G-moll eftir Baeh, verk eftir Buxtehude og fleiri. I seinni hlutanum voru negra- sálmar auk annars. lláteigskirkja. Sunnudaginn 17. okt. voru tónleikar í Háteigskirkju. Flytj- endur voru organisti kirkjunnar Mar- tin Ilunger og Svala Nielsen ásamt litl- um söngflokk. A efnisskránni voru verk eftir Bach og Jón Leifs. Martin Hunger lék litla orgelmessu úr ..Klavierúbung 3 Teil“ og 4 dúetta. Svala Nilsen söng lög op. 12a og kórinn söng undir stjórn Mar- tins Ilungers 3 ísl. sálmalög op. 17h og Alþýðulög op. 32. IiústaSakirkja. Annan sunnudag í Aðventu hélt kór Bústaðakirkju tón- leika í hinni nývígðu kirkju safnaðar- ins. Stjórnandi var organleikari safn- aðarins, Jón G. Þórarinsson. Fyrst á efnisskránni var kór úr Júdas Maccaheus eftir Handel. Þá var flutt kantata eftir Buxtehude, Das Neugeborene Kindelein. Þriðja verk- efni tónleikanna var nýtt verk eftir Jón Ásgeirsson, sem samið var í tilefni kirkjuvígslunnar. Þetta verk er gert fyrir tenórsóló, kór og orgel, við texta úr fjallræðunni, en endar á sálmalag- inu Vor Guð er borg. Einsöngvari í þessu verki var Friðhjörn G. Jónsson. Síðasta verkefnið var messa í B-dúr eftir Mozart. Einsöngvarar voru Guð- rún Tómasdóttir, Margrét Eggertsdótt- ir, Garðar Cortes og Hjálmar Kjartans- son. Hljóðfæraleikarar sem aðstoðuðu voru nemendur úr Tónlistarskólanum í Reykjavík. Orgelleikari var Martin Ilunger. Dómkirkjan. Þriðja sunnudag í Að- ventu voru kammertónleikar í Dóm- kirkjunni. Helga Ingólfsdóttir, Rut Ingólfsdóttir, Pétur Þorvaldsson, Jón II. Sigurbjörnsson og Kristján Þ. Stephensen fluttu Barok-tónlist m. a. eftir J. S. Baoh. G. ihelzt eru notuð í kirkjum landsins eru: „Aðfangadagskvö 1 d jóla,“ „Á föstudaginn langa“ og „Jólaikvæði“. Hér er ékki rúm til að geta nema nokkurra aðalatriða úr ævi Sigvalda, en á jjessu ári kom út „Bókin um Sigvalda Kaldalóns" eftir Gunnar M. Magnúss. Utgefandi cr Skuggsjá. I 'bókinni er mikinn fróðleik að íinna og aftast í bókinni er skrá yfir sönglög hans. Sigvaldi andaðist í Reykjavik 28. júlí 1946. Lög hans munu lifa áfram með jijóðinni og eru honum verðugur minnisvarði. Kristján Sigtryggsson. 6 ORGANISTAISLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.