Organistablaðið - 01.12.1976, Page 1

Organistablaðið - 01.12.1976, Page 1
ORGANISX\BLADIÐ DÓMKIRKJAN í REYKJAVÍK Árið 1785 var svo ákveðið með konunglegri tilskipan, að biskups- stóllinn skyldi fluttur frá Skálholti til Reykjavíkur, en í Reykjavík var þá aðeins lítil og hrörleg sóknarkirkja, sem lítt þótti til þess fallin að vera dómkirkja, þó að notast yrði við hana um sinn. Ákveðið var því að reisa nýja kirkju á Austurvelli og var sú kirkja fullbyggð og vígð 1796, en hvorki var hún háreist né vönduð og þegar hún hafði staðið í 50 ár var hún næsta hrörleg og þótti varla messufær. Þá var ákveðið að endurbyggja kirkjuna og kunnur danskur húsa- meistari, L. A. Winstrup, fenginn til þess að gera uppdrætti að hinni nýju kirkju. Þó að í fyrstu væri ákveðið að hér yrði um endur- bætur að ræða, þá varð hér í raun og veru efnt til algjörlega nýrrar kirkjubyggingar, þó að veggir gömlu kirkjunnar væru notaðir, en hækkaðir stórum. Forkirkja var byggð við vesturgafl og kór við austurgaflinn. Var kirkjusmíði þessari lokið 1848 og kirkjan vígð 28. október það sama haust. Ber Dómkirkjan hinn sama svip enn í dag, en nokkrar viðgerðir hafa farið fram á kirkjunni á liðnum ár- um, og hún oft máluð utan og innan. Dómkirkjan á allmarga góða gripi, en dýrmætastur þeirra allra er skírnarfontur Thorvaldsens, er hann sjálfur gaf Dómkirkjunni og kom þangað 1839 (gerður í Róm á Ítalíu 1827). Altaristafla kirkjunnar er frá 1846. Altarisbúnaður og messuklæði í litum, eftir kirkjuári eru frá síðari árum.

x

Organistablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.