Organistablaðið - 01.12.1976, Blaðsíða 2

Organistablaðið - 01.12.1976, Blaðsíða 2
Þá má geta þess, að á lofti Dóm- kirkjunnar var Stiftsbókasafnið til húsa í nokkur ár og síðar Forngripa- safnið, áður en safnhúsið við Hverf- isgötu var byggt. Þá hafði Hið ísl. bókmenntafélag bókaforlag sitt á kirkjuloftinu í mörg ár. — Orgelið kom í Dómkirkjuna 1840, en pípu- orgel það sem nú er í kirkjunni er frá 1934. Óskar J. Þorláksson. Dómkirkjan. Mynd úr ferðabók J. Ross Browne, 1862. FYRSTA DÓMKIRKJUORGELIÐ í REYKJAVÍK Myndin. Hér birtist nú mynd af fyrsta dómkirkjuorgelinu í Reykjavík. — Myndina fengum við í Þjóðminjasafninu með góðfúslegu leyfi þjóð- minjavarðar og góðri fyrirgreiðslu starfsmanna safnsins. Það er Pét- ur Guðjohnsen sem situr við orgelið, en ekki berum vér kennsl á mennina fjóra sem niðri eru í kirkjunni. Pétur Guðjohnsen. Eins og kunnugt er var Pétur Guðjohnsen hvatamaður að því að keypt var orgel í Dómkirkjuna í Reykjavík. Hann var þá við nám í kennaraskólanum í Joenstrup á Sjálandi (1837—1840). Þar lærði hann söng og organslátt. „Þegar hann kom til Kaupmannahafnar, opnaðist fyrir honum nýr heimur eigi aðeins fyrir augum hans, heldur og fyrir eyrum hans. Hin indæla sönglist birtist honum nú í allri sinni fegurð og gagntók svo huga hans, að hann gekk þegar fagnandi undir hennar merki og varð hinn ótrauðasti liðsmaður hennar alla ævi síðan.“ Hann hugs- aði til kirkjusöngsins og skemmtisöngvanna á íslandi og þegar hann bar þetta saman við þá tónlist sem hann kynntist í Danmörku þótti honum ástandið í tónlistinni á Islandi vera svo aumlegt „að hann hét því þá að gjöra allt, sem í sínu valdi stæði, til að bæta úr því, og þetta heit efndi hann trúlega." 2 ORGANISTABLAÐIÐ |

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.