Organistablaðið - 01.12.1976, Blaðsíða 8

Organistablaðið - 01.12.1976, Blaðsíða 8
ORGANISTANÁMSKEIÐ Dagana 29. ágúst til 5. sept. sl. haust var haldið organistanám- skeið í Skálholti af Hauki Guðlaugssyni söngmálastjóra og er það annað haustið í röð, sem slíkt námskeið er haldið. Kennarar auk hans voru Daníel Jónasson, Fríða Lárusdóttir, Glúmur Gylfason, Guðrún Tómasdóttir, Tónas Ingimundarson og Njáll Sigurðsson. Námskeiðið hófst með messu kvöldið 29. ágúst, sr. Eiríkur J. Eiríksson flutti ræðu og sr. Guðmundur Óli Ólafsson þjónaði fyrir altari. Skálholtskórinn söng. Glúmur Gylíason lék á orgelið. Kennsla fór fram í hóptímum og einkatímum í Lýðháskólanum og Skálholtskirkju. Nemendur og kennarar æfðu saman nokkur kórlög og voru þau flutt á samsöng í kirkjunni, og hljóðrituð til væntanlegs flutnings í útvarpið. Nemendur fengu nokkuð af fjölrituðu efni m. a. nótur fyrir kór- söng og orgel. Einnig voru kynntar nótnabækur, sem hægt var að kaupa eða panta síðar. Á kvöldin voru samkomur og komu þangað vel þegnir gestir, þeir Árni Kristjánsson, Arnór Hannibalsson og Hjálmar Þorsteinsson. Helgi Ólafsson sýndi kvikmynd frá fyrra námskeiði. Hverjum degi lauk með helgistund í kirkjunni, sem sr. Guðmund- ur Óli Ólafsson og sr. Heimir Steinsson önnuðust. Þátttakendur á námskeiðinu voru yfir þrjátíu af öllum landshorn- um. Auk margþættrar fræðslu sem nemendur fengu hjá kennurum sínum fengu þeir ómetanlegt tækifæri til að ræða sameiginleg vanda- mál og kynnast starfi hvers annars, sem getur Ieitt til virkara sam- bands eða e. t. v. samstarfs organista í framtíðinni. Þ.B. 8 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.