Organistablaðið - 01.12.1984, Blaðsíða 1

Organistablaðið - 01.12.1984, Blaðsíða 1
ORGANISTABLAÐIÐ Danskt sálmatónskáldíslendinga Andreas Peter Berggreen (1801-1880). Fyrsta íslenska sálmasöngs- og messubók sem gefin var út ef frá er talin útgáfustarfsemi Guöbrandar biskups Þorlákssonar, er án efa samnefnd bók eftir þann íslending, sem fyrstur helgaöi sig söngmennt aö aðalstarfi, Pétur Guðjónsson (síöar Guðjohnsen), sem var dómkirkjuorganisti í Reykjavík °g söngkennari viö latínuskólann um og eftir miöja síðustu öld. Bók þessi, sem var gefin út af Hinu íslenska Bókmenntafélagi og prentuö hjá Thiele í Kaupmannahöfn, kom út áriö 1861. Þetta brauðrvðjendaverk á íslenska vísu fileinkaöi höfundurinn „fyrst og fremst hinu ágæta, læröa tónskáldi, mínum ógleymanlega vini og velgjörðarmanni, Herra prófessori riddara daneborgs- orðunnar, Andreas Peter Berggreen, organista viö þrenningar kirkju í Kaupmannahöfn og yfirumsjónarmanni saungkennslunnar í skólum Dan- aveldis, sem meö hinu ástúðlegasta hjarta tekur aö sér allt þaö er íþróttina snertir, og meö hinu fjörugasta kappi vinnur sitt hiö fagra dagsverk,1' „veröi Þessi vinna mín helguö honum meö innilegasta þakklæti fyrir alla vináttu Þans, hjálp og aðstoð í verki mínu“. Skyldi Pétur, þá hann reit tilvitnuð orö rétt eftir miöja síðustu öld, hafa rennt grun í það, aö sá maður, sem hann lofaði svo ætti á komandi áratugum eftir aö verða þaö tónskáld, sem yrði íslendingum hvaö hjartfólgnast. Erfitt er að geta sér til um svar við þessari spurningu, en víst er að þegar á þessum árum var Berggreen þekkt tónskáld í Danmörku, en Þó öllu þekktari sem kennari, en eins og fram kemur í áöur tilvitnuöum orðum Péturs tók hann allt það að sér, er íþróttina snerti af ástúðlegasta hjarta. Það mun fátt sannara en að sálmalög Berggreen hafi náö hjörtum íslendinga. Nægir þar aö nefna nokkur og er þó aðeins stiklað á stóru:

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.