Organistablaðið - 01.12.1984, Blaðsíða 4

Organistablaðið - 01.12.1984, Blaðsíða 4
Fyrst 'og frcmst af öllum llinn ágæta lœrða tónaskáldi, mínum ógleýmanlcga vini og velgjörðamanni llcrra prófcssóri, riddara danebrogsorðunnar, ANDREAS PETER RERGGREEN, Organista við prenníngar kirkju í Kaupmannnhðfn og yflrumsjdnarmanni saung- kcnnslunnar í skóluin Danavcldis, sem með liinu ástúðlegasta lijarta tekur að ser allt |>að er íþróttina snertir, og með hinu fjörugasta kappi vinnur sitt hið fagra dagsvcrk, skólum Danmerkur. Áriö 1878 hlaut hann heiðursdoktorsnafnbót við háskólann í Kaupmannahöfn. Auk tónlistar hneigðist hugur Berggreen að ritlist og bókmenntum. Hann ritstýrði um tíma tónlistarblaði, sem kom vikulega út. Brennandi i andanum vann hann það brautryðjendaverk 1843 að koma á fót útgáfufyrirtæki til þess að útbreiða almenna sönghreyfingu í Danmörku. Hann helgaði mikinn hluta krafta sinna söfnunarstarfi og gaf út á árunum 1842-1847 fjögur bindi af þjóðlögum, innlendum og erlendum, sem hann hafði safnað og útsett með píanóundirleik. Hvað sem segja má um tónlistarlegt gildi þessara útsetninga vann hann með þessu stórmerkt starf, sem haft hefur í för með sér mikla þýðingu fyrir eftirkomandi kynslóðir. Þrátt fyrir lítinn tíma aflögu reyndi hann að semja eigin lög, og fyrir utan sálmalögin, sem við þekkjum sennilega þjóða best, liggja eftir hann nokkrar kantötur, en þær hafa að mestu fallið í gleymsku og eru sjaldan fluttar. Sem sálmatónskáld haslaði hann sér hins vegar ómótmælanlega völl. Bæði var að hann var vammlaus og vel kristinn og eins virtist honum létt að semja einföld og stílhrein lög, sem féllu vel að sálmum og greiþtust fljótt inn í söngvitund manna. Er ekki að efa að mörg íslensk tónskáld, sérstaklega þau, er sömdu tónlist um og eftir síðastliðin aldamót hafa verið undir áhrifum frá Berggreen. Margir eru kallaðir, en fáir eru útvaldir. Mörg eru þau tónskáldin, sem 4 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.