Organistablaðið - 01.12.1984, Blaðsíða 26

Organistablaðið - 01.12.1984, Blaðsíða 26
Arni Björnsson heiðraður af Tónlistarsjóði þjóðkirkjunnar. Tónlistarsjóöur þjóökirkjunnar hefur veitt Árna Björnssyni tónskáldi viðurkenningu og afhentu forráöamenn sjóösins tónskáldinu viöurkenningu á heimili hans í Reykjavík þ. 19. des. sl. í stjórn tónlistarsjóðsins eru Haukur Guölaugsson, söngmálastjóri þjóðkirkjunnar, Jón Nordal, skólastjóri Tónlistarskóla Reykjavíkur, og Jón Óskar, rithöfundur. „Þaö þótti vel við hæfi aö Árni hlyti þessa viöurkenningu," sagði Haukur. „Hann er löngu þjóðkunnur af verkum sínum, sem mörg hver eru í þjóðlegum stíl og hann er sísemjandi ennþá, þótt heilsa hans yrði fyrir áfalli fyrir nokkru. Hann semur verk oft á göngu og þarf aldrei aö taka I hljóöfæri þegar hann er að semja, frekar en ýmsir aðrir meistarar." Haukur gat þess einnig, aö á næsta ári yröi Árni áttræöur. „Á því mikla tónlistarári, en þá eru liðin 300 árfrá fæðingu Bachs, Handels og Dominico Scarlattis, sem allir voru fæddir áriö 1685.“ 26 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.