Morgunblaðið - 16.11.2009, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 16.11.2009, Blaðsíða 18
18 Minningar MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. NÓVEMBER 2009 ✝ Hlín Stefánsdóttirfæddist í Haganesi í Mývatnssveit 21.10.1915. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Hlíð 5. nóvember 2009. Hún var dóttir hjónanna Áslaugar Sigurðardóttur frá Arnarvatni, f. 20.12. 1884, d. 1979 og Stef- áns Helgasonar, Haga- nesi, f. 30.05. 1884, d. 1972. Systkini Hlínar voru Sigurður, f. 1905, Helgi, f. 1912, Hjördís, f. 1918 og Ívar Haukur, f. 1927 og eru þau öll látin. Eiginmaður Hlínar var Rögnvald- ur Rögnvaldsson, f. á Litlu Þverá í Miðfirði 21.10. 1912, d. 15.11. 1987, sonur Margrétar Björnsdóttur og Rögnvaldar Hjartarsonar Líndal. Dætur Hlínar og Rögnvaldar eru: A) Margrét, f. 26.5. 1940. Sonur Mar- grétar og Péturs G. Helgasonar er Rögnvaldur Dofri, f. 1960, maki Sig- ríður Björk Guðmundsdóttir, dóttir hennar er Rakel Sölvadóttir. Börn Rögnvaldar Dofra og fyrri eiginkonu hans, Unnar Bjarnadóttur, eru Mar- grét, f. 23. 10. 1989, d. 1992, Pétur og Bjarni. Dóttir Unnar og stjúpdóttir sambýlismaður hennar, Unnar Sveinn Helgason, eiga dótturina Úlf- hildi Örnu. Hlín ólst upp í Haganesi. Eftir hefðbundið nám í sveitinni var hún einn vetur í Alþýðuskólanum á Laug- um. Þaðan lá leiðin til Akureyrar í nám í kjólasaumi og svo til Reykja- víkur í frekara nám í saumaskap. Þar kynntist hún Rögnvaldi og árið 1939 hófu þau búskap á Akureyri. Þau bjuggu um skeið í Haganesi en frá 1949 á Akureyri, lengst af í Munka- þverárstræti 22. Nánast allan starfs- aldur þeirra hjóna unnu þau saman við umsjón og rekstur almenningssal- erna bæjarins, við rekstur Verslunar- innar Hlín og RR búðarinnar og síð- ast við húsvörslu og ræstingar hjá Akureyrarbæ. Hlín vann einnig á um tíma við saumaskap í Sambandsverksmiðj- unum. Með vinnu utan heimilis tók Hlín alla tíð að sér að sníða föt og sauma heima fyrir fólk. Hlín og Rögnvaldur ólu að miklu leyti upp dótturson sinn Rögnvald Dofra. Hlín var ákaflega vandvirk og virt sem saumakona, tók þátt í ýmsu fé- lagsstarfi, hafði yndi af ljóðlist og tónlist. 2004 flutti Hlín á Dvalarheimilið Kjarnalund og í júlí 2008 á hjúkr- unardeild Hlíðar. Útför Hlínar fer fram frá Akureyr- arkirkju í dag, 16. nóvember og hefst athöfnin kl. 13.30. Dofra er Nanna Krist- ín Magnúsdóttir. Börn Margrétar og fyrri eig- inmanns hennar Brynj- ars H. Jónssonar, f. 18.9. 1935 eru: 1) Stef- án Tryggvi, f. 1965, sambýliskona Sigríður Erla Sveinbjörnsdóttir, sonur hennar er Júlíus Arnarsson. Stefán og Silja Sverrisdóttir eiga dótturina Andreu Báru. Stefán og El- ínborg Björnsdóttir eiga soninn Agnar Dofra. 2) Guðrún Hlín, f. 1967, maki Hlynur Bjarkason. Börn þeirra eru Katrín og Bjarki. 3) Björn Ágúst, f. 1977, sambýliskona Svanhildur Edda Kristjánsdóttir. Brynjar og Margrét skildu. Pétur G. Helgason, f. 27.07. 1932, d. 2004, barnsfaðir Margrétar, var síðari eiginmaður hennar. B. Dóttir andvana fædd 9. ágúst 1942 C. Úlfhildur, f. 1.9. 1946, maki Hákon Hákonarson, f. 6.2. 1945. Börn þeirra eru: 1) Hákon Gunnar, f. 1967, maki Petra Halldórsdóttir. Börn þeirra eru Álfhildur Rögn og Hákon Birkir. 2) Helga Hlín, f. 1972. Dóttir Helgu Hlínar og Sigurðar Guðmundssonar er Aðalborg Birta. Helga Hlín og Ég skrifa þessar línur til þess að minnast ömmu minnar og afa. Vorið 1960 fæddist ég í hjónarúmi þeirra í Munkanum. Þegar til stóð að ég flytti með mömmu og pabba frá ömmu og afa tók gamanið að kárna og mér leist ekki á blikuna. Amma tók af skarið og sagði að ef elsku drengurinn, en það kallaði hún mig gjarnan, vildi vera hjá þeim þá yrði það þannig og varð niðurstaðan varð sú að ég varð eftir hjá ömmu og afa og ólst þar upp, raunar með heimili á báðum stöðum. Hjá ömmu og afa naut ég taum- lausrar væntumþykju og ástúðar í alla staði og hafa sumir haldið því fram að ég hafi verið ofdekraður. Amma spældi fyrir mig egg eða sauð fyrir mig baunasúpu ef ég sagðist vera svangur og skipti þá engu máli þótt komið væri langt fram á kvöld. Fyrstu árin svaf ég á milli ömmu og afa og fram að fermingaraldri í sama herbergi og þau. Á kvöldin sagði amma mér sögur af alls kyns furðu- verum úr Mývatnssveitinni og afi kenndi mér bænir sem alltaf var far- ið með upphátt fyrir svefninn. Afi var hestamaður og átti jafnan góða hesta. Þau gáfu mér hest þegar ég var 4 ára og fórum við gjarnan sam- an í útreiðatúra á hestunum okkar þeim Skjóna, Grána og Blesa. Þau höfðu líka sýn á lífið og tilveruna, voru jafnaðarmenn og stóðu ætíð með þeim sem minna máttu sín. Afi sagði mér frá því að þegar hann var drengur og móðir hans lá mikið veik, hafi hún sagt við hann, „Valdi minn, stattu alltaf með lítilmagnanum“. Ég veit að afi hefur ætíð virt þessa ósk móður sinnar. Amma rak barna- fataverslun á árunum upp úr 1960. Einhverju sinni fyrir jól kom í búð- ina maður sem amma þekkti vel, hann stakk inn á sig barnafötum og fór út án þess að borga. Þegar hún var innt eftir því af hverju hún hefði ekki stoppað manninn, sagði hún að þetta væri fátækur maður sem lang- aði að gleðja börnin sín, það væri ekki hægt að meina honum það. Ég minnist þess aldrei að amma hafi nokkurn tímann skammað mig. Afi gat hækkað róminn ef honum mis- líkaði við mig. Þá sjaldan það gerðist kom amma mér ávallt til varnar. Afi var fæddur að Litlu Brekku í Miðfirði en amma í Haganesi í Mý- vatnssveit. Ferðir á bátnum með Ív- ari út í eyjar og hólma, ganga með ömmu þar sem hún sýndi manni hvar Skessan í Bláhvammi átti heima eða veiði í ánni með afa, allt er þetta ógleymanlegur hluti af æv- intýraheimi. Bæði voru nátengd sveitinni. Afi, sem var hagyrðingur góður orti mörg af sínum fallegustu kvæðum um sveitina og dylst það engum sem heyrt hafa kvæði hans um Mývatnssveitina hversu mikið hann unni þeim stað. Í faðmi ömmu og afa átti maður alltaf öruggt skjól og þangað var jafn gott að leita í gleði og sorg. Afi lést 75 ára að aldri haustið 1977. Amm var frá miðju ári 2008 á sjúkradeildinni í Hlíð. Þar var sem amma gengi í endurnýjun lífdaga, svo falleg, glöð og vel til höfð. Ég þakka starfsfólkinu í Hlíð fyrir alla þá væntumþykju og alúð sem það sýndi ömmu minni. Ég þakka þér amma mín fyrir það góða veganesti sem þú og afi gáfuð mér og vona að mér takist að rækta þau góðu gildi sem þið stóðuð fyrir, manngæsku, kærleika og trú á Guð. Rögnvaldur Dofri Pétursson. Fallin er nú frá í hárri elli Hlín Stefánsdóttir frá Haganesi í Mý- vatnssveit. Hlín var tengdamóðir mín og góður félagi alla tíð. Það er margs að minnast allt frá því að ég fór að venja komur mínar í Munka- þverárstræti 22 hér á Akureyri, en þar var heimili Hlínar og mannsins hennar Rögnvaldar Rögnvaldssonar um langan tíma. Þar var mjög gest- kvæmt og margt skemmtilegt fólk bar þar að garði. Mikið var spjallað um alla heima og geima og málefnin krufin til mergjar enda var Hlín mjög fróð og ræðin. Hún hafði sterkar skoðanir á mönnum og mál- efnum, hún var sannur vinstrimaður og lagði sig alla fram við að túlka skoðanir sínar. Réttlætiskennd Hlínar var afar sterk, og naut hún sín sérstaklega vel þegar hún brýndi fyrir okkur yngra fólkinu að láta aldrei deigan síga í baráttunni fyrir réttlátara og betra samfélagi. Það væri mikilvægur hluti lífsins, og í öllum þeim ójöfnuði sem hvarvetna blasti við vildu menn á annað borð sjá það, væri ærin verk að vinna til að koma í framkvæmd jöfnuði milli manna og hjálpa þeim mörgu sem ættu undir högg að sækja. Sá sem ekki hreifst með tengdamömmu þegar hún las okkur pistilinn hlýtur bókstaflega að hafa haft pólitíska trú, ekki skoðanir. En þrátt fyrir sínar sterku meiningar var Hlín afar umburðarlynd við okkur samferða- fólkið. Hjálpsemi hennar var ein- stök. Ef Hlín vissi af einhverjum sem þarfnaðist hjálpar var hún boð- in og búin að veita aðstoð og gefa af sínu. Þá skipti ekki máli hver við- komandi var, ef einhvern vantaði hjálp þá var Hlín það mikil ánægja að geta komið til aðstoðar. Hún var drengur góður. Kæra tengdamamma. Það er svo ótal margs að minnast eftir þessi kynni sem hafa nú staðið í tæpa hálfa öld. Það var svo sannarlega oft glatt á hjalla í kringum okkur og gaman að rifja upp mörg af þínum hnyttnu tilsvörum, en það verður að bíða betri tíma. Ekki er hægt að fjalla um þessa heiðurskonu án þess að minnast á saumakonuna Hlín. Ég er ekki viss um að allir sem sáu hana og hennar fólk ganga hér um göt- urnar klædd eins og klippt út úr tískublaði, hafi vitað að þennan fatn- að hafði hagleikskonan Hlín saumað sjálf í flestum tilfellum. Hún var hreinasti snillingur við saumavélina, og skipti þá engu hvort hún var að sauma dressin á sjálfa sig eða aðra. Kvenfatnaður af öllum gerðum, jafnvel karlmannajakkaföt, ásamt öllum þeim fötum sem hún saumaði á barnabörnin, bar snillingnum ótví- rætt vitni. Þar var enginn viðvan- ingur að verki. Í minningunni þá rætt er um þennan þátt í lífi Hlínar verður lengi í minnum haft þegar hún kom til dóttur sinnar með nýj- asta vortískublaðið frá París í hend- inni og rétti henni það og spurði með bros á vör: Í hvað langar þig? Ég vil að lokum þakka þér, kæra Hlín, fyrir alla hjálpsemina, um- hyggjuna og vinsemdina við okkur Úllu þína, börnin okkar, tengdabörn og barnabörn. Minningarnar um þig eru góðar. Hákon Hákonarson. Hlín Stefánsdóttir ✝ Rúnar Örn Haf-steinsson fæddist í Reykjavík 25. sept- ember 1978. Hann lést á krabbameinsdeild Landspítalans við Hringbraut 8. nóv- ember síðastliðinn. Foreldrar hans eru Hafsteinn Sig- urjónsson, f. 24. mars 1958 og Guðmunda Ingimundardóttir, f. 9. júlí 1959. Þau skildu. Maki Hafsteins er Jón- ína Ólöf Sighvats- dóttir, f. 20. september 1960. Maki Guðmundu er Þórarinn Björn Guð- mundsson, f. 1. apríl 1959. Systir Rún- ars Arnar er Rakel Ösp Hafsteins- dóttir, f. 19. janúar 1982, maki Reynir Örn Jóhannsson, f. 5. júní 1981. Sonur þeirra er Ernir Rúnar Jóhannsson, f. 2006 og Emil Karel Einarsson, f. 5. mars 1994 Rúnar Örn bjó fyrstu ár ævi sinn- ar á Hornafirði en flutti til Reykja- víkur árið 1992. Á unglingsárum gekk hann í Hagaskóla og lauk stúd- entsprófi frá Verzlunarskóla Íslands árið 1999. Rúnar Örn hóf nám í verk- fræði við Háskóla Íslands haustið 1999, starfaði meðfram námi við kennslu í Verzló og einnig hjá Ís- landsflugi. Hann kláraði tvö ár við verkfræðideild Háskóla Íslands en hélt svo utan til náms í flugvéla- og eldflaugaverkfræði vorið 2001 og lauk meistaragráðu (Dipl.-Ing.) frá Technische Universität í München vorið 2005. Rúnar hóf störf við aðal- áhugamálið, flug, hjá Air Atlanta sama haust og var einnig stunda- kennari við Verkfræðideild Háskóla Íslands. Flug var mikil ástríða Rún- ars Arnar og allt sem því tengist en hann var kominn langt með að klára einkaflugmannsprófið er hann lést. Útför Rúnars Arnar fer fram frá Digraneskirkju í dag, 16. nóvember, og hefst athöfnin kl. 15. Jarðsett verður í Garða- kirkjugarði. 2. október 2009. Bræð- ur Rúnars Arnar eru Samúel Arnar Haf- steinsson, f. 7. október 2002 og Hafsteinn Ern- ir Hafsteinsson, f. 10. desember 2003. Hinn 31. október 2009 kvæntist Rúnar Örn Unu Björgu Ein- arsdóttur, f. 25. febr- úar 1977. Dóttir þeirra er Arna Eir U. Rúnars- dóttir, f. 2. september 2008. Foreldrar Unu Bjargar eru Einar Ár- mannsson, f. 16. maí 1953 og Ásdís Garðarsdóttir, f. 28. janúar 1957. Bræður Unu Bjargar eru Ármann Einarsson, f. 5. september 1982, maki Þórhalla Sólveig Jónsdóttir, f. 20. febrúar 1980, sonur þeirra er Jón Hjaltalín Ármannsson, f. 17. janúar Sonur minn Rúnar Örn er farinn, dáinn; hvað getur móðir sagt? Þetta er svo erfitt, svo óréttlátt svo sárt. Hann hafði svo mikið að lifa fyrir og var alla tíð svo duglegur og sterk- ur strákur. Búinn að berjast við þennan vágest, krabbameinið, í 14 ár, hafði alltaf betur og lét aldrei bugast. 1980 flytjum við á Hornafjörð. Hann var rúmlega þriggja ára þegar Rakel Ösp kom í heiminn. Systir hans var alltaf í miklu uppáhaldi hjá hon- um, hann passaði hana alltaf svo vel. Hann var mikill grallari og fannst mjög gaman að leika sér í mold og drullu og fannst bara í góðu lagi að koma inn skítugur upp fyrir haus. Lego-kubbarnir heilluðu alltaf ungan pilt ásamt öllu sem tengdist flugi, ekki ófáar Lego-flugvélarnar sem hann gerði og þegar aðrir strákar söfnuðu smábílum þá safnaði hann smáflugvélum. Skólagangan var honum auðveld, en samt smáerfið fyrir okkur foreldr- ana, þar sem honum fannst algjör óþarfi að að gera vinnubækur og eitt- hvert svona föndur og dútl. Stærð- fræðin og eðlisfræðin voru hans fög, það reyndist honum létt verk að reikna, þar var hann bestur, einnig mikill pælari og grúskari. Ekki las hann sögu- eða ævintýra- bækur sem krakki, heldur voru það alls konar tæknibækur sem heilluðu hann. Alla tíð þurfti hann að eignast allt það nýjasta sem tengist græjum og tækjum. Tala nú ekki um flug- áhugann, hann var meðfæddur hjá honum. Árin á Hornafirði voru góð. Systkinin að vaxa úr grasi, kátir krakkar sem auðvelt var að ala upp. Á sumrin fórum við í margar ferðir með tjaldvagninn okkar og fannst systkinunum það mjög gaman. Ekki þótti þeim heldur leiðinlegt þegar pabbi þeirra svæfði þau með „Palla og Magga“-sögum, þá var mikið skríkt, þeim fundust þetta svo fyndn- ar sögur, en í raun var hann bara að endursegja daginn og hvað þið sjálf höfðuð verið að bralla, gerði það svo skemmtilega á þennan hátt. Vorið 1992 flytjum við suður og Rúnar Örn fer í Hagaskóla, síðan lá leiðin í Versló. Það var svo á öðru ári sem hann greinist með beinkrabba í hné og allt fór á fullt að finna viðeig- andi lækningu við því. Hann fer til Svíþjóðar í aðgerð og síðan tekur við lyfjameðferð hérna heima. Hann tók þessu af miklu æðruleysi og var ótrúlega sterkur í gegnum þetta allt saman, hann sagði þetta vera verkefni sem hann þyrfti að vinna að. Það var erfitt fyrir móðurina þegar hann flutti til Þýskalands til að læra flugvélaverkfræði. Hann bjó þar í 4 ár með Kristínu, fyrrverandi unnustu sinni, sem var dugleg að styðja hann í veikindum alla tíð. Þau áttu góð ár í Þýskalandi. Síðla vetrar 2005, þá kominn heim, kynnist hann Unu Björgu sem er búin að standa eins og klettur við hlið hans og vera svo dug- leg í þessari baráttu. Ég gleymi aldr- ei aðfangadegi 2007 þegar Rúnar og Una komu og gáfu mér fallegustu jólagjöf sem ég hef nokkru sinni fengið, það var fréttin um að þau ættu von á barni. Og ljósgeislinn hún Arna Eir er svo mikill gleðigjafi fyrir okkur öll, svo auðvelt og þægilegt barn, sem því miður er að missa af því að kynnast pabba sínum. Við munum halda minningu hans á lofti og segja henni prakkarasögur af honum, sýna henni myndir og myndbönd, svo hún læri að þekkja hann föður sinn og minnast hans. Vil ég þakka Unu fyrir hvað hún er búin að vera dugleg í bar- áttunni með honum, einnig vil ég þakka Helga Sigurðssyni lækni og hjúkrunarfólki á 11E LSH fyrir þeirra starf. Minning þín er ljós í lífi okkar. Mamma. Í dag kveð ég Rúnar, eiginmann, barnsföður og klettinn minn, en hann var kallaður á braut að morgni dags 8. nóvember eftir erfið veikindi. Það er ótrúlegt að einungis viku eftir brúðkaupið, einn besta dag í mínu lífi, hafi sá versti runnið upp. Meinið sigraði að lokum. Það er erfitt að koma í orð öllu því sem maður vill segja um manninn sem maður elskar en Rúnar var ótrúlegur persónuleiki. Hann var umhyggjusamur, mikill pabbi í sér, einlægur, meistarakokk- ur, klár, græjukarl, hreinskilinn, dríf- andi, gjafmildur, sjálfstæður, músík- alskur, húmorískur, þrjóskur og fróðleiksfús. Ef eitthvað vakti áhuga hans leitaði hann sér upplýsinga og við gátum talað saman um allt á milli himins og jarðar, við vorum lík en jafnframt ólík. Við rökræddum um pólitík, enda með ólíkar skoðanir, töluðum um tón- list, kvikmyndir og menn og málefni en Rúnar var ótrúlega vel að sér í mörgu. Rúnar átti ófá áhugamál; flugið og allt sem því tengist, elda- mennsku, ferðalög, skotveiði og græjur af öllum toga. Rúnar þurfti ekki mikið rými né mikið efni til að búa til dýrindis máltíð, enda sá hann um alla eldamennsku á heimilinu og lagði sig alltaf fram um að hafa eitt- hvað framandi á boðstólum. Ferðalög voru áhugamál sem við ræktuðum mikið saman og á ferðalögum gat hann sameinað þrennt sem einkenndi hann; fróðleiksfýsnina, matargúrúið og ferðalanginn. Ég er ótrúlega þakklát fyrir þann tíma sem við áttum saman en Rúnar kenndi mér svo ótrúlega margt og gaf mér það dýrmætasta sem ég á, Örnu Eiri, dóttur okkar. Rúnar lifði lífinu lifandi og sannaði svo um mun- aði að allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi. Hann háði marga baráttuna við krabbameinið og tók hverri þraut með jafnaðargeði og kvartaði ekki, aldrei, sama hvað á hann var lagt. Rúnar var hörkutól sem vílaði ekki fyrir sér að vinna fulla vinnu, kenna uppi í háskóla og skreppa svo í eins og eina lyfjameðferð. Rúnar var mikill fjölskyldumaður og á afar samhenta fjölskyldu sem er okkur Örnu Eiri mjög dýrmæt. Þau voru sem klettur við hlið okkar og voru mikill styrkur og hjálp í veik- indum Rúnars, slíkt er ómetanlegt. Að lokum vil ég þakka fjölskyldu Rúnars og Helga Sigurðssyni lækni fyrir að berjast við hlið hans öll þessi ár, starfsfólki 11E, Hringbraut, og vinnuveitendum og samstarfsfólki Rúnars hjá Air Atlanta. Una Björg Einarsdóttir. Rúnar Örn Hafsteinsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.