Morgunblaðið - 16.11.2009, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 16.11.2009, Blaðsíða 19
Minningar 19 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. NÓVEMBER 2009 ✝ Guðrún SteinunnHalldórsdóttir fæddist í Reykjavík 21. apríl 1929. Hún lézt í hjúkrunarrými á Grund, dvalar- og hjúkrunarheimili í Reykjavík 1. nóv- ember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Halldór Ragnar Gunnarsson, f. 26.4. 1896, d. 29.2. 1964, og Steinunn Guðrún Gunnarsson (fædd af íslenzkum foreldrum í Kanada og kölluð Solvason), f. 5.9. 1901, d. 7.10. 1989. Systkini Guð- rúnar voru þrír bræður: Rútur, f. 15.9. 1925, d. 10.11. 1998, Gunnar Kristinn, f. 23.1. 1928, d. 12.7. 1936, og Brynjólfur Hermann, f. 7.8. 1930, d. 17.1. 2006. Eiginmaður Guðrúnar er John Brian Dodsworth, f. á Englandi 6.3. 1936, en þau giftust 5.10. 1961 og bjuggu lengst af eða frá 1965 í þorpinu Girton við Cambridge á Englandi, þar sem Brian var bókavörður við háskóla- bókasafnið. Áður hafði Guðrún stundað nám við Tónlistar- skólann hér í Reykja- vík og við húsmæðra- skóla í Sorø í Danmörku; hún hafði líka unnið skrif- stofustörf á lög- mannsstofu í Reykja- vík og síðast sem deildarstjóri við skýrsluritun á Tryggingastofnun ríkisins. Guðrún veiktist skyndilega 10. júlí 2008 á meðan þau hjónin voru stödd hér á Íslandi, og átti hún ekki fótaferð síðan. Útför Guðrúnar fer fram frá Dómkirkjunni í dag, 16. nóvember og hefst athöfnin klukkan 15. Við kynntumst heiðurshjónunum frú Guðrúnu Steinunni Halldórs- dóttur og dr. Brian Dodsworth árið 1974 þegar við dvöldumst ásamt þrem yngri börnum okkar í Cam- bridge á Englandi. Mjólkurpóstur- inn í hverfinu okkar kom okkur saman og tókust með okkur góð kynni og vinátta sem hefur enst alla tíð síðan. Börnin okkar gerðu sig fljótt heimakomin hjá þeim Guð- rúnu og Brian og þau áttu hvert bein í börnunum og létu allt eftir þeim, þau lánuðu þeim t.d. reiðhjól og leyfðu þeim að hjálpa sér í garð- inum, tína epli og ýmislegt annað. Við áttum síðar oft erindi til Cam- bridge og tóku þau ætíð mjög vel á móti okkur og vildu allt fyrir okkur gera. Tvö barna okkar nutu líka góðsemi þeirra þegar þau síðar voru við nám í Cambridge. Guðrún var mjög listræn kona og mótaði listmuni í leir, einkum brjóstmyndir af fólki sem sýna frá- bæra hæfileika hennar. En það háði henni hve hlédræg hún var og ófús að koma listaverkum sínum á fram- færi. Hún var mikil húsmóðir og heimili þeirra hjóna bar vott um snyrtimennsku og smekkvísi. Dr. Brian var bókavörður við Háskóla- bókasafnið í Cambridge, hann er norrænufræðingur og á sjálfur mik- ið safn íslenskra bóka einkum textaútgáfur íslenskra fornrita. Á heimili þeirra ríkti það besta í ís- lenskri og breskri menningu. Hjón- in voru mjög samrýnd og gott að vera í návist þeirra. Þau töluðu allt- af saman á íslensku og lásu ís- lensku blöðin og fylgdust vel með því sem gerðist á Íslandi. Þau voru líka eins konar sendiherrar Íslands í Cambridge og tóku fagnandi á móti mörgum Íslendingum sem áttu leið til Cambridge. Þau hjónin komu árlega til Íslands en þar áttu þau fagurt heimili við Sólvallagötu í Reykjavík, æskuheimili Guðrúnar, og sumarbústað við Álftavatn. Í síð- ustu ferðinni til Íslands veiktist Guðrún skyndilega og átti við erfið veikindi að stríða síðasta árið og stóð Brian við hlið hennar eins og klettur og studdi hana eins og hægt var. Við viljum þakka Guðrúnu fyrir góða vináttu og trygglyndi við okk- ur og börn okkar og sendum dr. Brian innilegustu samúðarkveðjur. Guðrún Magnúsdóttir og Jón Sveinbjörnsson. Látin er góð vinkona okkar hjóna, Guðrún Dodsworth. Við átt- um því láni að fagna að kynnast henni fyrir allmörgum árum og njóta samvista við þau hjónin, bæði hér heima á Íslandi og einnig á heimili þeirra í Cambridge á Eng- landi. Þar var Brian yfirbókavörður í Háskólabókasafninu og sá um það að safnið væri afar vel búið að ís- lenskum og norrænum bókum. Við höfum dvalið tvívegis langdvölum þar í borg og þá notið einstakrar vináttu og umhyggju þeirra Guð- rúnar og Brians. Og kunnugt er okkur um fleiri Íslendinga sem áttu sama láni að fagna. Stundum hugð- umst við reyna að endurgjalda góð- vild þeirra og bjóða þeim heim til okkar, en þá gerðist það iðulega að Guðrún sneri vopnunum í höndum okkar og bauð okkur í staðinn til hins indæla heimilis þeirra þar sem hún veitti okkur hvers kyns kræs- ingar. Og við eigum margar góðar minningar frá skemmtilegum og fróðlegum ferðum þegar þau Brian óku með okkur í bifreið sinni og sýndu okkur ýmsa merkisstaði í ná- grenni borgarinnar. Síðar höfum við og börnin okkar einnig átt góð- ar stundir með Guðrúnu hér heima þegar hún hefur dvalið hér sum- arlangt á fyrri árum. Nú er hún horfin sjónum, en eftir lifa minningarnar um þessa góðu og frábærlega gestrisnu vinkonu okk- ar. Við sendum Brian hjartanlegar samúðarkveðjur við fráfall hennar og biðjum Guðrúnu allar blessunar Guðs. Sigríður og Jónas Kristjánsson. Guðrún Steinunn Halldórsdóttir                          ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐBJÖRN N. JENSSON, Fannafold 183, Reykjavík, lést á Landspítalanum laugardaginn 7. nóvember. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 17. nóvember kl. 13.00. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hans er bent á hjúkrunarþjónustu Karitasar. Guðrún R. Pálsdóttir, Ása Linda Guðbjörnsdóttir, Ragnar H. Ragnarsson, Gunnar Páll Guðbjörnsson, Björgvin Jens Guðbjörnsson, Steinunn Jónsdóttir, Rafnar Þór Guðbjörnsson, Guðrún Á. Eðvarðsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, HALLDÓR GUÐNASON, Kóngsbakka 10, Reykjavík, lést á hjartadeild Landspítalans þriðjudaginn 10. nóvember. Útförin fer fram frá Breiðholtskirkju miðvikudaginn 18. nóvember kl. 15.00. Guðný Hjartardóttir, Guðrún Halldórsdóttir, Pétur Haraldsson, Kristín Halldórsdóttir, Haukur Sigurðsson, Guðni Halldórsson, Hildur Mikkaelsdóttir, Sæmundur Halldórsson, Henný Bára Gestsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, ERIKA ANNA EINARSSON, Hraunvangi 1, Hafnarfirði, andaðist á heimili sínu þriðjudaginn 10. nóvember. Útför hennar fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, mánudaginn 16. nóvember kl. 13.00. Ingvar G. Snæbjörnsson, Ingigerður Guðmundsdóttir, Einar F. Snæbjörnsson, Ólafía Agnarsdóttir, Fannlaug S. Snæbjörnsdóttir, Guðjón S. Snæbjörnsson, Soffía Björnsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Erika Anna Sta-kalies Einarsson fæddist í Austur-Prússlandi, sem nú er Litháen, 18. ágúst 1923. Hún lést á heimili sínu, Hraunvangi 1 í Hafn- arfirði, 10. nóvember síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Maria Matzellus og Fredrik Stakalis og var hún ein af 8 systkinum, eftirlif- andi eru Gertrud, Ewald og Helmut. Erika giftist 1951 Snæbirni Ein- arssyni kennara frá Raufarhöfn, f. að Garði í Þistilfirði 25. október 1902, d. 22. október 1982. For- eldrar hans voru Einar Einarsson og Björg Sigmundsdóttir er síðar bjuggu í Garðstungu, sem kallast mátti nábýli í landi Garðs. Börn Eriku og Snæbjörns eru: 1) Ingv- ar Guðmundur múrari, f. 24.6. 1951, maki Ingigerður Guðmunds- dóttir, f. 17.7. 1954. Börn þeirra Hennar börn eru Guðjón Geir og Máni Freyr, b) Björn múr- arameistari, f. 28.7, 1979. Maki Ólafía Friðbjörnsdóttir, f. 22.6. 1981, c) Hrafnhildur nemi, f. 18.10. 1983. Hennar sonur er Björn Andri, d) Helga Soffía nemi, f. 20.6. 1990, 5) Snæbjörn, f. 7.5. 1958, d. 10.8. 1965. Árið 1945 flúði Erika ásamt systkinum sínum og ömmu til Barmstedt í Vestur-Þýskalandi en foreldrar hennar voru þá látnir. Þar á hún enn 2 systkini á lífi og marga ættingja. Hún kom til Ís- lands árið 1949 og réð sig í vist að Klúku í Bjarnarfirði, þar sem hún kynntist Snæbirni en hann var þá farandkennari á Vest- fjörðum. Þau settust að á Rauf- arhöfn þar sem Erika vann úti eins og kostur var ásamt því að sjá um börn og heimili. Árið 1972 fluttu þau til Hafnarfjarðar og fór hún að vinna á Hrafnistu þar í bæ og var það vinnustaður hennar í um það bil 20 ár. Síðustu ár sín bjó hún í þjónustuíbúð á Hrafn- istu og tók þátt í félagsstarfi þar af lífi og sál. Útför Eriku fer fram frá Hafn- arfjarðarkirkju í dag, 16. nóv- ember, og hefst athöfnin kl. 13. eru a) Guðmundur iðnverkamaður, f. 18.5. 1975. Dóttir hans Anna Dögg, f. 16.9. 2009, b) Snæ- björn iðnverkamað- ur, f. 26.8. 1978, c) Eva Lind, f. 8.12 1985. Fyrir átti Ingigerður Ástu Björk, f. 1.10. 1971, maki Guðjón Bene- diktsson, f. 26.12. 1960, börn þeirra eru Finnur Snær, Ingvar Már, Gerður Arna og Kolbeinn Benedikt. 2) Einar Friðrik iðnverkamaður, f. 25.3. 1953, sambýliskona Ólafía Agnarsdóttir, f. 1.4. 1960. Börn þeirra eru a) Þórarinn Jóhann, f. 14.2. 1979, b) Eiríkur Snæbjörn nemi, f. 19.7. 1981, c) Jóhanna nemi, f. 18.11. 1991. 3) Fannlaug Svala, f. 1.3. 1954. 4) Guðjón Sig- urður múrarameistari, f. 27.4. 1955, maki Soffía Björnsdóttir bókari, f. 18.3. 1956. Börn þeirra eru a) Elín Anna nemi, f. 3.5.1974. Mig langar í fáum orðum að minnast tengdamóður minnar, Eriku Önnu. Þó erfitt sé að kveðja hana eru margar fallegar minn- ingar um hana sem koma upp í hugann. Við höfum átt samleið í meira en 35 ár og aldrei hefur skugga borið á okkar samskipti. Hún var einstaklega falleg og ljúf kona, ávallt glaðleg og stutt í hlát- urinn og stríðnina. Eftir að Erika og Snæbjörn tengdafaðir minn giftust, bjuggu þau á Raufarhöfn í rúm 20 ár. Hún var hörkudugleg kona, hugsaði vel um heimilið og börnin en vann þar að auki ýmis störf, s.s. við síld- arsöltun og fiskvinnslu. Þau fluttu til Hafnarfjarðar 1972 og fljótlega hóf hún störf á Hrafnistu og vann þar í 20 ár. Hún hafði mjög róandi og þægilega nærveru og var því gott að koma til hennar í amstri hversdagsins. Hún hafði ótrúlega græna fingur og var mikil blóma- manneskja og bar íbúð hennar þess glögg merki. Í seinni tíð hafði hún mjög gam- an af því að rifja upp æsku sína og lífið í Heydekrug í Austur-Prúss- landi. Erika var mjög listræn og hafði gaman af því að teikna og mála enda var hún búin að fá inni í listaskóla þegar stríðsátök urðu til þess að fjölskyldan varð að taka sig upp og flýja til Þýskalands. Hún varð ekki eingöngu að gefa listnámið upp á bátinn heldur í kjölfarið missti hún báða foreldra sína, tvo bræður og ömmu. Þrátt fyrir að hafa mætt miklu mótlæti í lífinu og hafa missti yngsta son sinn af slysförum heyrði maður hana aldrei kvarta eða vorkenna sjálfri sér, heldur þvert á móti taldi hún sig hafa átt gott líf. Hún hafði hin síðari ár mikil og góð samskipti við ættingja sína í Þýskalandi, sérstaklega við systur sína, Gertrud. Þær ferðuðust sam- an og fóru m.a. á æskuslóðirnar í Heydekrug sem var þeim báðum ógleymanlegt. Erika var mikil félagsvera og eftir að hún flutti í þjónustuíbúð við Hrafnistu í Hafnarfirði tók hún þátt í öllu félagsstarfi þar af lífi og sál. Ég kveð Eriku með miklum söknuði og þakka henni fyrir sam- fylgdina gegnum árin. Soffía. Nú ertu horfin, elsku mamma mín, en móðurgleðin, tryggð og blíða þín mér veittu þrek um veg hins snauða manns, þú vermdir mig við arin kærleikans. Þú gafst mér fyrstu gleði mína og trú, það gaf mér enginn meiri auð en þú. Sú auðlegð metin aldrei var til fjár, því enginn vegur móðurbæn og tár. Nú, þegar hjarta þitt er hætt að slá, og hendur dauðans lokað hafa brá, þá skil ég fyrst, hver móðurmildin var, mátt þann, er ætíð mig í faðmi bar. Þitt líf var sigurganga um grýtta slóð gleðin að starfa fyrir unga þjóð. Bænir þíns hjarta barstu fram í trú. Bæn þín í hjarta mínu ómar nú. (Snæbjörn Einarsson.) Elsku mamma. Með þessu ljóði eftir pabba kveð ég þig hinstu kveðju. Þinn sonur Guðjón. Erika Anna Einarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.