Morgunblaðið - 19.12.2009, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 19.12.2009, Blaðsíða 14
14 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 2009 ❄ ❄❄❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄❄ ❄❄ ❄ ❄ ❄ ❄❄ ❄ ❄❄ ❄ ❄ ❄ ❄❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄❄ ❄ Þjónusta á Þorláksmessu og aðfangadag Á Þorláksmessu og aðfangadag, milli kl. 9:00 og 15:00 verða starfsmenn að störfum í Fossvogskirkjugarði, Gufuneskirkjugarði, Kópavogskirkju- garði og Hólavallagarði og munu þeir leiðbeina eftir bestu getu. Hægt er að nálgast upplýsingar um staðsetningu leiða á vefnum www.gardur.is Þjónustusímar: Skrifstofan í Fossvogi, sími 585 2700 og skrifstofan í Gufunesi, sími 585 2770, eru opnar á Þorláksmessu og aðfangadag frá kl. 9:00 til 15:00 Ratkort er hægt að fá afhent á skrifstofunum eða prenta út á www. kirkjugardar.is Upplýsingar eru veittar í síma allan desembermánuð á skrifstofutíma. Fossvogskirkja verður opin á aðfangadag frá kl. 9:00 til 12:00 Á aðfangadag frá kl. 9:00 til 15:00 er allur akstur um kirkjugarðinn í Fossvogi óheimill, nema fyrir hreyfihamlaða. Tilkynning frá Kirkjugörðum Reykjavíkurprófastsdæma Gleðilega jólahátíð ❄❄❄❄❄❄❄ ❄ ❄❄❄❄❄ ❄ ❄ ❄ ❄❄❄ ❄❄❄❄ ❄❄ ❄ ❄ ❄❄ ❄ ❄ ❄❄ ❄ ❄ ❄❄ ❄ Kirkjugarðar Reykjavíkurprófastsdæma www.kirkjugardar.is Meira í leiðinniN1 ÞJÓNUSTUSTÖÐVAR N1 VERSLANIR Jólagjöf veiðimannsins Veiðikortið fæst hjá N1 WWW.N1.IS SÍMI 440 1000 KJARTAN Magn- ússon stefnir á 2. sætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokks- ins í Reykjavík fyrir borgarstjórn- arkosningarnar. Kjartan hefur verið borgarfulltrúi frá árinu 1999. Hann er nú formaður menntaráðs og íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Kjartan stefnir á 2. sæti í Reykjavík JÚLÍUS Vífill Ingvarsson býður sig fram í 2. sætið í prófkjöri Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavík. Hann er formaður skipu- lagsráðs og Faxa- flóahafna sf. en var áður formaður menntaráðs Reykjavíkur. Júlíus Vífill hefur setið í borgarstjórn í samtals tvö kjörtímabil. Júlíus Vífill býður sig fram í 2. sæti ÞORBJÖRG Helga Vigfúsdóttir borg- arfulltrúi, gefur kost á sér í 2. sæti á lista sjálfstæð- ismanna í Reykja- vík. Hún hefur verið borgar- fulltrúi frá 2006, er nú m.a. formað- ur leikskólaráðs og stýrði áður um- hverfis- og samgönguráði og menningar- og ferðamálaráði. Þorbjörg sækist eftir 2. sætinu ÞÓRÐUR Vilberg Guðmundsson gef- ur kost á sér í 3. sæti lista Sjálf- stæðisflokksins í Fjarðabyggð. Póstkönnun um uppstillinguna fer fram meðal flokksmanna í byrjun næsta árs. Þórður sat í menning- arnefnd Fjarðabyggðar fyrir Sjálf- stæðisflokkinn 2006-2008. Þórður Vilberg sækist eftir 2. sæti Kosið verður til sveitarstjórna 29. maí á næsta ári. Morgun- blaðið mun fram að þvı́ birta reglulega fréttir sem tengjast framboðum, prófkjörum, kosn- ingafundum o.fl. Kosningar 2010 STUTT Eftir Ágúst Inga Jónsson aij@mbl.is LÍFFRÆÐILEGUR breytileiki hefur verið staðfestur hjá þorski við Ísland og ef ekki er hægt að tala um mismunandi undirstofna þá er að minnsta kosti hægt að tala um mis- munandi lífssögulega hópa. Þannig er greinilegur munur á þorski sem eyðir stærsta hluta ævi sinnar á grynnri sjó og svo aftur djúpfars- fiskum. Hugsanlega þarf veiðiráð- gjöf framtíðarinnar að taka mið af þessu. Nýverið var haldin í Háskóla Ís- lands fjölþjóðleg ráðstefna þar sem kynntar voru niðurstöður um líf- fræðilegan fjölbreytileika þorsks. Fjöldi virtra erlendra og innlendra vísindamanna tók þátt í ráðstefn- unni, en fjórir erlendu gestanna áttu leið hingað til lands ýmist sem leið- beinendur eða andmælendur við doktorsvörn Heidi Pardoe daginn eftir ráðstefnuhaldið. Guðrún Marteinsdóttir, prófessor í fiski- og fiskavistfræði við Háskóla Íslands, segir að þarna hafi komið fram nýjar niðurstöður sem styrki fyrri kenningar Vilhjálms Þorsteins- sonar og Ólafs Karvels Pálssonar um mismunandi lífsöguhópa eða hugs- anlega undirstofna. Kynþroska á mismunandi tíma „Annars vegar er um að ræða þorsk sem fer út á djúpsævi og við höfum kallað djúpfarsfisk,“ segir Guðrún, sem var ráðstefnustjóri. „Klara Jakobsdóttir sýndi fram á að þessi fiskur er hægvaxta og verður kynþroska 6-9 ára gamall. Hann lifir hugsanlega lengur heldur en grunn- farsfiskur, sem eyðir ævinni nær landi. Sá þorskur vex hraðar og verður kynþroska töluvert fyrr eða 3-6 ára.“ Guðrún segir þetta mjög merki- legar niðurstöður og að ekki hafi ver- ið sýnt fram á þennan breytileika á eins afgerandi hátt áður. Hún segir að full ástæða sé til að skoða þennan breytileika enn betur og hugsanlega að taka meira tillit til hans. Lífshætt- ir hjá þessum fiskum virðist það ólík- ir að þeir veiðist hugsanlega ekki á sama hátt. Fram hafi komið í máli Vilhjálms Þorsteinssonar að djúpfarsfiskar séu almennt ekki við botn nema á hrygningartímanum. Á öðrum tím- um séu þeir mikið á ferðinni upp og niður í sjónum. Grunnfarsfiskurinn eyði ævinni nær botni og veiðist því hugsanlega betur með flestum veið- arfæðum. Á ráðstefnunni sýndi Tim Gra- bowski fram á að að fiskarnir hrygna á svipuðum slóðum, en djúpfarsfisk- urinn þó aðeins dýpra. Sá munur er talinn duga til að halda stofngerð- unum aðskildum. Risavaxið verkefni „Á þessum fræðum þurfum við að fá meiri skilning,“ segir Guðrún. „Þetta er risavaxið verkefni, en við þurfum að skrá framlag þessara fiska inn í veiðistofninn frá ári til árs. Veiðiráðgjöfin gæti þá þurft að taka mið af því hversu mikið er veitt af hvorri gerð.“ Hún segir breytilega stofngerð eins og hér við land ekki einsdæmi og nefnir sem dæmi þorsk við Nor- eg. Þar sé greinilegur munur á þorski við strönd landsins og svo aft- ur á þorski í Barentshafi. Þar hafi verið sýnt fram á sams konar atferli, en munurinn sé helst sá, að hér við land sé miklu meiri skörun. Ólíkar niðurstöður sérfræðinga Á ráðstefnunni kynnti Klara Jak- obsdóttir niðurstöður úr doktors- verkefni sínu, en hún hefur greint DNA-erfðaefni úr kvörnum þorska aftur til ársins 1948. Hennar niður- stöður benda til þess að djúpfarsfisk- um hafi fækkað í afla á grunnslóð. Talið er líklegt að orsakanna sé m.a. að leita í aukinni sókn togara í fram- haldi af útfærslu landhelginnar. Þetta er öndvert við það sem Ein- ar Árnason hefur komist að, en hans niðurstöður voru m.a. þær að grunn- farsþorskar væru í hættu og spáir hann hröðu brotthvarfi fisks sem að- lagaður er að grunnsævi. „Við setjum fram tilgátu um mögulegt hrun fiskirís. Við finnum að líkindasvörunarföll fyrir þorsk við Ísland sýna lækkun lengdar og ald- urs við kynþroska. Breytingarnar eru sambærilegar við þær sem urðu skömmu áður en norðurþorskur við Nýfundnaland hrundi og styður það tilgátuna ennfremur. Við getum okk- ur þess til að ef þegar í stað væru sett upp stór alfriðuð svæði kynni það að hjálpa til við að forða hruni,“ segir m.a. í ágripi af fyrirlestri Ein- ars á ráðstefnunni. Ólíkt atferli þorska  Ólík lífssaga á Íslandsmiðum  Munur á djúpfarsþorski og þorski sem lifir á grynnra vatni  Annar hraðvaxta, hinn hægvaxta  Annar nálægt botni, hinn á ferð um allan sjó Morgunblaðið/RAX Fiskar Ekki er víst að þessir tveir þorskar, þó líkir séu, hafi eytt ævinni við svipuð skilyrði. Vilhjálmur Þorsteinsson fjallaði á ráðstefnunni meðal annars um samheldni milli einstaklinga. sem virðist vera töluverð. Einnig virðist þorskarnir halda tryggð við hrygn- ingarsvæði og farleiðir. Guðrún Marteinsdóttir segir að í gögnum Vilhjálms megi m.a. sjá að fiskar sem hafi verið merktir sam- an finnast aftur saman. Þá virðist hitastig og dýpisferlar í merkj- unum vera svipaðir og svo virðist sem fiskarnir ferðist saman í hóp- um. Hversu margir fiskar eða hvort skyldleiki er á milli þeirra er ekki vitað. „Með aukinni tækni aukast möguleikar til rannsókna með hverju árinu, við hefðum trúlega ekki vitað um allan þennan breyti- leika í stofngerð nema af því að tækninni hefur fleygt svo mikið fram,“ segir Guðrún. Fjölskyldur ferðast saman Morgunblaðið/Kristinn Guðrún Marteinsdóttir prófessor
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.