Morgunblaðið - 19.12.2009, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 19.12.2009, Blaðsíða 52
52 Minningar MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 2009 ✝ Brynja Júl-íusdóttir fæddist á Siglufirði 19. janúar 1967. Hún lést á Hornbrekku í Ólafs- firði 12. desember síðastliðinn. Foreldrar hennar eru Júlíus Gunn- laugsson, f. 24.1. 1924 og Guðfinna Steins- dóttir, f. 6.1. 1928. Brynja ólst upp á Siglufirði í stórum systkinahópi. Systkini hennar eru Sólveig, f. 1951, Gunnar, f. 1953, Brynjar, f. 1955, d. 1965, Anna, f. 1959, Gunn- laugur, f. 1962 og Sverrir, f. 1965. Brynja kynntist manni sínum, Þresti Ólafssyni, frá Ólafsfirði, árið 1990 og hinn 6. september 1997 gengu þau í hjónaband. Foreldrar Þrastar eru Ólafur Víglundsson, f. 16.7. 1927 og Þor- finna Stefánsdóttir, f. 28.4. 1933, d. 21.9. 2003. Þröstur á tvær systur, Jörgínu, f. 1955 og Sigurlaugu, f. 1959. Árið 1991 flutti Brynja til Ólafs- fjarðar með tvær ungar dætur sínar, Láru, f. 20.6 1985 og Sólveigu Önnu, f. 20.9 1988, sem hún eign- aðist í fyrri sambúð með Þórði Lárussyni. Hinn 8. mars 1995 eignuðust Brynja og Þröstur dótturina Þor- finnu Ellen. Brynja vann við ýmis störf en lengst af við verslunarstörf. Útför Brynju fer fram frá Ólafs- fjarðarkirkju í dag, laugardaginn 19. des., kl. 14. Brynja mágkona er látin, aðeins 42ja ára. Það var okkur mikið áfall þegar Brynja greindist með alvar- legan sjúkdóm fyrir rúmu ári síðan, sem nú hefur tekið hana frá okkur af hinu jarðneska sviði. Þótt allir viti, að allt líf endar með dauða, verður maður stundum ekki sáttur við þann sem öllu ræður, að svo ungt fólk sé kallað burt frá okkur í blóma lífsins. Það ríkir mikill söknuður í fjölskyld- unni á þessari sorgarstundu. Það er þó huggun í harminum, að stundum getur það verið líkn, og eina úrræðið sem við höfum, að fá að fara úr þess- um heimi, þegar heilsan brestur og veikindin eru orðin þungbær. Brynja var yngst í systkinahópn- um, sem ólst upp á Háveginum á Siglufirði. Það eru sterkar taugar sem tengja þessa fjölskyldu saman, kannske ekki alltaf verið að fallast í faðma, en ef eitthvað bjátar á, þá er strax hafist handa. Þessa traustu hjálparhönd og vináttu hef ég skynj- að nú, betur en nokkru sinni fyrr, þegar erfið veikindi hafa komið upp í fjölskyldunni. Brynja var enginn eft- irbátur annarra í þessu, því hún stóð fyrir að skipuleggja ferðir með fjöl- skyldunni og aðra samveru, til þess að tengja enn betur bönd vináttu og frændsemi innan fjölskyldunnar. Gott var að koma við á Strandgöt- unni í Ólafsfirði hjá þeim Þresti og Brynju. Þar var alltaf heitt á könn- unni og enginn skortur á bakkelsi. Ég er þess fullviss, að kaffi fæ ég áfram hjá Þresti, en ég veit ekki hvort hann nær eins góðum tökum á bakkelsinu og Brynja. En nú á kveðjustund er mér efst í huga þakklæti fyrir samverustundir með Brynju, þær voru margar lær- dómsríkar, bæði í sorg og í gleði. Á erfiðum stundum, þegar tilkynnt hafði verið um stækkandi mein í höfði, var ef til vill farið út á golfvöll til að sjá frænda taka þátt í golfmóti. Það var líka gaman að hittast í Kerl- ingarfjöllum á síðastliðnu sumri. Ekkert var kvartað, þótt sjá mætti, að veikindin væru alvarleg og líðan Brynju ekki góð. Og ekki sakaði þá, á erfiðum stundum, að hafa svo góð- an og tryggan lífsförunaut sem Þröst sér við hlið. Hann hefur staðið sem klettur við hlið konu sinnar í stríði við erfiðan sjúkdóm. Við Sólveig biðjum góðan Guð að blessa minningu Brynju Júlíusdótt- ur, og við vottum Þresti og dætr- unum Láru, Sólveigu Önnu og Þor- finnu Ellen innilegrar samúðar vegna fráfalls eiginkonu og móður. Þá biðjum við foreldrum Brynju, þeim Júlíusi og Guðfinnu allrar blessunar og biðjum þess að þau yf- irstígi þann missi, sem fjölskyldan hefur orðið fyrir. Björn Ó. Björgvinsson. Í dag kveðjum við þig með sökn- uði, elskulega frænka. Þótt heim- sóknir okkar til Ólafsfjarðar hafi ekki verið tíðar þá tókst þú ávallt vel á móti okkur. Þú varst ákaflega dug- leg og ávallt til reiðu. Við áttum margar góðar stundir saman í gegn- um árin og geymum góðar minning- ar í brjóstum okkar. Efst eru okkur í huga hinar árlegu frænkuferðir og fjölskyldugöngurn- ar síðustu sumur. Þessir árlegu við- burðir stórfjölskyldunnar urðu til þess að allir bundust enn sterkari böndum. Þér voru þessar ferðir mjög kærar enda varstu ein þeirra sem komu þessum hefðum á og því varst þú afar mikilvægur hlekkur í að halda hópnum saman og gera þessar stundir sem ánægjulegastar. Ofarlega er í huga gangan sem þið Binni bróðir skipulögðuð. Það var sumarið 2008 er við gengum frá Ólafsfirði til Héðinsfjarðar í stórri fylkingu. Við lögðum af stað í þoku niður í miðjar hlíðar. Þið Binni voruð ákveðin í að af stað skyldum við fara og að gangan yrði endurskoðuð ef veðrið lagaðist ekki, en þið tölduð víst að það myndi létta til sem og það gerði. Er við komum á „toppinn“ var blankalogn, heiðblár himinn og and- lit okkar misrjóð. Þetta var yndisleg- ur dagur sem við munum ætíð minn- ast. Síðar sama sumar hittum við, Jóa og Íris, þig í Ásbyrgi í 25 stiga hita. Það var mikið fjör og hlupum við öll á eftir ömmustráknum þínum sem var óhræddur við að ganga einsamall á vit ævintýranna í næstu tjöldum. Þar sáum við hversu mikill orkubolti hann er enda ekki langt að sækja það. Aðeins tveim vikum seinna fengum við fréttir af veikindum þín- um sem mörkuðu þáttaskil í lífi þínu og fjölskyldunnar, við tók mikil bar- átta við illvígan sjúkdóm sem þú ætl- aðir að sigra í ásamt Þresti sem stóð sem klettur við hlið þér. Frænkuferðirnar hafa verið sann- kallaðar ævintýraferðir sem reyndu á þol okkar og styrk. Síðasta frænkuhelgin okkar á Ólafsfirði nú í haust er okkur afar minnisstæð, þrátt fyrir veikindi þín tókst þú þátt frá upphafi til enda, þrammaðir m.a. með okkur í gegnum allar þrautirnar sem skátarnir lögðu fyrir okkur í Kjarnaskógi. Þú sýndir okkur þá, sem fyrr og síðar, hetjuna sem þú hafðir að geyma, aldrei kvartaðir þú yfir örlögum þínum þrátt fyrir þær miklu raunir sem lagðar voru á þig. Þrátt fyrir allan þann baráttu- styrk sem þú hafðir þá kvaddir þú okkur þann 12. desember sl. Með þessum orðum kveðjum við þig með miklum trega, sorg og virðingu. Við erum afar þakklátar fyrir allar þær stundir sem við áttum saman í gegn- um lífið og stoltar yfir að hafa átt þig sem frænku. Elsku Þröstur, Lára, Sólveig Anna, Þorfinna, Hafsteinn Ingi, Daníel Þór, amma og afi, ykkur sendum við okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Jóhanna, Íris og Guðfinna. Í dag erum við að kveðja eina sterkustu konu sem við höfum kynnst, Brynju frænku. Þegar hún greindist með þennan illvæga sjúk- dóm vorum við viss um að ef einhver myndi geta sigrast á honum þá væri það hún. Sterk, er orðið sem kemur fyrst í huga okkar þegar við hugsum til Brynju. Hún var sterkur persónu- leiki, ákveðin og samkvæm sjálfri sér. Fyrir Brynju var uppgjöf aldrei möguleiki, hvorki í amstri hvers- dagsins né þegar hún stóð andspæn- is óbilgjörnum sjúkdómnum. Brynja var mikil fjölskyldukona og hvergi vildi hún frekar vera en með manni sínum og börnum. Hún studdi þau í gegnum súrt og sætt, og ekki síður okkur systkinabörnin, hvort sem það var í sambandi við íþróttir, skóla eða persónuleg mál- efni. Hún var alltaf svo áhugasöm um allt sem við tókum okkur fyrir hendur og ávallt gátum við leitað til hennar og fengið þann stuðning sem við þurftum; hún var til staðar. Brynja var líka kona sem var til í allt. Við fjölskyldan höfum tvær skipulagðar ferðir á ári, gönguferð og konuferð þar sem Brynja var al- gjörlega ómissandi. Hún var alltaf tilbúin að leggja sitt á vogaskálarnar til þess að gera ferðirnar ógleyman- legar. Ferðirnar tvær í ár voru engin undantekning og ómetanlegur tími sem við áttum saman sem við þökk- um fyrir í dag. Hún var afbragðsgóður bakari enda nautnaseggur mikill. Það var ekkert betra en að stoppa í Ólafsfirð- inum og fara í kaffi til Brynju og Þrastar því þar kom maður aldrei að tómum kofanum hvort sem það varð- aði kræsingar eða áhugaverðar sam- ræður. Við hverja fermingu, skírn, útskrift eða aðrar stórveislur fór hún fremst í flokki og bakaði þessar rosa- legu hnallþórur sem hún skreytti af mikilli list. Það er erfitt og mikill missir að þurfa að kveðja svona yndislega konu sem var okkur svo kær og náin. Minningin mun lifa í hjörtum okkar og munum við búa að styrk Brynju um ókomna tíð. Elsku fjölskylda, við sendum ykkur okkar dýpstu samúð og biðjum Guð að styrkja okkur öll í sorginni. Freydís, Eva Björk og Heiðar Smári. Elsku Brynja. Allt frá unga aldri, þegar ég fór að hugsa um uppruna minn, fann ég mjög fljótt fyrir sterkri tengingu við þig. Þessa sterka tenging kom strax fram vegna nafnsins sem við bæði berum í höfuðið á bróður þínum, sem lést af slysförum ungur að aldri. Bæði vorum við svo heppin að vera skírð í höfuðið á honum Brynjari frænda og hefur það verið mikill heiður fyrir okkur bæði en það höf- um við oft rætt í notalegu umhverfi. Fljótlega eftir að við tengdumst áttaði ég mig á því að það var alls ekki bara nafnið sem tengdi okkur heldur heillaðist ég líka að þeirri frá- bæru manneskju sem þú hefur alltaf verið. Við höfum átt margar frábær- ar stundir saman og er ég einstakleg þakklátur fyrir þær allar, sérstak- lega var gaman að vinna með þér í að leysa verkefni en þar sýnir þú þenn- an frábæra dugnað, sanngirni, hlýju og prakkaraskap sem ég tel að hafi einkennt þig sem manneskju. Þú hefur alltaf verið einstaklega hlý í minn garð og hefur tekið fjöl- skyldu minni opnum örmum. Há- punktur þess fyrir mig var þegar Benóný Dagur sonur minn var hjá ykkur hjónunum í smá tíma og kom glaðari heim en ég hafði áður séð, hann var greinilega að upplifa það sama og ég. Ef ég hefði ekki vitað hvert hann fór hefði ég pottþétt giskað á að hann hefði verið að koma frá þér eða Sverri frænda en hann eins og ég hefur alltaf fundið fyrir mjög sterkri tengingu til ykkur sem vaxið hefur mikið á síðustu árum. Brynja, í þínum erfiðu veikindum sýndir þú og sannaðir að þú ert ótrú- leg manneskja sem ég hef alltaf ver- ið ákaflega stoltur af. Fjölskyldan okkar með Þröst, mömmu, Sverri og Önnu í framlínunni stóðu sig ótrú- lega. Það er ljóst að það er umhverf- ið sem skapar okkur að miklu leyti og sá ég vel í þessu ferli sem og á öðrum tímum hversu frábæra for- eldra, systkini, fjölskyldu og einstak- an mann þú átt. Þeim öllum þakka ég sérstaklega fyrir að hafa hugsað svona vel um þig í veikindunum og gert þig að þessari frábæru mann- eskju. Elsku Brynja, með söknuði og tárum, ég kveð þig. Elsku Brynja Minningin um þig mun lifa hjá mér og fjölskyldunni að eilífu. Þinn frændi, Brynjar. Elsku Brynja mín, það er ekki auðvelt að setjast niður og ætla að kveðja í minningargrein en ég ætla samt að reyna. Þú háðir hetjulega baráttu við ill- vígan sjúkdóm sem hafði betur í stríðinu. Það er eitthvað sem ég á erfitt með að skilja því í mínum huga kom ekkert annað til greina en að þú myndir vinna. Þú varst svo sterk, dugleg og ákveðin og mikil keppnismanneskja, þú varst ekki alveg til í að tapa. Þú varst svo hress og skemmtileg og stundir okkar saman í „Dásam- lega klúbbnum,“ sem átti í upphafi að vera félagskapur svo að þér leidd- ist ekki eins mikið eftir að þú veiktist og gast ekki unnið, varð okkur öllum sem í honum erum svo mikilvægur og skemmtilegur, en á sama skapi sorglegur, en við höldum ótrauðar áfram að hittast og það er sannar- lega mín trú að við eigum allar eftir að hittast aftur og þá verður mikið spjallað, hlegið og knúsast. Þú varst og verður ein besta að- stoð mín í að hætta að reykja. Ég gat bara ekki verið þekkt fyrir að halda áfram þegar þú gast hætt. Við, dásamlegu konurnar, vorum oft að gantast með það hvort við gætum nokkuð fengið að verða syst- ur þínar. Við öfunduðum þig af því yndislega nána sambandi sem er í fjölskyldunni þinni og ég votta for- eldrum þínum og systkinum mína dýpstu samúð, því missirinn er svo mikill. Ég Guð nú bið að gæta þín og græða djúpu sárin mín. Í bæn ég bið þig sofa rótt og býð þér góða nótt. (S.P.Þ.) Ég kveð þig kæra vinkona en við munum hittast aftur. Elsku Þröstur, Þorfinna Ellen, Sólveig Anna, Lára og ömmustrák- arnir 2, Hafsteinn Ingi og Daníel Þór, ég og mín fjölskilda vottum ykkur okkar innilegustu og dýpstu samúð í ykkar miklu sorg. Guð varð- veiði ykkur öll. Aðalheiður Sigurjónsdóttir (Alla) og fjölskylda. Það er með miklum trega sem ég sest niður og skrifa nokkur fátækleg orð um Brynju Júlíusdóttur sem verður jarðsungin í dag frá Ólafs- fjarðarkirkju, aðeins 42 ára gömul. Ég kynntist Brynju vel þegar hún byrjaði aftur að vinna hjá Samkaup- um í desember 2005 en hún hafði starfað lengi við verslunarstörf, meðal annars í útibúi KEA, Strax og nú síðast í Samkaupum/Úrvali í Ólafsfirði eða samtals í 15 ár. Brynja var kraftmikil og dugleg kona með mikið keppnisskap. Það kom berlega í ljós þegar lið versl- unarinnar tók þátt í árlegu bandý- móti hér í Ólafsfirði. Hún lagði mikið á sig til að við næðum sem bestum árangri og þoldi illa að tapa. Einnig er mér mjög minnisstætt og lýsti það Brynju vel þegar dóttir hennar var að æfa með Leiftri til að fara á pæju- mót. Fylgdist hún þá vel með stúlk- unum á æfingum og rétt áður en mótið hófst var hún ekki nógu ánægð með stúlkurnar og boðaði þær sjálf á aukaæfingar því það þyrfti að bæta margt. Sem þær og gerðu undir handleiðslu hennar. Brynja byrjaði að finna fyrir veikindum í ágúst 2008, en þá greindist hún með ill- kynja mein í höfði. Hún fór í aðgerð sem virtist hafa gengið vel og í kjöl- farið í lyfjameðferð. Þrátt fyrir hennar mikla keppnisskap og dugn- að tókst henni ekki að vinna bug á veikindum sínum og andaðist hún á Hornbrekku laugardaginn 12. des- ember eftir erfiða baráttu. Við starfsfólk Samkaupa-Úrvals söknum góðrar konu og hefðum svo gjarnan vilja njóta krafta hennar lengur. Við vitum svo lítið og skiljum svo fátt, er við stöndum frammi fyrir afli og vilja þess almættis er lífið gef- ur og lífið tekur. Nú ríkir harmur hjá eiginmanni og dætrum, í hjörtum þeirra er mikil eftirsjá eftir elsku- legri eiginkonu og móður, en minn- ingin um góða konu er ætíð harma- bót og trúin á Guðs eilífu náð og blessun er öllum syrgjendum styrk- ur og aflvaki á erfiðum stundum. Hugur okkar er hjá fjölskyldu Brynju, Þresti eiginmanni hennar og dætrunum þremur Þorfinnu, Sól- veigu og Láru sem hafa misst góða eiginkonu og móður, megi algóður Guð veita ykkur styrk á þessum erf- iðu tímum. Þorsteinn Þorvaldsson, verslunarstjóri. Brynja Júlíusdóttir Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 ✝ Innilegar þakkir færum við þeim fjölmörgu sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæru móður, tengdamóður, ömmu, lang- ömmu og langalangömmu, GUÐRÚNAR Ó. KARLSDÓTTUR. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Hrafnistu í Hafnarfirði. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Sigríður Hrefna Magnúsdóttir, Ólöf Sylvía Magnúsdóttir, Guðmundur Kr. Guðmundsson, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GÍSLI SVEINSSON, Aflagranda 40, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 22. desember kl. 11.00. Jarðsett verður í Fossvogskirkjugarði. Auður Guðmundsdóttir, Hilmar Viggósson, María Anna Gísladóttir, Jóhann Gunnar Helgason, Guðríður Jóhanna Gísladóttir, Sveinn Gíslason, Ester Jóhannsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.