Morgunblaðið - 15.02.2010, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 15.02.2010, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. FEBRÚAR 2010 ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ „Besta leiksýning ársins“ Mbl., GB Mbl., IÞ Uppl. um sýningar og miðasala 551 1200 www.leikhusid.is 568 8000 – borgarleikhus.is – midasala@borgarleikhus.is Fjölskyldan HHHH GB, Mbl Faust (Stóra svið) Fös 19/2 kl. 20:00 9.K Lau 6/3 kl. 20:00 Sun 11/4 kl. 20:00 Lau 20/2 kl. 20:00 10.K Lau 13/3 kl. 20:00 Fim 15/4 kl. 20:00 Fim 25/2 kl. 20:00 Sun 14/3 kl. 20:00 Sun 18/4 kl. 20:00 Fös 26/2 kl. 20:00 Lau 20/3 kl. 20:00 Fös 5/3 kl. 20:00 Sun 28/3 kl. 20:00 í samvinnu Borgarleikhússins og Vesturports Fjölskyldan - ágúst í Osagesýslu (Stóra sviðið) Fim 18/2 kl. 19:00 Fim 4/3 kl. 19:00 Lau 27/3 kl. 19:00 síðasta sýn Lau 27/2 kl. 19:00 Fös 12/3 kl. 19:00 Sýningin er þrír þættir, hver 1 klst að lengd. Hlé eftir 1. og 2. þátt. Góðir íslendingar (Nýja svið) Fös 19/2 kl. 20:00 Lau 20/2 kl. 20:00 Snarpur sýningartími, sýningum líkur í febrúar Skoppa og Skrítla á tímaflakki (Litla svið) Sun 21/2 kl. 12:00 Sun 7/3 kl. 12:00 Sun 21/3 kl. 12:00 Sun 21/2 kl. 14:00 5.K Sun 7/3 kl. 14:00 Sun 21/3 kl. 14:00 Lau 27/2 kl. 12:00 Lau 13/3 kl. 12:00 Lau 27/3 kl. 12:00 Lau 27/2 kl. 14:00 Lau 13/3 kl. 14:00 Lau 27/3 kl. 14:00 Sun 28/2 kl. 12:00 Sun 14/3 kl. 12:00 Sun 28/3 kl. 12:00 Sun 28/2 kl. 14:00 Sun 14/3 kl. 14:00 Sun 28/3 kl. 14:00 Lau 6/3 kl. 12:00 Lau 20/3 kl. 12:00 Lau 6/3 kl. 14:00 Lau 20/3 kl. 14:00 Harry og Heimir (Litla sviðið) Fös 19/2 kl. 19:00 Lau 27/2 kl. 19:00 Lau 13/3 kl. 19:00 Lau 20/2 kl. 19:00 Fös 5/3 kl. 19:00 Lau 13/3 kl. 22:00 Fös 26/2 kl. 19:00 Lau 6/3 kl. 19:00 Sýningum lýkur í mars Bláa gullið (Litla svið) Mán 15/2 kl. 9:30 Þri 16/2 kl. 9:30 Mán 15/2 kl. 11:00 Þri 16/2 kl. 11:00 Uppsetning Opið út í samstarfi við Borgarleikhúsið. Fjölskyldan ,,Besta leiksýning árins“ Mbl, GB Leikfélag Akureyrar Miðasölusími: 4 600 200, netfang: midasala@leikfelag.is 39 þrep (Samkomuhúsið) Lau 13/2 kl. 19:00 Lau 20/2 kl. 19:00 Fös 5/3 kl. 19:00 Ný sýn Sun 14/2 kl. 20:00 Fös 26/2 kl. 19:00 Lau 6/3 kl. 19:00 Ný sýn Fös 19/2 kl. 19:00 Lau 27/2 kl. 19:00 Sýningum lýkur í mars Munaðarlaus (Rýmið) Lau 13/2 kl. 19:00 3.sýn. Sun 14/2 kl. 20:00 4.sýn. Lau 20/2 kl. 19:00 Aukas Aðeins nokkrar sýningar verða í Rýminu á Akureyri Þegar skortur er á nýti-legum efnivið kallar kvik-myndaiðnaðurinn á ólík-legustu menn til hjálpar. Jafnvel Úlfamaðurinn fær ekki að liggja í friði, enda sögufrægt skrímsli frá Universal á öndverðri öldinni sem leið. Hann hefur feng- ið að gleymast á meðan náfrændur hans, blóðsugurnar (sem flestar eiga kvikmyndalegar ættir að rekja til sama kvikmyndavers), ganga ljósum logum á tjaldinu – vinsælli en nokkru sinni fyrr. Þegar þessar línur eru skrifaðar á eftir að koma í ljós hvort fram- leiðendur eru að gera góð við- skipti með þessum nýjasta upp- vakningi, því það var verið að frumsýna myndina með miklum látum um allan heim um helgina. Gæti það hugsast að þá gruni að hún verði „einnar-helgar-undur“? Það veit enginn en það liggur í augum uppi að Wolfman hefur takmarkað aðdráttarafl. Er subbu- leg, dökk og drungaleg (líkt og forverinn), gjörsamlega húmors- laus (þó maður brosi nokkrum sinnum í laumi) og aðalleikarinn, Del Toro, dregur ekki áhorfendur að í tugmilljóna tali, í það minnsta. Hann er sérstæður leik- ari og Úlfamaðurinn er ekki hans ær og kýr, a.m.k. ekki eins og hann er skrifaður. Þá skortir gjör- samlega geislavirknina á milli Gwen (Blunt) og Lawrence, það er því útséð með vinsældir í ná- munda við The Twilight Saga. Það er óþarfi að fjölyrða um efnið sem segir af „glataða syn- inum“, Lawrence Talbot (Del Toro), sem snýr aftur til Bret- lands eftir langa útlegð vestan hafs og heldur heim á óðalsetur Talbotanna. Það ber nafn með rentu, Blackmoor, og stendur á eyðilegum heiðarflákum einhvers staðar á Norður-Englandi. Bróðir hans hefur fundist tættur á hol, líkt og móðir þeirra nokkrum ára- tugum fyrr. Á setrinu er Gwen, kærasta hins myrta, gufuruglaður faðir þeirra, Sir John Talbot (Hopkins), og síkinn Singh (Art Malik). Sígaunar dvelja í nágrenn- inu og leitar Lawrence til þeirra eftir hjálp, en er bitinn. Og tungl- ið fer vaxandi. Bestu þættir myndarinnar er myrk og ógnandi kvikmyndataka Shelly Johnson, förðunarvinna Ricks Bakerm, tölvubrellurnar þreyttar, ollu undrun í An Americ- an Werewolf in London fyrir 30 árum, og tónlist Dannys Elfman er ofnotuð, hávær en ónotaleg. Búningar og leiktjöld eru í hæsta gæðaflokki en Johnston (October Sky) nær hvorki að gera neitt minnisstætt né hrollvekjandi að þessu sinni. saebjorn@heimsnet.is Fjandinn laus undir fullu tungli Sambíóin, Laugarásbíó, Smárabíó, Háskólabíó, Borgarbíó Akureyri. Wolfman bbmnn Leikstjóri: Joe Johnstone. Aðalleikarar: Benicio Del Toro, Anthony Hopkins, Emily Blunt, Hugo Weaving. 90 mín. Bandaríkin. 2010. SÆBJÖRN VALDIMARSSON KVIKMYND Wolfman „og aðalleikarinn, Del Toro, dregur ekki áhorfendur að í tugmillj- óna tali, í það minnsta. Hann er sérstæður leikari [...],“ segir m.a í dómnum. Það var vel valið að fá einaaf betri æskulýðssveitumNorðurlanda, hina norskuPELbO, sem deildi fyrsta sæti í norrænu ungliðadjasskeppn- inni í fyrra með Reginfirrunni ís- lensku, og hið fullþroska finnska tríó PLOP, sem að vísu var án bassaleikara síns er þeir Mikko og Joonas spunnu í Norræna húsinu á föstudag frjálst og villt, en á laug- ardagstónleikunum hafði danski bassaleikarinn Westergaard bæst í hópinn. Hann lenti hálfum öðrum tíma fyrir tónleika en maður hefði haldið að hann hefði leikið með tríóinu öll árin þrjú sem það hefur starfað. PELbO býr yfir æskufjöri og sjarma og leitar mjög á mið popps- ins, sem er rökrétt í tónlist sem þeirra. Söngkonan Ine hefur ágæta rödd, en stenst engan samanburð við þær norsku söngkonur er heim- sótt hafa okkur á síðustu árum, Live Mariu Roggen í Come Shine og Eldbjøgu Raknes, sem er ókrýnd drottning raddsmölunar- innar á Norðurlöndum. Live er skemmtileg á að horfa, hoppandi og skoppandi, og skattið hennar í „The noise“ var flott. Túbuleik- arinn Kristoffer var jafnframt fjör- ugur í hreyfingum og blés kröft- uglega í túbuna, þetta gamla hrynhljóðfæri New Orleans- djassins. Hann var bæði í hlutverki hrynleikara og blásarasveitar, en blés enga hefðbundna sólóa einsog Ray Draper, sem Coltrane hljóðrit- aði með. Trond trommari kemst örugglega í hóp eðaltrommara Norðmanna með tímanum, haldi hann dampinum. Hann var oftar en ekki í flokki rokktrommara í þess- ari tónlist, en sýndi fínt bakkaspil og sló tomtom trommurnar stund- um með handbragði Krupa og Big Sids. Þessum fyrri hluta tón- leikanna var útvarpað beint svo les- endur geta farið á vef RÚV og hlustað á þá þar. PLOP er annarrar gerðar og þroskaðri. Mikko Innanen er fínt tónskáld og ágætur saxófónleikari. Í altóleik hans bregður oft fyrir áhrifum frá Ornette Coleman, sem eru hin bestu meðmæli, og barrý- tonsaxófónblástur hans er kraft- mikill og oft hrár. Hann kom gletti- lega á óvart ókunnugum er hann blés undurfagra gullinska melódíu sína „The end is the beginning“ og þúsundvatna landið speglaðist í norrænu tónaljóði. Joonas Riipa er glettilega fínn trommari og í verki sínu „The Ru- les“ svingaði hann feitt. Annars var hann oftar á frjálsari nótum og aðdáunarvert var hversu þeir nafn- arnir, hinn finnski og danski, náðu saman í samspunanum. Þrjár stjörnur norskar og fjórar finnskar og þúsund þakkir til allra er gerðu þessa tónleika mögulega Æskufjör og þroskað frelsi Norræna húsið PELbO og PLOP bbbmn PELbO: Ine Kristine Hoem, söngur og hljóðsmalar, Kristoffer Lo túbu og rödd, Trond Bersu trommur; PLOP: Mikko Inn- anen altó- og barrýtonsaxófónar og ásláttur, Jonas Wetsergaard bassa og Joonas Riipa trommur. VERNHARÐUR LINNET TÓNLIST PELbO Býr yfir æskufjöri og sjarma. PLOP Annarrar gerðar og þroskaðri. Sú var tíðin að Universal-kvik- myndaverið var jafnan skilgreint sem annar „litli risinn“ í Holly- wood, það var ekki fyrr en upp úr 1970 að fyrirtækið fór að rétta úr kútnum, ekki síst með tilkomu Stevens Spielberg, Lew Wesser- man og nokkurra gæðaleikstjóra og framleiðenda til viðbótar. Fram yfir miðja öldina var það sýnilegast af hrollvekjum sínum og skrímslamyndum, þar sem leikarar á borð við Lon Chaney, Claude Rains og Peter Karloff gerðu garðinn frægan undir stjórn James Whale o.fl. „Skrímsla“-myndir Universal urðu klassískar margar hverjar, en í þessum hópi voru nánast allar þekktustu hryllingsmynda- persónur Hollywood fram undir 1960. Rennum yfir frægustu titl- ana því til staðfestingar, við eig- um örugglega eftir að sjá þeim bregða fyrir í endurgerðaráráttu Hollywood næsta áratuginn: The Hunchback of Notre Dame (Quasimodo), The Phantom of the Opera, Dracula, Brides of Dracula, Frankenstein’s Monster, The Mummy, The Invisible Man , Bride of Frankenstein, The Wolf Man, Mr. Hyde, Dr. Frankenstein, Invisible Woman. Þegar óvættir voru aðalsmerki Universal

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.