Morgunblaðið - 15.02.2010, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 15.02.2010, Blaðsíða 19
Umræðan 19 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. FEBRÚAR 2010 Grunnur að góðu lífi : : 535_1000 Fasteignasala . Íbúðarhúsnæði . Skúlatún 2 . 105 Rvk Þorlákur Ó. Einarsson lögg. fasteignasali stakfell.is Þórhildur Sandholt lögfr. og lögg. fast.sali Fax 535 1009                       ! "  Galtalind KÓP - 4ra herb. 113,3 fm fjögurra herb. íbúð á 3. hæð auk 6,2 fm sérgeymslu á jarðhæð. Björt stofa, 3 svefnh., Þvottah. í íbúð. Parket og flísar á gólfum. Kjarrhólmi - 4 herb. 90 fm íbúð á þriðju hæð. Íbúðin er parketlögð nema bað er flísalagt. Svefnherbergi rúmgóð. Þvottah. í íbúð. Verð 20,4 millj. Stórikriki - einbýlishús 301,6 fm hús á einni hæð, þar af 46,8 fm bíl- skúr. Húsið er fokhelt. Í húsinu er gert ráð fyr- ir þremur barnah. auk hjónah. með sérbað- og fatah. Eldhús með eyju. Stór stofa. Skaftahlíð - 4ra herb. 119,0 fm íbúð + 30,1 fm bílskúr. Eignin skipt- ist í forstofu, gestasn., 3 svefnh. Bað er end- urgert og með tengi fyrir þ+þ. Tvennar svalir. Verðtilboð. Gullengi - 5 herb. 122,5 fm íbúð á 3. hæð auk 10,8 fm geymslu í kjallara, skilast fullbúin án gólfefna, en með flísalögðum bað- og þvottahúsgólfum. Sér inngangur af svölum. Vesturberg - endaraðhús 213,7 fm endaraðhús, þar af 30,9 fm inn- byggður bílskúr. Nýlega var eignin steinuð og pússuð að utan. Eignin er í grónu hverfi. Áhvílandi hagstæð lán. Dunhagi - 5 herb.+ stúdíóíbúð m/sérinng. 153 fm alls. Íbúðin er 126 og skiptist í góða stofu og sérborðstofu. Endurnýjað bað. Eld- hús með hvítri fulningainnr. og nýlegum tækj- um, 3 svefnh. Á jarðhæð er 26 fm stúdíóíbúð með sérinng. Verð 29,9 millj. GÓÐ KAUP. Skipalón - 50 ára + Glæsileg 120 fm 3ja herbergja íbúð á annarri hæð í lyftuhúsi með stæði í bílageymslu. Sér- smíðaðar innréttingar með granít borðplötum. Tvö baðherbergi, eitt innaf hjónaherbergi. Ásholt - 3ja herb. 133,7 fm þar af 26 fm stæði í bílskýli. Gengið úr borðstofu á verönd. Afgirtur, upplýstur garður. Húsvörður. Falleg eign í hjarta Reykjavíkur. Einnig til sölu atvinnuhúsnæði á jarðhæð. : : 535_1000.is JÓHANN Páll Sím- onarson ryðst enn fram á ritvöllinn í Morgunblaðsgrein 6. febrúar til varnar af- ar sértækum einka- hagsmunum mjög fá- menns minnihluta landsmanna, sem beitir öllum tiltækum ráðum til að viðhalda flugstarfsemi í Vatns- mýri á kostnað mikilsverðra al- mannahagsmuna borgarbúa og annarra landsmanna. Frá flugvall- arkosningunni 2001 hefur sam- gönguráðherra haldið úti virkum rithópi úr röðum þessa minni- hluta, sem aldrei hefur fundið hjá sér þörf fyrir haldbær rök og sanngirni heldur skákað í skjóli baneitraðs atkvæðamisvægis í málflutningi sínum. Jóhann, sem nýlega sóttist eftir umboði til að ráðskast með hagsmuni borgarbúa í ráðhúsi Reykjavíkur á næsta kjörtímabili, nær áður óþekktum lægðum í málflutningi sínum með aðdróttunum og dylgjum í garð undirritaðs, með hreint ótrúlegum útúrsnúningum, fáfræði og lítils- virðingu fyrir almannahag íbúa í Reykjavík og með grófum afflutn- ingi á málstað Samtaka um betri byggð. Alkunna er að Vatnsmýrarvöll- urinn, sem samgönguyfirvöld þröngva með ofbeldi upp á borg- arbúa, hefur á liðnum áratugum splundrað byggðinni á höfuðborg- arsvæðinu og valdið Reykvík- ingum og öðrum landsmönnum ólýsanlegu tjóni. Því er afar mik- ilvægt nú að kjósendur spyrji sjálfa sig og frambjóðendurna, sem gefa kost á sér til starfa í borgarstjórn Reykjavíkur á næsta kjörtímabili, hverjir séu brýnustu hags- munir borgarsam- félagsins, hvernig megi stöðva stjórn- lausa útþenslu byggð- ar og hvernig megi þess í stað byggja borgina inn á við til mikilla hagsbóta fyrir Reykvíkinga og aðra landsmenn. Allan lýð- veldistímann og enn lengur hafa þingmenn af landsbyggðinni ráðið lögum og lofum í veigamestu fastanefndum Alþingis í skjóli mikils misvægis atkvæða og beitt þar illa fengnu valdi yfir allri áætlanagerð, ákvörðunum og ráð- stöfun fjármuna á sviði sam- gangna gegn hagsmunum mikils meirihluta landsmanna í höf- uðborginni. Á vef Alþingis eru nú rafrænar upplýsingar um skipan 9 manna samgöngunefndar og 11 manna fjárlaganefndar á 63 löggjaf- arþingum frá árinu 1954 til ársins 2009 (74. – 137. löggjafarþing). Á þessum 63 þingum áttu Reykvík- ingar alls 29 nefndarsæti í sam- göngunefnd, 0,46 sæti af 9 að meðaltali eða 5,1%. Á sama tíma- bili áttu Reykvíkingar alls 69 nefndarsæti í fjárlaganefnd, 1,05 sæti af 11 að meðaltali eða 10%. Á 40 þingum á tímabilinu áttu Reyk- víkingar engan fulltrúa í sam- göngunefnd og á 25 þingum engan í fjárlaganefnd. Á 28 þingum á sama tímabili (63 þing) áttu hvorki Reykvíkingar, aðrir höfuðborg- arbúar né Suðurnesjamenn full- trúa í samgöngunefnd og engan á 9 þingum í fjárlaganefnd. Verðugt rannsóknarefni er að Reykvík- ingar virðast hafa risið upp 1956 en verið kveðnir rækilega í kútinn 1959: á þremur þingum áttu þeir 5 fulltrúa í fjárlaganefnd en engan næsta aldarfjórðunginn! „Yfirburðir“ landsbyggðarþing- manna í þessum nefndum eru yf- irþyrmandi og þingmenn af höf- uðborgarsvæðinu veigra sér einatt við þátttöku í nefndarstörfunum. Þannig handstýra landsbyggð- arþingmenn nánast í einrúmi og að eigin geðþótta öllum ákvörð- unum, áætlunum og skiptingu op- inbers framkvæmdafjár. Alvarleg birtingarmynd þessa gjörspillta fyrirkomulags eru knappar fjár- veitingar til stofnbrauta á höf- uðborgarsvæðinu allan lýðveld- istímann, sem ógna lífi og limum borgarbúa í æ ríkari mæli. Árið 2009 var hlutdeild svæðisins 2,5% af vegafé þó 70% af tekjum vega- sjóðs hljótist af umferðinni þar. Á árinu 2010 er gert ráð fyrir að ekkert vegafé komi í hlut borg- arbúa en áratuginn þar á undan var meðaltalið um og innan við 25%. Í svari við tilmælum Samtaka um betri byggð í nóvember 2007 um jöfnun milli kjördæma við skipan í samgöngunefnd og fjár- laganefnd sagði Sturla Böðvarsson þáverandi forseti þingsins að nið- urröðun í þær væri alfarið háð óskum einstakra þingmanna hverju sinni. Ekkert er þó fjær sanni eins og úttektin á meðfylgj- andi skýringarmynd sannar, reglufestan er alger og nið- urnjörvuð áratug eftir áratug. Til grundvallar þessu gjörspillta fyr- irkomulagi er þegjandi sam- komulag landsmálaflokkanna. Landsbyggðararmar þeirra fá flestum kröfum sínum framgengt á landsfundum fjórflokksins í skjóli atkvæðamisvægisins, þ.m.t. skipan í þingnefndirnar. Er nema von að svona kerfi hrynji til grunna? Í skugga þessa spilling- arvefs beita flugvallarsinnar sér reglulega gegn höfuðborgarbúum í áróðursherferðum á síðum dag- blaða og klykkja gjarnan út með skoðanakönnunum á kostnað skattgreiðenda. Eftir Örn Sigurðsson » Í samgöngunefnd Al- þingis þrífst gjör- spillt verklag handstýr- ingar, sjálftöku og misbeitingar valds gegn borgarsamfélaginu í skugga atkvæðamis- vægisins Örn Sigurðsson Höfundur er stjórnarmaður í Sam- tökum um betri byggð. Reykvíkingar, er þetta lýðræðið í lýðveldinu? Eyrnalokkagöt sími 551 2725

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.