Morgunblaðið - 06.03.2010, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 06.03.2010, Blaðsíða 20
20 FréttirVIÐSKIPTI/ATVINNULÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. MARS 2010 Eftir Örn Arnarson ornarnar@mbl.is ÞRÁTT fyrir að nýjustu tölur Hag- stofunnar um landsframleiðslu bendi til þess að landið hafi tekið að rísa undir lok síðasta árs er ekki allt sem sýnist. Landsframleiðslan dróst saman að raungildi um 6,5% í fyrra og er um að ræða mesta sam- drátt á ársgrundvelli allan lýðveld- istímann. Mestur var samdráttur- inn fyrstu þrjá mánuði ársins, ríflega 9%, en svo rættist aðeins úr málum undir árslok. Samkvæmt Hagstofunni var 3,3% hagvöxtur á milli 3. og 4. árs- fjórðungs í fyrra en hinsvegar er hann að mestu tilkominn vegna fjárfestingar í skipum og flugvélum undir lok ársins fyrir ríflega 11 milljarða króna. Hér er því ekki að ræða um var- anlegan viðsnúning heldur vöxt vegna einstaka fjárfestingar. Við þetta bætist að Hagstofan segir að leiðrétting útreikninganna um árs- tíðabundna þætti ofmeti hagvöxtinn á milli 3. og 4. ársfjórðungs í fyrra. Þessi kippur í fjárfestingu í lok ársins kemur í kjölfar algers hruns fyrstu níu mánuði ársins. Sam- kvæmt Hagstofunni dróst fjárfest- ing saman um 50% á árinu. Það sama gildir um aðra þætti þjóð- arútgjalda en einkaneysla dróst saman um 15% í fyrra. Samdráttur samneyslunnar var þó mikið minni eða rétt um 3%. Samtals drógust þjóðarútgjöld saman um fimmtung í fyrra. Innflutningur minnkaði einnig stórlega en hann dróst saman um 24%. Útflutningur jókst hinsvegar um 6,2% og leiddi þessi þróun til þess að verulegur afgangur varð af vöru- og þjónustuviðskiptum. Þetta eitt varð til þess að samdráttur í landsframleiðslu var þrátt fyrir allt umtalsvert minni en samdráttur í þjóðarútgjöldum. Tölurnar draga upp dökka mynd Það er því ekki björt mynd sem blasir við þegar rýnt er í tölur Hagstofunnar um landsframleiðsl- una í fyrra. Helstu drifkraftar hag- vaxtar eru máttlausir um þessar mundir. Einkaneysla sem hlutfall af landsframleiðslu var ríflega 50% og hefur aðeins einu sinni mælst jafn lítil síðustu þrjátíu ár en það var árið 2002. Hlutfall fjárfestingar er einnig lágt í sögulegu samhengi en það var aðeins 14% í fyrra. Hag- stofan bendir á að meðaltal þessa hlutfalls hjá aðildarríkum Efna- hags- og framfarastofnunarinnar hafi verið 20% síðasta aldarfjórð- ung. Hinsvegar er hlutfall samneysl- unnar af landsframleiðslu enn mjög hátt, en það mældist 26% í fyrra. Þetta er hærra hlutfall en síðustu fimm ár samkvæmt Hagstofunni en þau ár mældist hún há í sögulegu samhengi. Drifkraftar hagvaxtar á Ís- landi sjaldan jafn máttlitlir  Hagvöxtur fjórða fjórðungs í fyrra tilkominn vegna nokkurra skipa og flugvéla Landsframleiðsla eftir ársfjórðungum 2004-2009 1. ársfj. (Breyting*) 2. ársfj. (Breyting*) 3. ársfj. (Breyting*) 4. ársfj. (Breyting*) *Ársfjórðungsleg breyting, árstíðaleiðrétt Verg landsframleiðsla, verðlag hvers árs 2004 2005 2006 2007 2008 2009 224.912 241.521 274.315 307.114 326.012 353.252 (7%) (2,6%) (1,2%) (-2,3%) (4,3%) (-4,2%) 225.049 254.999 290.207 326.461 364.102 375.943 (-0,4%) (0,3%) (1%) (8,9%) (-4,2%) (1,2%) 237.706 267.371 301.118 338.348 381.621 382.356 (1%) (5,1%) (3,7%) (3,6%) (3,8%) (-7,2%) 241.221 262.826 302.937 336.594 405.913 388.611 (2,7%) (-2,2%) (-0,5%) (-6,8%) (-1,6%) (3,3%) Mesti samdráttur í landsfram- leiðslu frá 1995 varð í fyrra. Einkaneysla og fjárfesting eru í sögulegu lágmarki, á meðan hlutfall samneyslu er mikið. Stuttar fréttir ... ● LÍFLEGT var á skuldabréfamark- aðnum í gær og nam heildarveltan tæpum 15 milljörðum. Fjárfestar flykktust í óverðtryggð ríkisskuldabréf en veltan með þau námu ríflega 11 milljörðum. Skuldabréfavísitala Gamma fyrir óverðtryggð stóð þó nán- ast í stað í viðskiptunum en hún hækk- aði hins vegar um tæp 0,2% í við- skiptum vikunnar. Verðtryggða vísitalan lækkaði um 0,4% í gær en vikulækkunin nam 0,2%. Mikil skuldabréfavelta ● KÍNVERSK stjórnvöld stefna að því að hag- vöxtur verði 8% í ár. Þetta kom fram í ávarpi Wen Jiaba- os forsætisráð- herra, til þing- heims í Höll alþýðunnar í gær. Hinsvegar lýsti for- sætisráðherrann því yfir að stjórn- völd myndu draga úr nýjum opinberum framkvæmdum og varaði við því að undirliggjandi hættur leynist í kínverska bankakerfinu. Meiri vöxt til frambúðar Hann sagði einnig að þrátt fyrir að Kína hafi verið fyrsta hagkerfið til þess að rísa upp úr fjármálakreppunni þyrfti meiri vöxt til þess að tryggja framgang hagkerfisins til frambúðar. Wen Jiabao ávarp- ar þingheim í Höll alþýðunnar. Kínverjar þurfa meiri hagvöxt að mati Jiabao ARION banki hefur tekið yfir rekstur tveggja stórra svínabúa, Brautarholts á Kjalarnesi og Hýrumels í Borg- arfirði. Samkvæmt upplýsingum frá Arion banka voru búin tekin yfir vegna skuldavanda, en bankinn gefur ekki upp um hversu háar skuldir hafi verið að ræða. Sam- kvæmt ársreikningi Brautarholts fyrir árið 2008 námu skuldir 919 milljónum króna og voru 278 millj- ónum króna hærri en eignir. Ekki hefur verið ákveðið um framhaldið í rekstri búanna, en þau eru þó enn starfrækt sem fyrr. ivarpall@mbl.is Arion tekur yfir svínabú Grís Í eigu Arion.  Skuldir Brautar- holts námu tæpum milljarði 2008 VIÐRÆÐUR eru hafnar um kaup búlgarska bankans Central Coo- perative á hlut Milestone í Stater Banka í Makedóníu en Milestone á 91,71% hlut í bankanum. Central Cooperative er dótturfélag stærsta eignarhaldsfélags Búlg- aríu, Chimimport. Á bankinn fyrir tvo banka í Makedóníu, Sileks Banka og Post Bank. Hluturinn í bankanum er meðal eigna í þrotabúi Milestone, fjár- festingafélagi sem var í eigu bræðranna Karls og Steingríms Wernerssona. Hafa ýmsar eignir komið fram í þrotabúinu, svo sem gokart-bílar og vínekra í Make- dóníu. Rætt um bankasölu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.