Morgunblaðið - 06.03.2010, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 06.03.2010, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. MARS 2010 Hvar annarsstaðar íveröld- inni ætli það ger- ist að lögum sam- kvæmt sé haldin almenn atkvæða- greiðsla meðal þjóðarinnar og leiðtogar ríkisstjórnarinnar lýsi því yfir að þeir ætli ekki að mæta á kjörstað? Og ekki nóg með að leiðtogarnir ætli ekki að mæta á kjörstað, þeir gera allt sem þeir geta til að draga úr þátttöku. Þau Jóhanna Sigurð- ardóttir, forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, og Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra og formað- ur Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, hafa í að- draganda þeirrar atkvæða- greiðslu sem fram fer í dag komið fram með algerlega óviðunandi hætti. Alveg fram á síðustu stundu héldu þau því opnu og reyndu að ná því fram að hætt yrði við kosn- inguna. Þessu til viðbótar var kynning á kosningunni í al- geru lágmarki þannig að fólki var gert eins erfitt fyrir og kostur var að nýta atkvæð- isréttinn. Í gær hafa þau Jóhanna og Steingrímur líklega farið að átta sig á að þau hafa ofboðið þjóðinni með framgöngu sinni. Þau hafa sennilega séð að fólk kynni ekki að meta hvernig þau hafa reynt að spilla atkvæðagreiðslunni og þar með að veikja stöðu Ís- lands gagnvart Bretum og Hollendingum. Steingrímur hefur skynjað að fólk er ósátt við að hann hefur ítrekað farið gegn þeim ráðum sem hann hefur fengið frá fjölda manna, þar með talið inn- an úr samn- inganefnd Íslands frá Lund- únum, um að stjórnvöld hætti að gera lítið úr þjóðarat- kvæðagreiðslunni. Í gær hef- ur Steingrímur áttað sig á að fólk kann ekki að meta að hann skuli hafa unnið leynt og ljóst gegn hagsmunum Ís- lands og það hlýtur að vera skýringin á því að þá fór hann að dylgja um að innan samn- inganefndar Íslands hefði verið unnið gegn því að samn- ingar næðust. Steingrímur hefur ekki komið fram af stórmennsku í því að leysa Icesave-málið og við því var ef til vill ekki að búast. Að hann skuli ofan á eigin skemmdarverka- starfsemi reyna að koma sök á samninganefndarmenn Ís- lands er þó nokkuð sem jafn- vel hann hlýtur að sjá að er of langt gengið. Íslendingar sitja í bili uppi með ríkisstjórn þeirra Jó- hönnu Sigurðardóttur og Steingríms J. Sigfússonar og líða fyrir það á hverjum degi. Við því er fátt að gera á með- an þau njóta stuðnings þing- flokka sinna. Í dag eiga Ís- lendingar þess þó kost að hafna hluta af þeirri ógæfu sem Jóhanna og Steingrímur vilja kalla yfir þjóðina. Tæki- færi sem þetta kemur ekki oft og enginn skyldi láta það fram hjá sér fara. Hvar annars staðar neita leiðtogar rík- isstjórnar að mæta á kjörstað?} Einstakt tækifæri Það vinnur eng-inn sitt dauðastríð,“ sagði skáldið. Vissu fleiri en þögðu þó. Reyndar hélt ís- lenskt skáld í vesturheimi því fram að sannast hefði á hon- um sjálfum og Lasarusi að líf- ið væri sterkara en dauðinn. Því hefur verið trúað að undanförnu að hinn breski Brown, sá sem ónotast hefur út í Íslendinga, væri fyrir löngu pólitískt dauður og væri á endalausum flótta undan út- fararstjóranum og dánarvott- orðinu. Seinast bárust um það fréttir að hann kæmi síst bet- ur fram við starfsmenn sína í Númer 10 en við Íslendinga, tuddaðist á þeim og tæki á taugum. Þetta virtust ekki hjálplegar fréttir. En þá brá svo við að fylgi flokksins hans tók kipp upp á við. Virtust menn skyndilega kunna betur að meta skaphundinn en hinn snotra, ef ekki sykurhúðaða andstæðing hans. En fréttaskýrendur segja að fylgisbreytingin hafi ekkert með fautahátt forsætisráð- herrans að gera. Kjósendum hafi loks orðið ljóst að Íhalds- flokkurinn hefði ætlað sér að sigla til valda á þeim vindi einum sem óvinsældir Browns blésu í segl hans. Ekkert væri fram komið fyrir hvað sá flokkur stæði. „Við erum ekki Brown“ væri slagorð sem dygði íhaldsmönnum ekki lengur. Sé þetta svo geta aðrir dregið af því lærdóm. Óvin- sældir andstæðinga geta vissulega stundum einar sér tryggt sigur. Síðustu kosn- ingar sanna það. En það er ekki öruggt. Óvinsælir andstæð- ingar tryggja ekki endilega sigur} Pólitískt dauðastríð má vinna S íðast þegar ég safnaði yfirvar- arskeggi hló Sigurður Sveinsson hærra en ég hafði heyrt lengi. Var sú örvhenta stórskytta þó þekkt fyrir bæði háar og langar hlát- urrokur þannig að stundin var býsna vand- ræðaleg fyrir unglegan (og laglegan) blaða- mann. Þetta var á hótelherbergi í París snemma árs 1989; annaðhvort að morgni dagsins þegar Ís- land varð heimsmeistari í handbolta eða daginn áður. B-heimsmeistari reyndar, svo öllu sé rétt til haga haldið. En skeggið var ekki B; það var A-skegg. Eða svo fannst mér, þar til Siggi fór að hlæja. Ég leyfði mér sem sagt að kalla bjánalegu röndina ofan efri vararinnar skegg. Söfnunin kom ekki til af góðu. Eða jú, hún kom einmitt til af góðu. Ísland tapaði fyrir Rúmeníu í borginni Cherbourg við Ermarsund í riðlakeppninni snemma móts og ég hét því að fjarlæga ekki lóna, hvorki að hluta né öllu leyti, af efri vörinni fyrr en liðið yrði lagt að velli á ný eða stæði á efsta þrepi með gullið. Hver sigurinn af öðrum vannst, fyrst í Cherbourg, síðan í Strasbourg og bros íslenska hópsins stækkaði í réttu hlut- falli við aukinn ófríðleika minn. En hvað gerir maður ekki fyrir landið sitt? Hárrétt; allt nema setja það á hausinn. Við – ég segi við vegna þess mér fannst ég auðvitað orð- inn einn af liðsmönnunum eftir að hafa fórnað mér svona fyrir málstaðinn; við sigruðum Pólverja með glæsibrag í úrslitaleiknum í Parísarborg. Það var einn flottasti sigur landsliðsins lengi, hálf þjóðin eða svo skrapp í dagsferð til Frans til þess að fylgj- ast með leiknum og hlæja að mér og hvort tveggja var sérlega vel heppnað. Strákarnir okkar komu heim á Frón degi síðar sem hetjur og Bogdan þjálfari fékk fálka- orðuna nokkrum dögum síðar. Ég rakaði mig en það fór ekki hátt. Töluvert var reyndar fagnað á heimilinu en það var allt og sumt. Sá hávaði rifjaðist upp fyrir mér í fyrradag þegar ég staulaðist fram af baðherberginu eft- ir morgunverkin. Dæturnar á leið í skólann, konan í vinnuna og ég aftur á leið undir sæng þegar mér fannst þær hljóta að hafa séð geit- ung. Öskrin voru þannig en ég áttaði mig fljót- lega á því að þeir eru ekki í þessum heimshluta á þessum árstíma. Rotta? Ljón? Þegar þær bentu allar á mig og grettu sig áttaði ég mig hvers kyns var. Þeim líkaði ekki Clark Gable-röndin sem ég var nýbú- inn að móta á Sigurðar-reitnum. Maður safnar ekki skeggi nema spari, a.m.k. ekki á efri vörina. Annaðhvort þegar gull er í húfi eða safna á pen- ingum í þágu góðs málstaðar og nú á að hjálpa Krabba- meinsfélaginu. Þess vegna verður mottan á sínum stað út mánuðinn. Ég er ekki viss um að konurnar verði það, en vona það besta. Röndin fer ekki (nema mér verði skipað að fjarlægja hana). Áhugasamir um óhljóðin á baðherberginu geta ýtt hér til að hlusta. Ljósmynd er hér. Vonandi klikk- ar ekki Facebook. skapti@mbl.is Skapti Hallgrímsson Pistill Að safna skeggi eða ekki-skeggi Lögin skýr og ekki eftir neinu að bíða FRÉTTASKÝRING Eftir Ágúst Inga Jónsson aij@mbl.is Ú tgerðarmenn knýja á um að fyrirkomulag makrílveiða verði ákveðið sem fyrst. Þeir telja það nauð- synlegt svo hægt sé að skipuleggja veiðarnar og undirbúa vinnsluna, sem kalli á fjárfestingar til að auka verð- mæti. Friðrik J. Arngrímsson, fram- kvæmdastjóri LÍÚ, segir að lögum samkvæmt eigi að úthluta makrílnum á skip og því sé ekki eftir neinu að bíða. Í fyrrasumar var ákveðið að hafa sóknarmark á veiðunum og gafst það illa að mati útvegsmanna. Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra sagði nýlega að stýring yrði á veið- unum í sumar en varanlegu aflamarki yrði ekki úthlutað. Friðrik segir að ráðherra verði að fara að lögum varð- andi stjórn markrílveiðanna og að ákvæði séu skýr um það hvernig haga beri veiðum úr stofni eins og makríln- um. Fram hefur komið að meginþung- inn í veiðunum hafi verið of snemma síðasta sumar. Það hafi haft í för með sér að minna hafi verið unnið af bæði makríl og norsk-íslenskri síld. Verð- mæti hafi líka farið forgörðum með því að veiða mánuði of snemma í bræðslu. Veiðireynsla mikilvæg Lög nr. 151/1996 um fiskveiðar ut- an lögsögu Íslands eru talin eiga við um makrílveiðar, þó svo að makríllinn veiðist að langmestu leyti innan ís- lenskrar lögsögu. Mismunandi ákvæði gilda eftir því hvort veiði- reynsla er samfelld, í skilningi lag- anna, úr viðkomandi stofni eða ekki. Veiðireynsla íslenskra skipa á makríl telst ekki samfelld þar sem skilyrði um tímalengd veiða hefur ekki verið náð. Þegar ekki er fyrir hendi samfelld veiðireynsla úr stofni skal ráðherra ákveða aflahlutdeild einstakra skipa. Skal ráðherra í þeim tilvikum m.a. taka mið af fyrri veiðum skips en einnig getur hann tekið mið af stærð skips, gerð þess eða búnaði og öðrum atriðum sem máli skipta. Þegar sam- felldri veiðireynslu telst náð skal afla- hlutdeild einstakra skipa ákveðin á grundvelli veiðireynslu þeirra miðað við þrjú bestu veiðitímabil þeirra á undangengnum sex. Ekki „ólympískar“ veiðar „Við höfum lagt til að það verði sett aflamark á skip við þessar veiðar og þá kemur það að megninu til á upp- sjávarflotann. Jafnframt er það okk- ar tillaga að einhverju magni verði haldið eftir fyrir aðra sem vilja spreyta sig í þessum veiðum,“ segir Friðrik. Á aðalfundi LÍÚ í fyrrahaust, sem allar uppsjávarútgerðirnar eiga aðild að, var eftirfarandi samþykkt: „Aðal- fundurinn leggur á það áherslu að til þess megi ekki koma að makrílveiðar verði með „ólympísku“ fyrirkomulagi á næstu vertíð. Með því móti væri miklum verðmætum kastað á glæ. Af- ar mikilvægt er að útgerðum verði gert kleift að skipuleggja veiðarnar og gera þannig sem mest verðmæti úr veiddum afla. Til að svo megi verða þarf að setja aflamark á skip. Jafnframt verði tryggt að nýir aðilar geti komið að þessum veiðum og hluti aflamarksins verði ætlaður þeim.“ Grænland Ísland N or eg ur Sv íþ jó ð Sumardreifing makríls og líklegar gönguleiðir seinustu ár. Rauðir hringir tákna fréttir af makríl. Makrílveiðar gætu hafist eftir um fjóra mánuði. Ekki liggur enn fyr- ir hvernig stjórnun verður háttað. Talið er að mikil verðmæti hafi farið í súginn í „kapphlaupinu“ sem var við veiðar síðasta árs. Meðal tillagna starfshóps sjáv- arútvegsráðherra um makrílveiðar er að tryggja beri möguleika sem flestra til að taka þátt í veiðunum og hluta leyfilegs aflamagns verði ráðstafað í þeim tilgangi. Á síðustu fjórum árum hafa ís- lensk skip veitt 269.248 tonn af makríl. Af þessum afla hafa upp- sjávarskipin, 31 talsins, veitt 269.226 tonn eða 99,99% aflans. Aðrir, 108 bátar, einkum króka- og aflamarksbátar, hafa veitt 21,5 tonn eða 0,01% af makrílaflanum. Þar af hefur Siggi Bessa, krókabát- ur frá Hornafirði, verið drýgstur með 11,1 tonn. 108 BÁTAR MEÐ 0,01% ›› Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.