SunnudagsMogginn - 14.11.2010, Blaðsíða 15

SunnudagsMogginn - 14.11.2010, Blaðsíða 15
mótið sem ég keppti á í Hollandi um daginn, það er meðal þeirra næststerkustu og þar komst ég í átta liða úrslit. Á þannig mótum eru allir þeir bestu í heimi en svo fer ég líka stundum á mót þar sem er fólk frá svona 30 á heimslista niður í 100 og á þeim mótum kemst ég gjarnan í undanúrslit og úrslit,“ segir Ragna. Reynslunni ríkari Sem barn var Ragna í fimleikum en byrjaði í badminton þegar hún var níu ára gömul en eldri bróðir hennar var líka í badminton. Þau systkinin fylgdust síðan að í íþróttum og Ragna hætti í fimleikum og fór að einbeita sér að badmintoninu. Hún var 13 ára gömul þegar Elsa Nielsen fór á Ólympíuleikana og segir að þá hafi hún uppgötvað að þetta vildi hún líka gera og ákvað þar með að komast á Ólympíuleikana einn daginn og æfa á fullu þar til hún yrði orðin nógu gömul til að fara á mót erlendis. Árið 2002 byrjaði hún að keppa á alþjóðlegum mótum og reyndi fyrst við Ólympíuleikana 2004 og nærri því komst inn. Hún var síðan reynslunni ríkari árið 2008 og komst þá áfram. Á svipuðum stað og 2007 „Í dag er ég í einkaþjálfun hjá þjálfaranum sem ég hef æft hjá síðan ég var lítil. Hann kemur upprunalega frá Kína en hefur búið hér í 20 ár. Við æfum tækni, snerpu- æfingar og aðrar badmintonæfingar saman tvisvar í viku. Svo er ég á kvöldæfingum með meistaraflokki og þá er ég aðallega að æfa með strákunum. Þar er æft spilaform og annað slíkt. Síðan er ég líka í einkaþjálfun í World Class, er að lyfta og æfa þolið, fer í spinning og jóga. Maður þarf sífellt að vera að byggja upp þolið og líka að vera sterkur líkamlega. Ég er ekkert alltaf að æfa inni á badmintonvellinum og þurfti líka að passa hnéð, lyfta og styrkja það. Mér finnst ég vera komin núna á svipaðan stað og þegar ég var upp á mitt besta árið 2007. Þá gekk mér mjög vel og held að ég sé að komast á þann stað núna. Ég er mikill sóknarspilari og gengur best þannig en það mætti þá á móti segja að ég gæti bætt vörnina mína aðeins. Maður reynir að bæta sig þannig að hvort tveggja verði jafn gott,“ segir Ragna. Heimspekin og sálfræðin nýtast Spurð um andlegu hliðina í kjölfar meiðsla og uppbygg- ingar á nýjan leik segir Ragna að þar hafi BA-nám í heimspeki og sálfræði, sem hún lauk frá Háskóla Ís- lands í fyrra, nýst sér vel. Það hafi hjálpað sér við að pæla í hlutum eins og því hvernig líkaminn og sálin tengjast, en um það fjallaði einmitt BA-ritgerð Rögnu. Hún segist sjálf pæla mikið í íþróttasálfræði og fór til tveggja íþróttasálfræðinga á sínum tíma. Ragna segir að þeir leggi áherslu á að fólk hugleiði, ímyndi sér sig að vinna leiki, ímyndi sér að líkaminn muni lagast af meiðslum og að fólk sjái sjálft sig fyrir sér spila eins og það sé upp á sitt besta. Hún segist hafa nýtt sér það vel, líka til að bæta einbeitinguna. Þá hefur Ragna farið á ýmsa fyrirlestra á vegum Íþrótta- og ólympíusambands Íslands (ÍSÍ) t.d. hjá Sigurði Ragnari, þjálfara kvenna- landsliðsins í fótbolta, og Guðmundi handboltalands- liðsþjálfara. Hún segist halda að aukinn áhugi sé á and- legu hliðinni í dag og þeir sem standi sig vel með sínum liðum, eins og þeir tveir, hugsi um að breiða út þennan boðskap. Hefur aldrei drukkið eða reykt Ragna reynir líka að breiða út þennan boðskap í for- varnahópnum sem hún hefur stjórnað hjá TBR síðan í haust. Forvarnarhópurinn er fyrir þá unglinga sem hafa ákveðið að neyta ekki vímuefna en þeim er umbunað fyrir með aukaæfingum og fyrirlestrum þar sem áhersla er lögð á andlegu hliðina og taktískar æfingar. „Ég hef lagt mikinn metnað í það að vera frábær fyrirmynd en ég drekk ekki eða nota tóbak. Þessu vildu þjálfararnir og framkvæmdastjórinn hjá TBR að ég myndi miðla til yngri krakkanna. ÍSÍ hefur þrýst dálítið á sérsamböndin að koma af stað svona forvarnarstarfsemi fyrir ung- linga. Hópurinn sem ég sé um er keppnishópur TBR en í honum eru unglingar á aldrinum 16 til 19 ára. Þeir æfa mikið, ætla sér að ná langt og hreinlega aldrei að drekka, reykja né nota munntóbak. Þetta er stór hópur yngri kynslóðarinnar þannig að þetta er mjög gott fyrir framtíðina. Starfið byggist þannig upp að ég held auka- æfingar með þeim þar sem komið er meira inn á and- lega þáttinn og taktísku hliðina. Við hittumst af og til um helgar og spjöllum saman, ég held líka smáfyr- irlestur og svo förum við á taktíska æfingu þar sem ég miðla til þeirra því sem ég hef lært á mótum erlendis. Eins og t.d. hvernig aðrir leikmenn haga sér og hvernig maður á að höndla það,“ segir Ragna. Eru unglingar beittir miklum hópþrýstingi á þessum aldri? „Það er alltaf einhver þrýstingur, kannski sérstaklega á þessum aldri þegar krakkar eru að byrja í mennta- skóla. Það getur verið freistandi að byrja að drekka ef þau eru feimin t.d. En nú finnst mér eins og það séu alltaf að koma fram í fjölmiðlum góðir íþróttamenn sem drekka ekki og tala um það. Það hlýtur að hafa góð áhrif á þessa krakka að sjá að þeir sem standa sig vel neyta ekki vímuefna. Ég held að það sé líka gott fyrir þau að hafa stuðning af mér og hvert öðru. Geta sagt ef það er þrýst á þau að þau séu í forvarnarhóp og geti ekki svikist undan. Sjálf tók ég snemma þá ákvörðun með Ingó, bróður mínum, sem er þremur árum eldri, að drekka ekki. Við stóðum saman í þessari ákvörðun og þetta gerði það að verkum að ég hef alltaf mætt fersk á morgunæfingar um helgar og hef alltaf getað lagt mig 100% fram á hverri æfingu,“ segir Ragna. Fær gæsahúð Áður fór Ragna oftast ein í keppnisferðalög þar sem styrkir voru ekki nógir en TBR stendur nú vel á bak við hana og tekur hún yfirleitt þjálfarann sinn með í ferð- irnar. Hún segir að það muni ótrúlega miklu að hafa hann með. Bæði til að þjálfa sig í leiknum og líka til að sjá um praktísk mál. Það sé líka ekki eins einmanalegt að hafa ferðafélaga. Á keppnisdag passar Ragna sig á því að vakna snemma og sofa ekki of mikið. Hún byrjar daginn alltaf á því að fara í um hálftíma göngutúr og anda að sér fersku lofti. Síðan fær hún sér góðan morg- unmat og hugleiðir, sér fyrir sér leikinn, eins og íþróttasálfræðingar mæla með, sér fyrir sér að hún sé að vinna, gangi vel og líði vel þegar hún sé að keppa. Þá hefur hún tekið sér handboltalandsliðskappana til fyr- irmyndar en þeir gera myndband fyrir leiki (eins og t.d. frægt varð í kringum Ólympíuleikana). Ragna gerði sér slíkt peppmyndband, sem er um tíu mínútna langt og í því eru textar og myndir og lag sem hún segir að láti sig fá gæsahúð og pæla af hverju hún sé að þessu. Þannig fái hún góða tilfinningu og sigurviljann. Skemmtilegast að vinna „Þegar maður er búinn að æfa svona mikið og sleppa mörgu vegna æfinga er það skemmtilegast að vinna leiki og mót. Þá hugsar maður að þetta sé þess virði. Sérstaklega með að komast inn á Ólympíuleikana. Ég er í þessu líka til að upplifa það að vera þar og hef varið síðastliðnum átta árum í að uppfylla þann draum um að komast þangað. Það er líka svo margt gott sem fylgir þessu. Ég borða afar hollt, er alltaf að æfa þannig að lík- aminn er í góðu formi, ég verð ekki veik og líður ótrú- lega vel bæði á líkama og sál. Ef ég á stund milli stríða finnst mér gott að fara í göngutúr, hitta stelpurnar og vera með kærastanum mínum. Bara eitthvað afslappað, ég sæki lítið í að vera að plana eitthvað mikið,“ segir Ragna sem nú er farin að blogga og má fylgjast með ferðum og árangri þessarar afrekskonu á ragnaingolf- s.bloggar.is ’ Sjálf tók ég snemma þá ákvörðun með Ingó, bróður mínum, sem er þremur árum eldri, að drekka ekki. Við stóðum saman í þessari ákvörðun. 14. nóvember 2010 15 Í nýlegri könnun sem gerð var á vegum Íþróttabandalags Reykjavíkur kom TBR best út allra félaga. En af nemendum í 8.-10. bekk grunnskóla sögðust 87% vera ánægð með þjálfarann sinn og 92% vera ánægð með æfingaaðstöðuna. Ragna segist telja að þetta stafi helst af því að þjálfararnir séu mjög fínir og skemmtilegir og leggi áherslu á að tala við krakkana í einrúmi af og til. Þannig finnist krökkunum þau skipta máli þegar þau koma á æfingar og tekið er eftir því að þau mæti. Þetta sé aðal- ástæðan en aðstaðan sé líka mjög góð sem skipti máli. Ánægja með félagið Krakkarnir í forvarn- arhópnum hennar Rögnu fá sérstakar aukaæfingar þar sem lögð er áhersla á andlegu hlið íþróttanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.