SunnudagsMogginn - 14.11.2010, Blaðsíða 38

SunnudagsMogginn - 14.11.2010, Blaðsíða 38
38 14. nóvember 2010 The End Ragnar Kjartansson (Crymogea) Hið eiginlega verk Ragnars á sér stað utan myndflatarins, í tíma og rúmi og tengist Feneyjum og sögu þeirra, sögu málaralistarinnar og gjörningalistar. Hér tekst Ragnari frábærlega upp. Málverkabókin The End sýnir þetta ekki beinlínis en gefur það í skyn, það má skoða hana eins og myndasögu þar sem lesandinn getur í eyðurnar. Hið ósagða og það sem ekki er sýnt er það sem eftir stendur. Það kemur vel út að sleppa löngum útskýringum og greinum um málverkin og gjörninginn. Myndirnar eru allt sem þarf og káputexti Ragnars gæðir þær lífi semminnir á skáldskap; eins og list hans öll er bókin á mörkum veruleika og skáldskapar. Ragna Sigurðardóttir Sögustaðir, Í fótspor W.G. Collingwood Einar Falur Ingólfsson (Crymogea, Þjóðminjasafnið) Hér koma fram önnur viðhorf til náttúru og ferðasagna en í dag þegar sannleikurinn og verðið skiptir mestu. Collingwood gerir heldur meira úr fjöllum en fyrirmyndin gefur tilefni til og hagræðir landslagi í samræmi við ákjósanlega myndbyggingu. Einar Falur nálgast myndefnin fyrst og fremst með það að leiðarljósi að finna nákvæmlega sama stað og Collingwood birtir en hann leyfir einnig eigin höfundareinkennumað fljóta með. Þannig kemur hann í veg fyrir að merkingarheimur bókarinnar lokist í einföldum samanburði, opnar söguna fyrir lesandanum. Ragna Sigurðardóttir Þú sem ert á himnum Úlfar Þormóðsson (Veröld) Þegar bók um Biblíuna er auglýst á kápu með því að taka það fram að höfundur sé „eini núlifandi Íslendingurinn sem hefur hlotið dóm fyrir guðlast“ ætti ekki að koma neinum á óvart að markmið höfundar sé ekki að lofa biblíu eða kirkju. Bókin Þú sem ert á himnum, eftir Úlfar Þormóðsson, er hins vegar svo ósanngjörn og sundurlaus að hún setur mig, trúlausanmanninn, í þá óvananlegu stöðu að vilja taka upp hanskann fyrir ritninguna. [...] Hvað varðar álit mitt á bókinni í heild er líklega best að vitna í höfundinn sjálfan: „Mér leiðist lesturinn. Ég hef þvingað mig til þess að halda áfram og þess vegna farið hægt yfir.“ Bjarni Ólafsson Möðruvallahreyfingin - baráttusaga Elías Snæland Jónsson (Hergill útgáfufélag) Elías Snæland Jónsson rithöfundur, áður mikilvirkur og virtur blaðamaður, hefur ritað söguMöðuvallarhreyfingarinna r. Þetta er merkileg frásögn ummerkilega hreyfingu. Ég hvet alla áhugamenn um stjórnmál til þess að kaupa bókina. Hún veitir góða innsýn í stjórnmálin á seinni hluta síðustu aldar. [...} Bók Elíasar er lipurlega rituð eins og hans er von og vísa. Bókina prýða myndir og úrklippur af fyrirsögnum dagblaðanna. Í bókinni er fáu ofaukið nema helst endurteknum markmiðum vinstri manna í Framsókn um vinstrimennsku og brottför hersins, markmiðum sem aldrei náðust. Sigtryggur Sigtryggsson Veiðimenn norðursins Ragnar Axelsson (Crymogea) Undanfarin 30 ár hefur Ragnar orðið vitni og skráð þær breytingar sem hafa átt sér stað á lífsháttum íbúa á norðurheimsskaut- svæðinu. Ljósmyndir hans eru ómetanlegar heimildir um líf manna og dýra í afskekktustu byggðum heims og þær stórbrotnu náttúruperlur sem þar er að finna, sem að öllu óbreyttu munu taka miklum breytingum á næstu árum ef áfram heldur sem horfir í breytingum á viðkvæmu vistkerfi norðurskautsins. [...] Veiðimenn norðursins gerir það sem góðar bækur gera best, þær draga lesendann inn og sleppa honum ekki fyrr en síðasta ljósmyndin hefur verið grandskoðuð frá öllum sjónarhornum og síðustu blaðsíðunni verið flett. Matthías Árni Ingimarsson Áfram Afríka Páll Stefánsson (Crymogea) Myndir Páls eru svo sannarlega í heimsklassa og gefa lesendum mikilvæga innsýn inn í þá fjölbreytni og gleði sem einkennir knattspyrnulífið í ólíkum menningarheimum landa Afríku. Hvort sem það er á ströndinni, sléttunum eða eyðimörkinni, allstaðar má finna fólk í fótbolta eða einhvern klæddan treyju uppáhalds knattspyrnumanns og liða. Í bókinni er að finna 200 litmyndir sem er kannski fullmikill og er eiginlega það eina sem hefði mátt laga í þessari annars áhugaverðu og eigulegu bók. Matthías Árni Ingimarsson H ann er lítill og latur og neitar að yf- irgefa notalega hreiðrið hennar mömmu sinnar. Nýjasta sögu- persóna Guðrúnar Helgadóttur er sennilega ekki ein um það að eiga erfitt með að standa á eigin fótum í tilverunni og kannski eiga væntanlegir les- endur bókarinnar um hana eftir að kannast við sjálfa sig í henni, jafnvel þótt þeir séu ekki háir í loftinu. „Þetta er fimmta smá- barnabókin sem ég skrifa, annars eru flestar bækurnar mínar fyrir aðeins eldri krakka,“ segir Guðrún en „Lítil saga um latan unga“ er 26. bókin eftir hana sem kem- ur út. Þótt bókin sé ætluð yngstu lesendunum ættu þeir sem eldri eru að njóta hennar líka, ekki síst foreldrar, ömmur og afar sem gætu fengið það hlut- skipti að lesa upp úr henni fyrir litla fólkið. „Ég hef bein- línis reynt að skrifa bækur sem bæði fullorðnir og börnin geta haft svolítið gaman af,“ segir Guðrún. Aðspurð játar hún því að hún setji sig í nokkuð aðrar stellingar þegar markhópurinn er svona ungur. „Maður verð- ur náttúrlega að taka tillit til þess að þetta er ætlað yngri börnum svo þetta má ekki verða of langt. Sannleikurinn er hins vegar sá að það er ekki auðveldara að skrifa svona stuttan texta heldur en lengri. Það er talsverður vandi að gera það svo vel sé og allt komist til skila. Svo á maður alltaf heil- mikið undir þeim yndislegu listamönnum sem mynd- skreyta bækurnar því það er ekki síður mikilvægt að börnin fái að horfa á fallegar myndir.“ Heiðurinn að myndunum af Hreiðari, mömmu hans og hreiðrinu þeirra á einmitt Anna Cynthia Leplar en For- lagið gefur bókina út. „Unginn er bæði eigingjarn og latur enda fer illa fyrir hon- um,“ heldur Guðrún áfram. „Satt best að segja var þetta saga sem ég upphaflega sagði afkomendunum mínum. Þeir höfðu óskaplega gaman af henni og fannst hún svo ægi- lega spennandi og hræðileg á kafla að þeir héldu niðri í sér andanum þegar þeir fengu að heyra. Svo ég hugsaði með mér að sennilega væri best að setja þetta niður á pappír, hvað ég svo gerði í rólegheitunum í sumar.“ Það er sumsé engin ládeyða í bókinni, eða hvað? „Nei, hún fjallar um ást, gleði og sorgir eins og allar góðar bækur eiga að gera,“ segir rithöfundurinn að lok- um. ben@mbl.is „Ég hef reynt að skrifa bækur sem bæði fullorðnir og börnin geta haft svolítið gaman að,“ segir Guðrún. Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Lítill ungi lærir af eigin leti og eigingirni Jólabækurnar Grafalvarlegt og galsafengið nýtt smásagnasafn eftir Óskar Magnússon Lífskokteill á bók „Það er einfaldleikinn og tilgerðarleysið sem er aðall frá- sagnanna. Skemmtileg bók.“ Einar Kárason www.crymogea.is „Rífandi skemmtileg bók. Dásamlegt að fá Birgi til okkar á þennan hátt.“ Hrafn Jökulsson, Kiljan „Vináttu og fræðum fléttað listilega saman.“ BBBB Ragna Sigurðardóttir, Fréttablaðið „Falleg bók um vænan dreng.“ BBBB Páll Baldvin Baldvinsson, Fréttatíminn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.