SunnudagsMogginn - 14.11.2010, Blaðsíða 43

SunnudagsMogginn - 14.11.2010, Blaðsíða 43
14. nóvember 2010 43 Þ að verður seint sagt að héraðið Empordá sé með þekktustu víngerð- arsvæðum Spánar. Að minnsta kosti enn sem komið er. Þessi blettur nyrst í Katalóníu er hins vegar farinn að vekja stöðugt meiri athygli og vín þaðan að ryðja sér til rúms á listum yfir bestu vín Spánar. Fyrst og fremst er þetta einu vínhúsi að þakka, Castillo Perelada, sem dregur nafn sitt af samnefndum kastala í þorpinu Perelada um 30 kílómetra suð- ur af spænsk-frönsku landamærunum. Kastalinn var byggður af munkum á fimmtándu öld en komst í eigu hinnar katalónsku Mateu-fjölskyldu árið 1923. Þetta er listfeng fjölskylda. Í bókasafni kastalans er að finna eitthvert umfangs- mesta safn Cervantes-handrita á Spáni, Salvador Dali var einkavinur fjölskyld- unnar og árlega er haldin mikil tónlistarhátíð í Perelada sem nær til sín stjörnum á borð við Carreras og Placido Domingo. Þessu til viðbótar hefur Mateu- fjölskyldan byggt upp vínhúsið Perelada með merkilegum árangri. Í grófum dráttum má skipta framleiðslunni í fernt. Mest selda vínið heitir Pescador og er eitthvert vinsælasta hvítvín Spánar, létt og nánast freyðandi hvít- vín í svipuðum anda og hin portúgölsku Vinho Verde. Af þeim 13 milljónum flaskna sem Perelada selur árlega eru um 5 milljónir Pescador Blanco. Í öðru lagi er Perelada einhver virtasti freyðivíns- eða Cava-framleiðandi Spánar. Í þriðja lagi hefur Mateu-fjölskyldan verið að byggja upp framleiðslu á mögnuðum rauð- vínum frá Priorat syðst í Katalóníu og í fjórða lagi hefur hún unnið hörðum höndum að því að koma heimasvæði sínu Empordá á kortið. Þrátt fyrir að vera nær óþekkt, að minnsta kosti hér á Íslandi, er Empordá elsta vínræktarsvæði Íberíuskagans. Rómarveldi teygði sig inn á þetta svæði og líkt og annars staðar fylgdi vínviðurinn Rómverjum. Klaustrið í Perelada varð síðar miðstöð vínframleiðslu á svæðinu. Stöðugt fleiri hafa á síðustu árum beint sjón- um sínum að Empordá og Jose Péñin, sem er eins konar Robert Parker þeirra Spánverja, hefur lýst því yfir að þetta sé líklega athyglisverðasta vínræktarsvæðið á Spáni í dag. Það nýtur góðs af Miðjarðarhafsvindinum Tramontana (sem í Frakklandi er þekktur sem Mistral) og fjölbreyttu „úrvali“ af jarðvegi á ekrunum. Þetta er hins vegar ekki og verður varla nokkurn tímann mikilvægt svæði hvað magn varðar. Ræktun er einungis á um 2000 hektörum og vínhúsin eru einungis 36. Það er hins vegar fyrir gæðin sem Empordá, sem stundum er kallað Toskana Spánar, vekur athygli. Þetta er mikið sælkerasvæði og má sem dæmi nefna að þarna er einhver mesta samþjöppun Michelin-staða á Spáni. Þekktastur þeirra er El Bulli en Perelada hefur einmitt verið Cava hússins þar. Castillo Perelada á um 150 hektara af ekrum á svæðinu og er með samninga um ræktun á einum 350 til viðbótar. Framleiðslan er allt frá ódýrari borðvínum upp í toppvín, sem iðulega eru flokkuð með þeim bestu á Spáni.Gran Claustro (Caber- net, Merlot, Garnacha, Grenache) ásamt Finca Garbet (Syrah, Cabernet) er hið magnaðasta þeirra en önnur á borð við Finca Malvaeina eru lítt síðri. Eitthvað það mest heillandi við framleiðslu Perelada er ExEx línan en undir hennar merkjum er árlega framleitt nýtt tilraunavín þar sem víngerðarmenn hússins prufa sig áfram með nýjar þrúgur á nýjum svæðum. Yfirleitt er framleiðsla ExEx-vínanna einungis um 3000 flöskur. Sum þessara vína ná hins vegar fótfestu og Finca Malaveina var þannig fyrsta vínið, eða ExEx1 (þetta er svona svipað prinsipp og 00-leyniþjónustumennirnir hans Ians Flemings). Cava-vínin eru svo saga út af fyrir sig en þau eru raunar sá angi framleiðsl- unnar sem mestra vinsælda hefur notið hér á landi. Það sama má raunar segja um Spán, ekki síst eftir að eitt freyðivína fyrirtækisins varð hlutskarpast í blinds- mökkun þar sem vín fyrir síðasta brúðkaupið í spænsku konungsfjölskyldunni var valið. Vín Freyðivínin frá Katalóníu kallast Cava og þau bestu eru framleidd með sömu aðferðum og í Champagne í Frakklandi, þ.e. er kolsýrugerjunin á sér stað flösku. Perelada Chardonnay Brut Nature (2.325 krónur) er ljóst með þægilega freyðandi, fín- legum bólum. Ger, kex og ljós ávöxtur í nefi, milt og þægilegt bragð. Flott freyðivín. Finca Malaveina er ekki að ástæðulausu talið vera eitt besta vínið frá Spáni í sínum verðflokki en það leit fyrst dagsins ljós sem ExEx1 árið 2002 og er uppistaðan að- allega Cabernet og Merlot. Malaveina er ekki ódýrt (3.998 krónur) en stendur samt vel undir verði. Þetta er hrikalega heillandi vín sem grípur mann frá fyrstu sekúndu, massað og mikið með kröftugri ristaðri eik, karamelliseruðum púð- ursykri, dökku súkkulaði og djúpum, þroskuðum ávexti. Kallar á naut eða villibráð. Toskana Spánar Vín 101 Þrítugasti og þriðji hluti Steingrímur Sigurgeirsson Þessa köku er best að gera daginn áður en hún er borin á borð en hún þarf að minnsta kosti að fá að bíða í 4 tíma eftir bakstur og vera alveg búin að kólna. Uppskriftin passar í smelluform sem er 9 tommur eða 26 cm. Botn 300 gr digestive kex, mulið í vél eða með höndunum 50 gr sykur 85 gr smjör Kexinu og sykrinum er blandað saman í skál og bræddu smjöri hellt saman við. Blandað vel saman, hellt í bökunarformið og þéttað vel í botninn. Geymið í ísskáp. Fyllingin 800 gr rjómaostur 150 gr sykur 230 gr sýrður rjómi (ég nota 18%) 2 egg 15 gr kartöflumjöl 5 ml vanillu extract (verður að vera alvöru extract!) Rjómaosturinn hrærður til að mýkja hann. Sykrinum bætt við og hrært í 30 sekúndur. Kartöflumjölinu, eggjunum og vanillunni hrært saman við. Sýrða rjómanum bætt við undir lokin en gott er að vera búin að hræra upp í honum svo hann endi ekki í kekkjum í deiginu. Þegar búið er að blanda öllu saman er þessu hellt yfir botninn. Gott er að vefja ræmu af álpappír utan um formið, ekki of þétt samt, til að koma í veg fyrir að brún- irnar verði mjög dökkar. Kakan er síðan bök- uð við 200°C í 45 mín og síðan er slökkt á ofninum og kakan látin kólna í honum í um 20 mín. Þegar kakan er hrist á hún að „dansa“ aðeins í miðjunni, það er eðlilegt. Eins og fyrr segir er best að borða kökuna daginn eftir að hún er bökuð, þá er áferðin og bragðið best. Bökuð amerísk ostakaka unartíminn svona í meðallagi miðað við þær uppskriftir sem hún skoðaði. Hún segir enn fremur alls ekki eins vandasamt að baka kökuna og mætti halda en leggur mikla áherslu á það að notað sé alvöru vanillu extract en ekki vanilludropar eða sykur. „Vanillu extract er búið til þannig að vanillukornin eru sett í alkóhól og þetta er ekki það sama og vanilludropar.“ Það er ekki skrýtið að Ragna leggi áherslu á að nota rétta vanillu-bragðefnið enda er ekta New York ostakaka van- illuostakaka þó svo að finna megi ýmsar útfærslur á henni, t.d. með kaffi-, kakó- eða karamellubragði. Ragna mælir með því við þá sem finnst eitthvað vanta að hafa t.d. karamellu eða bláberjasósu með. „En hún er samt alveg ógeðslega góð ein og sér,“ segir hún að lokum og hlær. ljúffenga laukhringi í potti. Morgunblaðið/Jakob Fannar Hreindýrakæfa Fyrir 4 150 g hreindýralifur (best ef hún hefur ekki frosið) 225 g svínalifur (best ef hún hefur ekki frosið - má líka nota lambalifur) 220 g svínaspekk 100 magurt hreindýrakjöt 1 dl brandý eða portvín 1 stór laukur 50 g hveiti 50 g smjör 3 dl volgur rjómi 1 egg 1 tsk. pipar 1/2 tsk. negull 1/2 tsk. salvía Lifur, spekk, kjöt og laukur er skorið í hæfilega litla bita og látið liggja í víninu í kæli yfir nótt áður en blandan er hökkuð. Smjörið er brætt í potti og hveitinu bland- að saman við og síðan rjómanum og blandan soðin í 8-10 mín. Þá er hún sigtuð og kæld örlítið áður en egginu og kryddinu er blandað saman við og síðan hakkinu. Blöndunni er komið fyrir í smurðu leirformi sem sett er í djúpa ofnskúffu sem er hálffyllt með heitu vatni og sett í ofn- inn og kæfan bökuð í 55-65 mín. við 150° C. Kælt yfir nótt. Grafinn hreindýravöðvi Fyrir 4 120 g hreindýravöðvi 1 msk. jómfrúarólífuolía 2 msk. saxað timjan 2 msk. saxað óreganó 2 msk. saxað rósmarín 2 msk. saxaður graslaukur Sjávarsalt Nýmalaður svartur pipar Aðferð: Saxið kryddjurtirnar vel, penslið kjöt- ið með olíunni, saltið og piprið áður en vöðvinn er hulinn vel með kryddjurt- unum, settur í lokað ílát og geymdur yfir nótt. Skerið vöðvann í þunnar sneiðar og berið fram með salati, sultu og ristuðu brauði. Athugið: Ef þið eigið þurrkaðar ís- lenskar jurtir getið þið að sjálfsögðu notað þær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.