SunnudagsMogginn - 14.11.2010, Blaðsíða 47

SunnudagsMogginn - 14.11.2010, Blaðsíða 47
14. nóvember 2010 47 Lífsstíll T ónlist gefur manni ótrúlega mikið og er þeim eiginleika gædd að geta bundið minningar fastar í huga manns. Hún lyftir manni líka upp í erli dagsins og fátt vekur mann betur en að syngja hástöfum með góðu lagi í bílnum á morgn- ana. Fólkið við hliðina í næsta bíl má svo bara horfa eins og því lystir og halda að maður sé að tala við sjálfan sig. Eins og hendi er veifað getur maður verið kominn ein 10 ár eða lengra aftur í tímann með einu lagi. Fyrsti geisladiskurinn sem ég man eftir að hafa keypt mér var No Need to Argue með Cranber- ries. Hann var keyptur þegar ég var ca 12 ára á leið til Kaupmannahafnar með fjölskyldunni og var í ferða- geislaspilaranum mínum mest allan tímann. Þarna var ég rétt að skríða inn á gelgjuna og fannst flott að geta hlustað á mína eigin tónlist í friði fyrir öðrum. Um ári síðar kolféll ég síðan fyrir Damon Albarn og félögum og eignaðist eina fjóra eða fimm geisladiska með Blur á þeim tíma sem hljómsveitin (að mér fannst) var best. Fyrir akkúrat áratug fór ég svo í fyrsta skipti ein til út- landa og í bílferð með breskum fjölskylduvinum upp- götvaði ég bresku sveitina Moloko með Rosin Murphy í broddi fylkingar og líkaði vel. Hún átti eftir að dúkka aftur upp í lífi mínu nærri áratug seinna á allt öðrum staði í góðu partíi. Fljótlega eftir þetta kom Coldplay fram á sjónarsvið lífs míns og spilaði undir byrjuninni á fyrsta alvöru sambandinu mínu. Þar af leiðandi átti ég síðar dálítið erfitt með Coldplay en hef tekið þá aftur í sátt í dag. Á háskólaárunum eignaðist ég svo góða vinkonu sem kynnt hefur fyrir mér ýmsa gerð tónlistar sem ég hlustaði ekki á áður. Ég tel að hún hafi komið mér á beinu brautina og slökkt að mestu á iðnaðarvædda popphluta heilans í mér. Jú, jú vissulega hef ég ekkert á móti Justin, Pink og Britney á góðu kvöldi þegar gleðin stendur sem hæst en annars finnst mér skemmtilegast að hlusta á flotta, nýja íslenska tónlist í dag, svo og eins konar elektrópopp/rokk. Annars hefur aldrei skipt mig miklu máli hvað þetta heitir allt saman. Sum lög bara hrífa mann með sér, ég tala nú ekki um ef textinn er góður. Það finnst mér einna mik- ilvægast í dag og ligg oft yfir textunum og velti fyrir mér merkingu þeirra. Svo bara lygni ég aftur augunum, dansa eins og óð kona eða læri eða vinn á fullu. Bara allt eftir því hvernig lag er í spilaranum, sem að sjálfsögðu fer eftir stemningunni hverju sinni. Tónlist við öll tækifæri Það getur verið bæði hressandi og slakandi að hlusta á tónlist. Tónlistin getur líka virkað eins og tímavél sem færir okkur á örskotsstundu aftur í tímann. María Ólafsdóttir maria@mbl.is ’ Ég tel að hún hafi komið mér á beinu brautina og slökkt að mestu á iðnaðarvædda popp- hluta heilans í mér. Justin má samt alveg vera með stundum. Frægasti og vinsælasti tónlistarþátturinn í Bretlandi er vafalaust Top Of The Pops sem sýndur var á sjón- varpsstöðinni BBC frá árinu 1964 til 2006. Þátturinn var fyrst sendur út á gamlársdag árið 1964 og átti að höfða til hins ógnandi nýja samfélagshóps, unglinga. Stjórnandi þáttarins fyrstu árin var Jimmy Savile, sem í dag er þekktur fyrir að klæðast jogginggöllum og reykja stóra vindla, en sú mynd var ekki orðin til af honum í þá daga. Meðal þeirra sem komu fram í þættinum á uppvaxtarárum hans voru engir aðrir en Bítlarnir, Rolling Stones, Dusty Springfield og The Hol- lies. Poppað í mörg ár Jimmi Savile er fremur óvenjulegur í útliti. Í dag eru geisladiskar með efni sem ekki þykir við hæfi barna merktir með sér- stökum límmiða til að vekja athygli foreldra á þessu. Uppruna límmiðans má rekja til lagsins Darling Nikki sem kom út með Prince á átt- unda áratugnum. Á þeim tíma þótti ekki við hæfi að tala jafn opinskátt um kyn- ferðislegar athafnir og söng- konurnar Lady Gaga og Brit- ney Spears gera nú til dags án þess að nokkur kippi sér sérstaklega upp við það. Lagið Darling Nikki lenti á lista yfir 15 dónalegustu lög sem gefin hefðu verið út en þykir sjálfsagt orðið saklaust í dag miðað við það sem ómar á öldum ljósvakans. En í þá daga þótti textinn um hina lauslátu Nikki bara alls ekki við hæfi en í textanum lýsir Prince nánum samskiptum sínum við elsku litlu Nikki, eins og hann kallar hana. Eiginkonu Al Gore, Tipper, varð nóg um og hún stofnaði foreldraráð til að fylgj- ast með tónlist en ráðið lagði síðar fram tillöguna að límmiðanum sem varar hlustendur við dónaskap í dag. Dónalegur prins Prince hneykslaði á áttunda áratugnum. Þar sem tónlist hefur svona mikil áhrif á okkur á mannfólkið hefur löngum verið velt vöngum yfir því hvort fóstur geti heyrt tónlist. Rannsóknir hafa gefið til kynna að svo sé og að þau bregðist við tónlist með því að hreyfa sig. Þó veit enginn al- veg fyrir víst hvort það er tónlistin sem hefur þessi áhrif. Enda er mun erfiðara að rannsaka fóstur heldur en fætt barn. Mozart eða rapp Miklar umræður hafa spunnist um þessi mál bæði meðal fræðimanna og almennings. Rætt er um hvort fóstrið geti heyrt rödd móður sinnar og tónlist og eins hvaða tónlist sé þá best að spila. Ætli Mozart hafi bestu áhrifin á ófætt barn- ið eða getur rapp verið alveg jafngott? Kanadískur hönn- unarnemi nokkur hefur nýtt sér hina svokölluðu Mozart- kenningu. En samkvæmt henni eiga börn að verða gáfaðri hlusti þau á klassíska tónlist í móðurkviði. Geof Ramsay tók sig því til og hannaði eins konar tónlistarbelti sem móðirin setur utan um magann. Innbyggður í beltið er MP3 spilari sem mæðurnar geta hlaðið inn þeirri tónlist sem þær vilja. Þá er einnig nuddbúnaður í beltinu sem nuddar þreytt bak á verðandi mæðrum. Það hljómar nú alls ekki illa, sama hvort tónlistin hefur einhver áhrif eður ei. Tónlistarbeltið góða ku þó enn ekki vera komið á markað ytra. Mozart ku gera börnin gáfuð Beltið er með innbyggðum MP3 spilara þannig að móðirin getur valið tónlistina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.