Morgunblaðið - 26.03.2010, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 26.03.2010, Blaðsíða 1
FÖSTUDAGUR 26. MARS 2010 íþróttir Handbolti Fjögur neðstu liðin unnu fjögur efstu liðin í úrvalsdeild karla. Valur kom í veg fyrir að Haukar tryggðu sér sigur í deildinni. Fram áfram neðst þrátt fyrir góða ferð til Akureyrar. 2-3 Íþróttir mbl.is Morgunblaðið/hag Troðsla KR-ingar unnu fyrsta Reykjavíkurslaginn gegn ÍR í átta liða úrslitum Íslandsmótsins í körfubolta. Hér er það Vesturbæingurinn Morgan Lewis sem treður boltanum með tilþrifum í körfu Breiðhyltinga. »4-5 STEFÁN Már Stefánsson, at- vinnukylfingur úr GR, lék virki- lega vel á opna Al Torreal mótinu á Spáni sem lauk í gær en mótið er hluti af Hi5 mótaröð- inni. Stefán hafn- aði í öðru sæti í mótinu á 7 undir pari samtals. Stef- án lék 54 holur á 70, 70 og 69 högg- um. Stefán var aðeins höggi á eftir sigurvegara mótsins. Fyrir árang- ur sinn hlaut Stefán 1875 evrur eða í kringum 320 þúsund íslenskar krónur. kris@mbl.is Stefán lék á 7 undir pari Stefán Már Stefánsson KA lagði HK að velli, 3:0, í fyrsta úrslitaleik liðanna um Íslandsmeist- aratitil karla í blaki sem fram fór í KA-heimilinu á Akureyri í gær- kvöld, frammi fyrir um 200 áhorf- endum. Leikurinn var jafn og spennandi lengst af en KA vann fyrstu hrinu eftir framlengingu, 28:26. Önnur hrinan var jöfn þar til í lokin þegar KA tryggði sér sigurinn, 25:21. Í þeirri þriðju náði KA góðri forystu og lét hana ekki af hendi, lokatölur 25:20. Liðin mætast aftur í Digranesi á morgun. Takist KA-mönnum að sigra aftur eru þeir Íslandsmeist- arar en annars verður oddaleikur á Akureyri á mánudagskvöld. vs@mbl.is KA vann fyrsta úrslitaleikinn „ÞAÐ var svo ótrúleg stemning á vellinum að ég var eiginlega að vona að Mexíkóar myndu skora mark, sem yrði síðan dæmt af vegna rangstöðu, bara til þess að heyra fólkið fagna marki í smá- stund,“ sagði Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálf- ari í knattspyrnu, við Morgunblaðið um leikinn gegn Mexíkóum í Charlotte í fyrrinótt. Rúmlega 63 þúsund áhorfendur voru á leiknum, nær allir af mexíkósku bergi brotnir, og skemmtu sér kon- unglega þrátt fyrir jafnteflið gegn Íslandi. „Þessi leikur og umgjörðin í kringum hann var algjör upplifun, fyrir mig, leikmennina og alla í kringum liðið. Stemningin var þannig að það var hrikalega gaman að vera þarna frá fyrstu mínútu til síðustu. Og úrslitin í leiknum skemmdu ekki fyrir,“ sagði Ólafur en leiknum lauk með marka- lausu jafntefli þar sem frammistaða óreynds ís- lensks liðs var vonum framar. Gunnar Gylfason, starfsmaður landsliðsnefnd- ar, tók í svipaðan streng. „Þegar strákarnir komu inn í klefa eftir leikinn sögðu þeir að þetta hefði verið svo gaman að þeir væru til í að hlaupa aftur út á völlinn og spila annan 90 mínútna leik,“ vs@mbl.is »7 Var að vona að Mexíkóar skoruðu ANDRI Stefan Guðrúnarson, leikmaður norska hand- knattleiksliðsins Fyllingen, verð- ur frá keppni næstu 6-8 mán- uðina. Eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær meiddist Andri á hné fyrir skömmu og hann fór í speglun í gær. „Þá kom í ljós að krossbandið er illa farið, svo illa að það verður meðhöndlað eins og það væri slit- ið. Ég fer því í uppskurð með öllu tilheyrandi og verð frá keppni næstu 6-8 mánuðina,“ sagði Andri við Morgunblaðið þegar þetta lá fyrir. Þar með liggur fyrir að Andri leikur ekki á ný með Fyllingen fyrr en nokkuð verður liðið á næsta tímabil. Hann er samnings- bundinn félaginu til vorsins 2011. gummih@mbl.is Andri frá í 6 til 8 mánuði Andri Stefan Guðrúnarson „ÞAÐ liggur við að við höfum fengið allar okkar óskir uppfylltar í þessum drætti,“ sagði Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari í knattspyrnu, við Morgunblaðið í gær eftir að leikjaröð Íslands í undankeppni EM lá fyrir. Ísland leikur þrjá leiki í haust, tek- ur á móti Noregi á Laugardalsvell- inum 3. september, mætir Dönum ytra 7. september, og fær síðan Cris- tiano Ronaldo og félaga í portúgalska landsliðinu í heimsókn 12. október. Hinir fimm leikirnir fara fram á næsta ári, þá verður aftur leikið við þessar þrjár þjóðir og tvisvar við Kýpurbúa. Dregið var á þingi UEFA í Tel Aviv í gær þar sem þjóðirnar í riðl- inum höfðu ekki getað komið sér saman um leikdagana. „Við vildum fá útileikina gegn Portúgal og Kýpur staka, vegna langra ferðalaga, og það gekk eftir. Við vildum fá heimaleik við Portúgal í haust, og það gekk eftir. Svo verður fínt að byrja á Norðmönnum á heima- velli, við þekkjum þá vel síðan í síð- ustu keppni,“ sagði Ólafur. vs@mbl.is „Við fengum óskirnar uppfylltar“ RÚRIK Gíslason, landsliðsmaður í knattspyrnu, skoraði glæsilegt sigurmark fyrir OB í gærkvöld þegar lið hans lagði Esbjerg að velli, 2:1, á útivelli í dönsku úrvals- deildinni. Sig- urinn var ákaf- lega mikilvægur fyrir OB sem komst með honum að hlið FC Köbenhavn á toppi deildarinnar og skildi Esbjerg eftir níu stigum aftar í þriðja sætinu. Esbjerg komst yfir snemma leiks en OB náði að jafna í fyrri hálfleik. Um miðjan þann síðari var síðan röðin komin að Rúrik sem hirti bolt- ann af leikmanni Esbjerg á miðjum vallarhelmingi heimaliðsins, lék að- eins áfram, og sendi hann síðan í netið með miklum þrumufleyg af löngu færi. Ólafur blóðugur af velli Ólafur Ingi Skúlason, landsliðs- maður hjá SönderjyskE, þurfti að hætta leik alblóðugur þegar lið hans gerði markalaust jafntefli við Midt- jylland í gærkvöld. Um miðjan síðari hálfleikinn fékk Ólafur spark í and- litið frá mótherja og fékk það slæm- ar blóðnasir að honum var skipt af velli. Bröndby steinlá heima fyrir botn- liðinu Köge, 1:3, og strax að leik loknum var þjálfara liðsins, Kent Nielsen, sagt upp störfum. vs@mbl.is Glæsilegt sigurmark Rúriks  OB að hlið FCK á toppi úrvalsdeildar Rúrik Gíslason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.