Morgunblaðið - 26.03.2010, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 26.03.2010, Qupperneq 2
2 Íþróttir MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. MARS 2010 Eftir Guðmund Hilmarsson gummih@mbl.is GEIR Sveinsson hefur heldur betur blásið lífi í leikmenn Gróttu eftir að hann tók við þjálfun liðsins á dög- unum. Handbragð gamla landsliðs- fyrirliðans sást vel á Gróttuliðinu þegar það gerði góða ferð í Fjörðinn og ég leyfi mér að segja niðurlægði FH-inga á þeirra heimavelli. Með öflugri vörn og frábærri markvörslu gamla FH-ingsins, Magnúsar Sig- mundssonar, unnu Seltirningar sjö marka sigur, 30:23 og léku þar með sama leik og fyrr í vetur þegar þeir fögnuðu sigri í Krikanum. Á meðan leikmenn FH-liðsins sváfu þyrnirósarsvefni fyrstu tíu mínútur leiksins skoruðu Gróttu- menn hvert markið á fætur öðru og það var ekki fyrr en eftir níu og hálfa mínútu sem Bjarni Fritzson kom FH-ingum á blað með marki úr víta- kasti. Þá hafði Grótta skorað 8 mörk og ég efast um að FH hafi fengið aðra eins útreið á upphafsmínútum leiks og raun bar vitni. FH-ingar röknuðu aðeins úr rotinu þegar líða fór á leikinn en það var engu líkara en að timburmenn væru svífandi yfir vötnum í her- búðum liðsins. Þeim tókst þó að þétta vörnina og minnka muninn niður í tvö mörk, 19:17, en leikhlé sem Geir Sveinsson tók í þeirri stöðu kom Seltirningum á sporið á ný. Þeir skoruðu fimm mörk í röð og gerðu út um leikinn. Magnús Sigmundsson var besti leikmaðurinn í góðu Gróttuliði sem barðist hetjulega og spilaði af mikilli skynsemi. Vörnin með Ægi Hrafn Jónsson, Matthías Ingimarsson og Hjalta Pálmason var firnasterk og í sókninni voru þeir Anton Rúnarsson og Hjalti mjög ógnandi. Leikur FH-inga var á lágu plani rétt eins og gegn Stjörnumönnum og mikið þarf að breytast í leik liðs- ins ætli það að komast í úr- slitakeppnina. Bjarni Fritzson var skástur í ótrúlega viljalausu og á löngum köflum andlausu liði. Morgunblaðið/Ómar Stórsigur Matthías Árni Ingimarsson, Gróttumaður, umkringdur af FH-ingum í leiknum í gærkvöld. Matthías og félagar hans unnu óvæntan stórsigur í Kaplakrikanum og styrktu stöðu sína í geysiharðri fallbaráttu deildarinnar. Grótta lék sér að FH  Handbragð Geirs farið að sjást  Grótta komst í 8:0 í Krikanum Kaplakriki, úrvalsdeild karla, N1- deildin, fimmtudaginn 25. mars 2010. Gangur leiksins: 0:8, 3:10, 6:11, 10:14, 11:16, 14:17, 17:19, 17:24, 20:28, 23:30. Mörk FH: Bjarni Fritzson 12/5, Ólaf- ur Gústafsson 6, Örn Ingi Bjarkason 2, Benedikt Reynir Kristinsson 1, Jón Heiðar Gunnarsson 1, Bogi Eggerts- son 1. Varin skot: Pálmar Pétursson 6 (þar af 2 til mótherja). Utan vallar: 2 mínútur. Mörk Gróttu: Hjalti Þór Pálmason 8/3, Anton Rúnarsson 7, Jón Karl Björnsson 4, Arnar Freyr Theódórs- son 4, Matthías Árni Ingimarsson 3, Atli Rúnar Steinþórsson 3, Ægir Hrafn Jónsson 1. Varin skot: Magnús Sigmundsson 22/1 (þar af 6 til mótherja), Gísli Guðmundsson 3 (þar af 1 til mót- herja). Utan vallar: 6 mínútur. Dómarar: Jónas Elíasson og Ingvar Guðjónsson, ágætir. Áhorfendur: Um 600. FH – Grótta 23:30 Eftir Andra Yrkil Valsson sport@mbl.is „VIÐ brotlentum hrikalega í síðustu umferð og miðað við spilamennsk- una í þessum leik erum við ennþá fastir í flakinu,“ sagði Rúnar Sig- tryggsson, þjálfari Akureyrar, eftir óvænt tap gegn botnliði Fram, 26:31. Jafnræði var með liðunum allan fyrri hálfleikinn og var staðan 13:13 þegar flautað var til leikhlés. Áfram var jafnræði með liðunum eftir hlé en um miðbik síðari hálfleiks fóru gestirnir að gefa í og náðu fimm marka forskoti þegar fimm mínútur voru til leiksloka. Akureyringar voru ákveðnir í að bíta frá sér og náðu að minnka muninn á ný. En þeir klúðr- uðu lykilsókn þegar skammt var eft- ir og einfaldlega gáfust upp eftir það. Gestirnir skoruðu síðustu þrjú mörkin og lönduðu gríðarlega mik- ilvægum stigum í botnbaráttunni. Frammarar sýndu mikla baráttu all- an leikinn og ætluðu sér greinilega að fá eitthvað út úr leiknum enda staða þeirra í deildinni heldur svört. Magnús Erlendsson lokaði marki þeirra og virtust heimamenn ekki geta fundið leið framhjá honum. Leikur Akureyringa var ekki sannfærandi og var ekki að sjá að þeir ætluðu að tryggja sér sæti í úr- slitakeppninni. Þeir virtust ekki vita í hvorn fótinn þeir ættu að stíga eftir óvænt tap í síðustu umferð og eng- inn virtist geta tekið af skarið og haldið leik þeirra uppi. Gestirnir náðu að halda Árna Þór Sigtryggs- syni í skefjum mestallan leikinn og munar um minna enda er hann bú- inn að halda sóknarleik liðsins uppi að undanförnu. En sigur Fram var gríðarlega mikilvægur enda rær lið- ið lífróður um að halda sæti sínu í deildinni. „Þetta var hörkuleikur og mjög erfitt. Við erum í þannig stöðu að við þurfum að leggja okkur alla fram í hverjum einasta leik og það erum við að gera. Þrátt fyrir að okk- ur vantaði lykilmenn í leiknum kom- um við brjálaðir til leiks sem skilaði sigri og það er frábært,“ sagði línu- maðurinn sterki hjá Fram, Haraldur Þorvarðarson. Morgunblaðið/Ómar Drjúgur Andri Berg Haraldsson skoraði 5 mörk fyrir Framara. „Erum fastir í flakinu“ Höllin Akureyri, úrvalsdeild karla, N1- deildin, fimmtud 25. mars. Gangur leiksins: 0:1, 4:4, 8:8, 11:8, 13:13, 17:17, 20:20, 22:27: 26:28, 26:31 Mörk Akureyrar: Oddur Grétarsson 6, Árni Þór Sigtryggsson 4, Jónatan Þór Magnússon 4, Heimir Örn Árnason 3, Andri Snær Stefánsson 3/3, Guð- mundur Hólmar Helgason 2, Geir Guð- mundsson 2, Hörður Fannar Sigþórs- son 2. Varin skot: Hafþór Einarsson 9 (þar af 2 til mótherja), Hörður Flóki Ólafsson 4. Utan vallar: 8 mínútur. Mörk Fram: Haraldur Þorvarðarson 7, Róbert Aron Hostert 6, Andri Berg Haraldsson 5, Daníel Berg Grétarsson 4, Stefán Baldvin Stefánsson 3, Einar Rafn Eiðsson 2/1, Guðjón Finnur Drengsson 2, Arnar Birkir Hálf- dánsson 1, Jóhann Karl Reynisson 1 Varin skot: Magnús Gunnar Erlends- son 22, Sigurður Örn Arnarson 1/1. Utan vallar: 8 mínútur. Dómarar: Gísli Jóhannsson og Haf- steinn Ingibergsson. Áhorfendur: Um 900. Akureyri – Fram 26:31  Óvæntur sigur hjá Fram fyrir norðan  Annað tap Akureyringa í röð gegn fallbaráttuliðum  Varnarmenn Fram héldu Árna Þór Sigtryggssyni í skefjum „ÞETTA gekk nákvæmlega eins og við lögðum þetta upp. Það er rosa- lega erfitt að halda svona miklu forskoti eins og við náðum í byrjun. Það er miklu erfiðara en fólk held- ur en strákarnir héldu sem betur fer haus,“ sagði Geir Sveinsson, þjálfari Gróttumanna, við Morg- unblaðið eftir sigurinn sæta á FH- ingum. „Við vorum búnir að kortleggja FH-ingana vel. Ég sá leik þeira á móti Stjörnunni og sá ákveðin sókn- arfæri fyrir okkur en mjög góð vinna drengjanna skilaði sér með góðum sigri. Ég er stoltur af þeim. Þeir stóðu sig gríðarlega vel. Ég átti alveg von á að botnliðin þrjú myndu vinna og þetta mót verður jafnt og spennandi til loka,“ sagði Geir eftir annan sigur sinna manna í röð. Vorum slegnir kaldir „Við vorum bara slegnir kaldir. Við undirbjuggum okkur vel fyrir leikinn og vorum vel stemmdir fyr- ir hann en fáum svo þetta rothögg í byrjun. Það var erfitt að vinna upp svona mikinn mun. Við vorum þó ekki langt frá því en þetta féll þeirra megin og Grótta átti bara sigurinn skilinn. Geir er að gera frábæra hluti með liðið og Maggi í markinu var okkur ansi erfiður,“ sagði Einar Andri Einarsson, þjálf- ari FH, við Morgunblaðið en eftir tapið eru FH-ingar komnir niður í fimmta sætið. „Við erum í einhverri lægð en ætlum ekki að búa til neina krísu út af því. Við eigum enn möguleika á að komast í úrslitakeppnina en til þess þurfum við að vinna rest. Eftir að við unnum Haukana virðist hafa orðið spennufall en við ætlum ekki að gefast upp og seljum okkur dýrt,“ sagði Einar. gummih@mbl.is Erfitt að halda svona forskoti

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.