Morgunblaðið - 26.03.2010, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 26.03.2010, Qupperneq 5
Íþróttir 5 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. MARS 2010 Björgvin PállGúst- avsson, lands- liðsmarkvörður í handknattleik, lék í marki Ka- detten fyrstu 48 mínúturnar gegn Luzern í sviss- nesku A-deildinni í handknattleik í fyrrakvöld. Hann varði 15 skot á þeim tíma og fékk hrós fyrir framgöngu sína á heima- síðu félagsins. Kadetten vann leik- inn örugglega, 34:21, er sem fyrr langefst í deildinni, hefur 46 stig að loknum 25 leikjum.    Kári Kristján Kristjánsson ogsamherjar hans í Amicitia Zü- rich unnu BSV Bern Muri, 27:26, á útivelli og halda þar með öðru sæti deildarinnar, átta stigum á eftir Ka- detten. Kári Kristján skoraði tvö marka Amicitia.    Jóhann Gunnar Einarsson skor-aði níu mörk, þar af fjögur úr vítakasti þegar Kassel gerði jafn- tefli við Budenheim, 34:34, í suð- vesturriðli þýsku 3. deildarinnar í handknattleik. Kassel er í 8. sæti af 16 liðum með 26 stig að loknum 22 leikjum.    Kristinn Björgúlfsson fór einnigá kostum með SG DJK Rimp- ar í þýsku 3. deildinni í handknatt- leik en það dugði ekki til gegn ESV Lok Pirna. Rimpar tapaði með einu marki, 26:25. Rimpar er í 13. sæti af 16 liðum í suðurriðli 3. deildarinnar.    Rakel DöggBragadóttir var veik og gat ekki leikið með Levanger í fyrra- kvöld þegar liðið vann óvæntan sigur á Stor- hamar, 27:25, á útivelli í norsku úrvalsdeildinni í handknattleik. Með sigrinum lyfti Levanger, sem Ágúst Jóhannsson þjálfar, sér upp í 9. sæti deild- arinnar þegar þrjár umferðir eru eftir. Liðið í 10. sæti fer í umspil um sæti í deildinni og vilja leikmenn Levanger gera allt til þess að forð- ast það. Tvö neðstu liðin falla.    Gunnar Steinn Jónsson og fé-lagar hans í Drott unnu Guif, 29:27, í úrslitakeppninni um sænska meistaratitilinn í handknattleik á heimavelli í fyrrakvöld. Gunnar Steinn skoraði þrjú mörk í leiknum og Haukur Andrésson tvö fyrir Gu- if. Drott hefur farið vel af stað og unnið báða leiki sína í keppninni til þessa. Úrslitakeppnin í Svíþjóð er leikin með nýju sniði þetta árið, í tveimur fjögurra liða riðlum í stað átta liða útsláttarkeppni eins og síð- ustu ár. Guif hefur unnið annan af tveimur leikjum sínum í úr- slitakeppninni til þessa. Fólk folk@mbl.is Eftir Sindra Sverrisson sindris@mbl.is „ÞESSU lýkur ekki á sunnudaginn, við komum hingað aftur í næstu viku,“ sagði Gunnar Sverrisson þjálfari ÍR-inga kokhraustur eftir leikinn þrátt fyrir tapið og þrátt fyrir slaka frammistöðu sinna manna stóran hluta af leiknum. Þeir létu KR-inga fara illa með sig í frá- köstum og voru svo oft allt of lengi að skila sér í tilbaka í vörnina og það færði eldfljótum heimamönnum auðveldar körfur. Sá sem þetta skrifar fékk það reyndar á tilfinninguna að í æsku hefði leikmönnum ÍR aldrei gengið vel í hinum sígilda leik „síðastur er fúlegg.“ Þeir áttu það jafnvel til að fagna stigum sínum líkt og um fót- boltaleik væri að ræða og þurftu svo að horfa upp á KR skora fárán- lega auðveld stig í kjölfarið. Lagi ÍR-ingar þetta til muna og taki fleiri fráköst en í gær er enn von til þess að baráttan um borgina verði almennileg. Gunnar lofar að úr þessum hlutum verði bætt. „Fyrsti fjórðungur var flottur hjá okkur og kafli í síðasta leikhlut- anum en þá er það upptalið. Hlut- irnir sem við einbeittum okkur að, að vinna þá í fráköstunum og vera fljótir til baka í vörnina, mistókust algjörlega. Þeir eru fljótir, eins og allir vita og allir hafa séð í vetur, og þess vegna er svo sorglegt að þess- ir hlutir hafi verið það sem líklega skildi á milli. Þetta verður lagað fyrir sunnudaginn,“ sagði Gunnar en KR-ingar tóku 49 fráköst gegn 28 ÍR-inga í leiknum. Getum unnið þá í fráköstunum „Mér finnst við alveg eiga tveggja metra stráka sem geta unn- ið þessa baráttu í fráköstunum en KR-ingarnir voru bara gráðugri að þessu sinni. Þetta verður ekki svona auðvelt fyrir þá í næsta leik. Við náðum að minnka muninn í 12 stig í lokaleikhlutanum og ég var ánægður með að við kæmum svona til baka inn í leikinn. Við ætlum að koma svona til baka í einvíginu á sunnudaginn,“ sagði Gunnar. Í baráttunni um fráköstin og hröðum sóknum heimamanna, atrið- unum sem skildu að í leiknum, fór fremstur í flokki strákur sem farið hefur mikinn í vetur að nafni Pavel Ermolinskij. Hann náði þrefaldri tvennu í gær, þ.e. tók 15 fráköst, átti 16 stoðsendingar og skoraði 10 stig. Flestar sendingarnar fóru á Morgan Lewis sem fór á kostum og gerði 30 stig, þar af 10 með litrík- um troðslum sem kættu áhorf- endur. Það kom því ekki að sök að leikmenn á borð við Brynjar Þór Björnsson næðu sér ekki á strik og að Tommy Johnson væri í leik- banni. „Það mætti halda að þetta væri eitthvað auðvelt en málið er að kerfið hjá KR hentar mér mjög vel og með þessa leikmenn í kringum mig er auðvelt að ná svona tölum. Þeir láta mig líta vel út, hvort sem það eru strákarnir fyrir utan í þriggja stiga skotunum eða Morgan undir körfunni sem ég get gefið á blindandi því hann grípur allt,“ sagði Pavel eftir leikinn. „Þetta var auðveldara en maður bjóst við. Það var minni barátta og minni slagsmál en maður býst við í svona úrslitakeppni og mér fannst svona eins og að við gætum haft leikinn á þeim hraða sem við vild- um, það er að segja miklum hraða. Það hentar þeim illa en færði okkur margar auðveldar körfur sem eiga ekki að sjást í úrslitakeppni,“ bætti Pavel við og gaf lítið fyrir orð Gunnars um að einvígið myndi end- ast fram í næstu viku. Þá ætlar Pa- vel að taka lífinu rólega. „Ég vona bara að þetta verði hörkuleikur á sunnudaginn og auð- vitað ætla þeir sér að halda áfram í keppninni en ég stefni á að hafa það bara náðugt í næstu viku.“ Síðastur er fúlegg Morgunblaðið/hag Góður Pavel Ermolinskij hefur reynst KR-ingum góður liðsauki og hann náði svokallaðri þrefaldri tvennu í gærkvöld. Hér sendir hann boltann á samherja í leiknum við ÍR en Robert Jarvis reynir að halda aftur af honum. Baráttan um borgina, eins og viðureign KR og ÍR í 8-liða úrslitum Iceland Ex- press-deildarinnar í körfuknattleik hefur verið kynnt, verður heldur lítil og aum ef mið er tekið af fyrsta leik lið- anna sem fram fór í DHL-höllinni í gær- kvöld. Gestirnir úr Breiðholtinu héldu í við heimamenn framan af leik en dróg- ust aftur úr í 2. leikhluta og máttu sætta sig við 17 stiga tap, 98:81. Þeir þurfa að laga ýmislegt til að jafna met- in í Seljaskóla á sunnudag.  Með hraðann að vopni og yfirburði í fráköstum lögðu KR-ingar ÍR að velli í 1. leik  Pavel með þrefalda tvennu  Einvígið endist fram í næstu viku segir þjálfari ÍR KR – ÍR 98:81 DHL-höllin, úrslitakeppni karla, 8-liða úrslit, fyrsti leikur, fimmtudag 25. mars 2010. Gangur leiksins: 24:22, 52:42, 77:58, 98:81. Stig /fráköst KR: Morgan Lewis 30/9, Fann- ar Ólafsson 16/4, Darri Hilmarsson 12/7, Jón Orri Kristjánsson 12/5, Brynjar Þór Björns- son 10/3/6 stoðsendingar, Pavel Ermolinskij 10/15/16 stoðsendingar, Finnur Atli Magn- ússon 8/5, Ólafur Már Ægisson 0/0, Steinar Kaldal 0/1. Fráköst: 36 í vörn – 13 í sókn. Stig/fráköst ÍR: Robert Jarvis 29/5/5 stoð- sendingar, Nemanja Sovic 20/9, Kristinn Jónasson 10/3, Eiríkur Önundarson 8/2, Hreggviður Magnússon 6/4, Davíð Þór Fritz- son 5/0, Elvar Guðmundsson 2/1, Steinar Arason 1/3, Vilhjálmur Theodór Jónsson 0/0, Ólafur Þórisson 0/0, Ásgeir Örn Hlöðversson 0/1, Björgvin Jónsson 0/0. Fráköst: 21 í vörn – 7 í sókn. Villur: KR 16 – ÍR 19. Dómarar: Kristinn Óskarsson og Björgvin Rúnarsson. Áhorfendur: Um 600. Valur í úrslitin göngukeppnin haldin nokkru fyrir framan Ólafs- fjörð í svonefndum Skeggjabrekkudal,“ segir Óskar. „Þar hefur allt verið gert klárt til að hægt verði að keppa í göngu og okkur líst bara vel á,“ segir Óskar sem á von á öllum fremstu skíða- mönnum landsins til þátttöku í mótinu, jafnt í alpagreinum sem og í göngu. „Endanlegur listi yfir keppendur liggur ekki fyrir,“ sagði Óskar í gærmorgun. „En mér sýnist að það verði ekki færri en 100 þátttakendur í alpagreinum og á milli 30 og 40 keppendur í göngu. Okkur líst vel á mótið sem framundan er og hlökkum til þess að það hefjist,“ segir Óskar Ósk- arsson, mótsstjóri Skíðamóts Íslands. iben@mbl.is „ÞAÐ er allt klárt hjá okkur. Undirbúningur hefur gengið mjög vel þannig að allir endar eru vel hnýttir þótt við höfum svo sannarlega séð meiri snjó á þessum slóðum. Við fáum hins vegar ekkert við veðurguðina ráðið,“ sagði Óskar Óskarsson, mótsstjóri Skíðamóts Íslands sem hefst kl. 17 í dag með keppni í sprettgöngu í Ólafsfirði. Í kvöld verð- ur mótið sett í menningarhúsinu Bergi á Dalvík. Keppni í alpagreinum hefst í fyrramálið í Bögg- visstaðafjalli ofan Dalvíkur en göngugreinar fara fram í Ólafsfirði. Mótslok verða síðdegis á mánu- dag.„Þótt það mætti vissulega vera meiri snjór fyrir hendi þá er nægur snjór á Dalvík fyrir alpa- greinarnar. Hins vegar er enginn snjór á hefðbundnum skíðagöngusvæðum Ólafsfirðinga og því verður Heimavöllur Dalvíkingurinn Björgvin Björgvinsson ætti að kunna vel við sig í Bögg- visstaðafjalli. Allt klárt fyrir Skíðamót Íslands VALSMENN eru komnir í úrslitaleikina um sæti í úrvalsdeild karla í körfuknattleik eftir sigur á Skallagrími, 84:77, í oddaleik í undanúrslitum 1. deildarinnar í gærkvöld. Haukar verða andstæð- ingar Hlíð- arendapiltanna en þeir lögðu Þór úr Þorlákshöfn að velli, einnig í oddaleik. Liðin heyja nú einvígi um hvort þeirra fylgir KFÍ upp. Valsmenn tryggðu sér sigurinn með góðum endaspretti en Skallagrímur var yf- ir eftir þriðja leikhluta, 59:56. Hörður Helgi Hreiðarsson átti stórleik með Val og skoraði 33 stig og Sig- urður Friðrik Gunnarsson 21. Silver Laku skoraði 24 stig fyrir Borgnesinga. vs@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.