Morgunblaðið - 26.03.2010, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 26.03.2010, Blaðsíða 8
8 Íþróttir MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. MARS 2010 Gunnar Heið-ar Þor- valdsson lék í fyrradag með varaliði enska knattspyrnuliðs- ins Reading eftir að hafa verið frá vegna nára- meiðsla í tvær vikur. Gunnar fór vel af stað en hann skoraði mark, krækti í vítaspyrnu, sem og í aukaspyrnu sem skorað var úr, þegar Reading lagði Sailsbury að velli, 4:3. Gunnar hefur vegna meiðslanna misst af tækifæri til að vera í aðalliðshópi Reading í und- anförnum leikjum í 1. deildinni.    Joana Rita Nunes Pavao, portú-galska knattspyrnukonan sem gekk til liðs við FH í vetur, sleit krossband í hné fyrir skömmu og spilar því ekkert með Hafnarfjarð- arliðinu í sumar. Joana kom til FH frá ÍR en hún er 34 ára, hefur spilað með landsliði Portúgals og liðum í heimalandi sínu og á Spáni. Meiðsli hennar eru mikið áfall fyrir nýliða FH sem leika í úrvalsdeildinni í sumar eftir þriggja ára fjarveru.    Cristiano Ro-naldo skor- aði tvö stór- glæsileg mörk og Gonzalo Higuaín önnur tvö þegar Real Madrid vann öruggan úti- sigur í nágranna- slag gegn Getafe, 4:2. Staðan var orðin 4:0 eftir aðeins 37 mínútna leik. Þetta var tíundi sig- ur Real í röð og með honum komst liðið á ný uppfyrir Barcelona og í toppsæti spænsku 1. deildarinnar í knattspyrnu. Liðin eru jöfn að stig- um og langefst en markatala Real er aðeins betri.    Portúgalski knattspyrnumað-urinn Ricardo Carvalho verður ekki með Chelsea næstu vikurnar vegna meiðsla sem hann varð fyrir í 5:0-sigri Chelsea gegn Portsmouth á Fratton Park í fyrrakvöld. Carvalho meiddist á ökkla í fyrri hálfleik og varð að fara af velli eftir 37 mínútna leik en hann þarf hugsanlega að fara í aðgerð vegna meiðslanna.    Rafn Markús Vilbergssontryggði Njarðvík jafntefli, 1:1, gegn úrvalsdeildarliði Hauka í gær- kvöld en liðin mættust þá í Reykja- neshöllinni í deildabikar karla í fót- boltanum. Rafn skoraði jöfnunarmarkið úr vítaspyrnu á lokamínútu leiksins en Arnar Gunn- laugsson hafði komið Haukum yfir í fyrri hálfleik. Í Egilshöllinni skoraði Björn Viðar Ásbjörnsson tvívegis fyrir ÍR sem lagði Þrótt, 4:3, í slag fyrstudeildarliðanna. Fólk sport@mbl.is Eftir Sigurð Elvar Þórólfsson í Serbíu seth@mbl.is SIGURÐUR Ragnar Eyjólfsson landsliðsþjálfari vill landa sex stig- um í þessari mikilvægu úti- leikjahrinu liðsins en helsti höf- uðverkur Sigurðar verður að setja réttu leikmennina í varnarlínu Ís- lands. Sigurður sagði í gær að lík- lega myndi hann færa til leikmenn úr sínum „venjulegu“ stöðum til þess að fylla í það skarð sem þarf að fylla í vörninni. „Meiðsli hafa sett ýmislegt í okkar undirbúningi úr skorðum en ástand- ið er mun betra í dag en fyrir tveim- ur til þremur vikum,“ sagði Sigurður í gær við Morgunblaðið, eftir kvöld- verð liðsins á Vojvodina-hótelinu í Zrenjanin í Serbíu í gær. „Eftir að við komum heim úr Algarveferðinni höfum við aðeins æft saman tvívegis, um sl. helgi. Þar var settur upp æf- ingaleikur gegn U-19 ára liðinu, en við vorum aðeins með sjö leikmenn úr þessum hópi í þeim leik. Eftir á að hyggja þurfum við einfaldlega að fara fyrr út í svona æfingaferðir í framtíðinni. Það er vissulega dýrara en ég tel mikilvægt að liðið nái fleiri æfingum saman. Og það er komin upp önnur staða en áður. Það eru mun fleiri leikmenn liðsins að leika með liðum erlendis og við þurfum að leysa úr því fyrir næsta ár.“ Margrét Lára á réttri leið „Margrét Lára hefur leikið þrjá leiki í Svíþjóð með Kristianstad þar sem hún hefur leikið í 90 mínútur án vandræða. Það eru jákvæðar fréttir en hún hefur glímt við meiðsli í aft- anverðu læri í langan tíma. Hún fór í meðferð hjá lækni á Íslandi um sl. helgi og vonandi verða þessi meiðsli úr sögunni hjá henni. Edda Garð- arsdóttir og Dóra Stefánsdóttir hafa átt við meiðsli að stríða í vetur en þær eru hægt og bítandi að koma til baka. Hólmfríður Magnúsdóttir var þreytt þegar hún hitti okkur eftir ferðalagið frá Bandaríkjunum. Það er nýtt fyrir hana að glíma við tíma- mismun og löng ferðalög. Að auki hefur lið hennar Philadelphia æft mjög stíft að undanförnu. Guðný Óð- insdóttir lék vel á Algarve en hún meiddist þar og hefur verið smátt og smátt að ná sér.“ Tveir af lykilvarnarmönnum ís- lenska liðsins undanfarin misseri eru ekki með liðinu í þessari ferð. Guðrún Sóley Gunnarsdóttir er enn frá vegna höfuðhöggs sem hún fékk á EM í Finnlandi í fyrrasumar. Erna Sigurðardóttir sleit krossband á síð- ustu æfingu landsliðsins og Ásta Árnadóttir er meidd. Sigurður Ragnar þarf því að gera breytingar á varnarlínu liðsins. „Ég hef úr ýms- um möguleikum að velja en ég á enn eftir að taka lokaákvörðun. „Ég get fært til leikmenn á vellinum og við eigum hæfileikaríka leikmenn sem geta leikið í hjarta varnarinnar. Ég valdi líka ungan leikmann úr KR, Mist Edvardsdóttur, sem steig sín fyrstu skref með okkur á Algarve. Á þessum tímapunkti á ég frekar von á því að hreyfa leikmenn úr sinni „venjulegu“ stöðu til þess að fylla það skarð sem þarf að fylla í vörn- inni. Það á eftir að koma í ljós hvað ég geri,“ sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson. Ástandið mun betra í dag Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta kom til Zrenjanin í Serbíu í gærkvöldi en framundan eru tveir leikir í und- ankeppni heimsmeistaramótsins. Leikið verður gegn Serbum á morgun og á miðvikudag leikur Ísland gegn Króatíu. Ljósmynd/Algarvephotopress Fagnað Íslensku landsliðskonurnar samgleðjast Dóru Maríu Lárusdóttur eftir að hún innsiglaði sigur, 3:0, á Portúgal fyrr í þessum mánuði.  Kvennalandsliðið komið til Serbíu  Leikur þar í undankeppni HM á morgun  Meiðsli hafa sett undirbúning úr skorðum en horfurnar eru betri en áður Í HNOTSKURN »Ísland mætir Serbíu ámorgun klukkan 14 í bæn- um Banatski Dvor, sem er í rúmlega tveggja tíma akst- urfjarlægð norðaustur af Bel- grad. » Ísland er með níu stig eftirað hafa sigrað Serbíu 5:0, Eistland 12:0 og Norður- Írland 1:0 en tapað 0:2 fyrir Frakklandi. »Serbía er með eitt stig eft-ir 1:1-jafntefli við Króatíu, 0:5-tap gegn Íslandi og 0:2 gegn Frakklandi. „VIÐ höfum æft aðra hverja helgi frá því í janúar og um s.l. helgi tókum við æfingu og æfingaleik gegn U-19 ára landsliðinu. Það er stór hluti leikmannahópsins erlendis og þetta er því aðeins öðruvísi en áður hjá okkur sem erum að leika á Íslandi. Það eru færri A-landsliðsleikmenn á æfingum en þetta hefur gengið vel að mínu mati. Algarvebikarinn í Portúgal er frábær und- irbúningur fyrir þessa törn og þar fengum við að keppa gegn sterk- ustu liðum heims – sem er ómetanlegt,“ sagði Katrín Jónsdóttir leik- maður Vals og fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í gær við Morgunblaðið. Það má leiða að því líkur að Katrín verði í hjarta varn- arinnar gegn Serbum á laugardag en þeir miðverðir sem hafa leikið með Katrínu undanfarin misseri eru báðir meiddir. Guðrún Sóley Gunnarsdóttir hefur ekkert leikið frá því hún fékk höfuðhögg á EM í Finnlandi, og Erna Sigurðardóttir sleit krossband í hægra hné á síðustu æfingu landsliðsins fyrir ferðina til Serbíu. „Það er alltaf slæmt þegar góðir leikmenn eru meiddir og geta ekki verið með. Við verðum að leysa úr þessari stöðu sem komin er upp og ég er viss um að þetta á eftir að ganga vel. Það eru margir góðir leikmenn í okkar liði og við höfum áður lent í því að leikmenn séu meiddir og aðrir hafa einfaldlega tekið við keflinu og skilað sínu,“ sagði Katrín. seth@mbl.is Katrín Jónsdóttir „VIÐ þekkjum þetta serbneska lið ágæt- lega, það gekk nokkuð vel gegn þeim þegar við vorum síðast með þeim í riðli. Aðalmarkmiðið fyrir okkur er að halda einbeitingu og gera það sem við þurf- um að gera. Við höfum brennt okkur á því að mæta til leiks með rangt hugarfar og það má ekki gerast í þessari ferð,“ sagði Þóra B. Helgadóttir landsliðsmarkvörður í gærkvöld eftir að íslenska landsliðið hafði komið sér fyrir á Vojvodina hótelinu í bænum Zrenj- anin í Serbíu. „Það hafa orðið miklar breytingar á liði Serba frá því við mættum þeim síðast. Nýr þjálfari hefur tekið við og margir leikmenn sem gáfu ekki kost á sér hafa skipt um skoðun og eru mættir til leiks á ný. Við þurfum örugglega að hafa fyrir hlutunum gegn Serbum.“ Þóra samdi við sænska liðið Malmö FF s.l. haust eftir að hafa leikið með Kolbotn í Noregi. Hún segir að undirbúningstímabilið með Malmö hefði vel getað gengið betur. „Já, ég var ekki al- veg sátt við sjálfa mig í upphafi undirbúningstímabilsins. Ég var lengi í gang en smátt og smátt hefur þetta lagast en samkeppnin er hörð um sæti í byrjunarliðinu,“ sagði Þóra. seth@mbl.is „Við þurfum að hafa fyrir hlutunum“ Reynd Þóra B. Helgadóttir er þriðja leikjahæst í íslenska landsliðinu. „Ég er viss um að þetta á eftir að ganga vel“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.