Nýr Stormur - 01.10.1965, Blaðsíða 6

Nýr Stormur - 01.10.1965, Blaðsíða 6
6 %SMUR FÖSTUDAGUR 1. október S96S Húsnæðisvandræðin og Kúsaleiguokrið Millíónatugum ef ekki hundruoum milljóna skotið undan skatti Um þessar mundir er mikil hreyfíng á fjölmörgu fólki í landinu. 1. október er flutn ingadagur i kaupstöðum. Leigutfmi húsnæðis er miðað ur við fardaga á vorin og fyrsta október á haustin. Skólafólk flykkist í bæina og einstaklingsherbergi eru næst um því ófáanleg í Reykjavík. Mikill hörgull er einnig á íbúðum og er margt fólk að meira eða minna leiti á göt- unni. Herbergi og það mjög léleg eru leigð á offjár og íbúðir eru leigðar á slíku verði að, óhugsandi er að venjulegur launþegi geti tek Ið íbúð á leigu nema með því að vinna mjög mikla yfir- vinnu. Þetta er að sjálfsögðu slæmt og óheilbrigt ástand ög ekki tjáir að sakast svo mjög við ríkisstjórnina út af þess- um málum. Ráðstafanir henn ar í húsnæðismálum eru góð_ ra gjalda verðar. Það fylgir aðeins sá böggull skammrifi að efnahagsmálin eru komin í slíkt öngþveiti að miklar fjárveitingar til þessara mála hverfa eins og dögg fyrir sólu í dýrtíðarófreskjuna. Nokkrir efnamenn eiga að vísu íbúðir og leigja þær út, en hinsvegar er ábatavæn- legra að braska með þær í sölu og láta byggja nýja rfyr ir hagnaðinn, sem verð.bólg an veitir, Fólkið, sem enga íbúð á eða engin tók hefir á að koma sér upp íbúð, stend ur í miklum vanda ráðþrota og hefir ekki fé til að greiða háa leigu og auk þess fyrir- fram fyrir marga mánuði. Venjuleg þriggja herbergja íbúð fæst ekki fyrir minna en fimm til sjö þúsund krónur. Það er tveggja vikna kaup, með eftirvinnu. Allir sjá hví- lík fásinna þetta er og gjör samlega óviðunandi. Það verð ur heldur ekkert raunhæft hægt að gera í húsnæðismál unum fyrr en stöðvun verð- bólgunnar verður að veru- leika. Skattayfirvöld gera einnig þessu ólánsama fólki ennþá erfiðara fyrir. Það er algjörlega óraunhæft að fjöl skyldu sé ætlað að greiða ein fyrir leiguhúsnæði, ef til vill þúsund krónur á mánuði með þrjú eða fjögur börn. Það e rhins vegar skattafráráttur inn sem hann fær vegna hús næðis. Maður sem verður að leigja fyrir sex-sjö þúsund krónur á mánuði, verður líka að greiða skatt af öflun þess fjár. Venjulegast er svo hitt, að sá er leigir út húsnæðið, telur hina háu leigu ekki fram til skatts. Málið liggur sem sé þannig fyrir: Maður verður að greiða því opinbera skatta af því fé, sem þarf að afla til að greiða háa húsaleigu. Við skulum taka dæmi. Maður greiðir kr. 6000 fyrir íbúð, af því fær hann frádregnar til skatts 1000 krónur. Til að geta greitt hinar fimm þúsund krónurn ar verður hann að vinna eftir vinnu. Sennilega verður hann að vinna fyrir um 7000 — 8000 þúsund krónum til að fá fimm greiddar út. Hjá þess um manni er húsaleigan orð in átta til níu þúsund krónur. Sá, sem tekur við húsaleig unni og leigir þessum sama manni ,gefur hinsvegar ekki upp nema hina löglegu húsa leigu, sem ekki gerir meir en að fara í fyrningar og af- skriftir. Það sem framyfir er, er ekki gefið upp til skatts- Það skiptir leigjandann engu, því hann fær umfram- greiðsluna ekki drengna frá skatti, en húseigandinn svík ur hana undan. Og „þeir á skattstofunni" vita það mætavel, en skatta lögreglan er sofnuð sínum Þyrnirósusvefni. Þanníg er það á flestum sviðum á okk ar landi. Þeim ríku er hlift, hinum fátæku má blæða. Hitt er svo annað mál, að með þeim byggingarkostnaði sem nú er ,er tæplega mögulegt fyrir einstaklinga að byggja hús til þess að leigja út á því verði, sem kaupgeta al- menings leyfir. Því er það að fá stórhýsi, eða hinar svo kölluðu blokkiL eru byggðar til þess að leigja, en þær eru ódýrustu byggingar sem völ er á. Víst er það æskilegt að fólk geti eignast sínar eigin íbúðir. Byggingarkostnaður er hins vegar orðinn það hár, lán til langs tíma eru ófáan- leg og vextir miklir að sá mað ur sem leggur út í byggingu húsnæðis fyrir sjálfan sig, er ofurseldur þrældómi um lang an tíma, sem oft og tíðum eyði leggur heilsu og heimilislíf viðkomandi. Sá háttur, sem hér hefir tíðkast, að byggja eigi hús ,sem hljóta að standa tvo til þrjá mannsaldra, ef ekkert óvænt kemur fyrlr, á örfáum árum nær engri átt. Hin svokölluðu húsnæðismála lán eru til miklu skemri tíma en tíðkast í nágrannalöndum okkar og þar að auki ekki nema lítill hluti byggingar- kostnaðarins. Þessi stefna í uppbyggingarmálum þjóðar innar, er mjög mikil orsök hinnar miklu verðbólgu. Menn geta ekki byggt eða treysta sér ekki til þess og afleiðingin verður húsnæðis skortur sem sprengir síðan verðlag upp úr öllu valdi, í samræmi við lögmálið um framboð og eftirspurn. Rétt leið væri löng lán, til níutíu ára, með lágum vöxtum. Þessi lán þyrftu að vera 60—80% af byggingarkostnaði. Þannig fara aðrar þjóðir að. Menn munu segja að ís- lendingar hafi ekki efni á þessu, en hafa þeir efni á hinu? Er ekki vá fyrir dyrum í þessum málum sem öðriun f þessum húsum hlýtur húsaleiga að vera há. Hinn óhóflegi bygginga- kostnaður sér fyrir þvi Það er fyrst og fremst í eldri húsum, sem húsaleigukostnaður er í algleymi. vegna verðbólgu og óstjórnar. Fjárfesting er óhemjuleg, og einhversstaðar koma pening arnir. Væri ríkinu ekki nær að taka stórt lán til langs tíma og gera tilraun til að koma þessum málum og öðr um í lag. , Að sjálfsögðu yrði gróða- sjónarmiðið að víkja í þess um málum. Einstaklingsfrelsi ið er dýrmætt, en það er það ekki lengur þegar það er not a'ð til að plokka fé af náung anum. Varanleg lausn væri að hið opinbera léti byggja og tæki til þess erlent lán. Hér yrði að vera um að ræða var anlegar og hagkvæmar íbúðir, sem síðan væru seldar og leigðar fólki til langs tíma_ svo langs að fólk yrði ekki hneppt í fjötra þrældóms beztu ár æfi sinnar, með þeim afleiðingum að vera andlegir og líkamlegir aumingjar hinn hlutann, hafartdi ekki heilsu til að skapa nein verðmæti til handa þjóðfélaginu en vera því aðeins til byrði. Hæfilegt! vlnnuþrek um langa æfi er meira virði en stuttur sprett ur. Þjóðfélag og forystumeim þess, sem ekki skilja þetta, eru á glötunarvegi. Meðan ekkert er að gert í þessum málum, mun húsaleiguokur í gömlum hjöllum, sem löngu eru búnir að borga sig, vera við líði fólkinu til örbirgðar og þjóðfélaginu til ómetan- legs tjóns. BÓKASKRÁ GUNNARS HALL Verð í bandi kr. 600.00 — óbundin kr. 500,00 fæst aðeins á VíSimel 64. Sími 15104. ÍSLENZKUR HERFORINGI Fyrir mörgum árum skýrði kunnur danskur stjómmála maður frá því, að foringi her sveita, sem samanstóðu af Þjóðverjum, hermönnum her togans af Savoyen og Genúa mönnum og hertóku bæinn Hyéres árið 1707 hefði verið ■ íslendingur. Var þess sér- staklega getið, að herforingi þessi hafi í allri stjórn sinni verið „réttlátur og mannúðleg ur“, sem hefði verið í mót sögn við framkomu hermanna hans. Ekki er með vissu vitað um nafn þessa íslendings og að því er ég bezt veit, þess hvergi getið í íslenzkum ritum, að íslendingur hefði haft her- stjórn á hendi í þjónustu her togans af Sayoven. Mun því verða erfitt að svara þeirri spumingu, en hér gerð til- raun til þess. Vil ég fyrst gefa stuttar lýsingar á Savoyen og Genúa. Savoyen. Greifarnir af Savoyen voru upphaflega háðir Arelatrik- inu, en eftir því sem tímar liðu náðu þeir héröðum undir sig norðan og vestan á Ítalíu (Piemont); Túrin var þar höf uðborg þeirra. Sigismundur keisari gaf Amadeusi greifa, hinum friðgóða, hertoga nafn bót (1416). En um aldamót 15. og 16. aldar krepptu Sviss lendingar að hertogadæmi þessu að norðan, og náðu und ir sig Waadlandi og Genf, en Frakkar veittu þungar bú- slfjar að vestan. Meðan ófrið ur stóð milli Karls 5. og Franz fyrsta, vann hinn síðarnefndi mikinn hluta af löndum her- togans, og létu Frakkar þau eigi laus fyrr en 1559, þá var friður saminn í Chateau Cambresis. Emanúel Filibert, hertogi frá 1553—1580, nafnkenndur með al hershöfðingja Karls 5 og Filippusar annars, fékk mest an hluta ríkis síns aftur eftir friðinn í Chateau-Cambresis. Genúa. Þar var lýðveldisstjórn, sigl ing mikil, verzlun og sífeld keppni um verzlunina við Venezíumenn. Urðu viðskipti þeirra bæði löng og hörð og höfðu ýmsir betur. Átti þetta sér einkum stað á 13. og 14. öld, og hér um bil 1380 höfðu Genúamenn þvi nær unnið Venezíu, en því varð þó af- stýrt. Einig átti Genúa i ó- friði við lýðveldið Pisa, út af eyjunum Sardinia. og Kor siku sem báðir vildu eiga. Sardinia urðu Genúamenn að láta lausa við Aragóníu kon ung (1326) en á Korsíku höfðu þeir yfirráð lengi fram eftir öldum. Það skildi með þeim og Veneziumönnum, að í Genúa voru sífelldir flokka drættir, er einatt spilltu fram kvæmdum og sigri. Fyrir þá sök skárust þar oft aðrir í málin, t. a. m., Frakkar og Milanomenn, en í Venezíu átti sér slíkt ekki stað, því að þar var meiri festa og samheldni 1 stjórninni. Herforinginn. í Árbókum íslands eftir Jón Espólín er frásögn um íslenzk an prestsson, sem ef’til vill gæti verið sá sami og hér hefur verið rætt um. Maður sá hét Guðmundur Guð- mundsson sonur Guðmundar Jónssonar, prests (d. 1685), en hann var sonur Jóns Guð mundssonar, lærða (d. 1650). Eins og kunnugt er skrifaði Jón Guðmundsson margar fróðlegar ritgerðir og var sak aður um og ákærður fyrlr galdra. Hann komst með naumindum hjá því að verða brenndur á báli og þegar verst horfði flúðl hann til Kaup- mannahafnar (1636). Olc Worm tók að sér vömina í

x

Nýr Stormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýr Stormur
https://timarit.is/publication/793

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.