Nýr Stormur - 01.10.1965, Blaðsíða 10

Nýr Stormur - 01.10.1965, Blaðsíða 10
10 %RNOR FÖSTUDAGUR 1. október 1965 Bör Börson júníór. Teiknari: Jón Axel Egilsson. Jósefina var nú knmin niðu.r að liliðinu þar sem Bör stóð og nú hlaut hún að finna búðarmannslyktina af Honum, en svo virt- ist ekki vera. Hvurslags bölvuð sveitalubba var þetta, sem ekki gat einu sinni fundið góða lykt. Bör bar treyjuermina upp að andlitinu á henni, eins og af tilviljun, en ckkert stoðaði. Ef faðir hennar ætti ekki annan eins sand af peningum, mætti fjandinn sjálfur standa hér í hans stað og neyða upp á hana góðri lykt. Þau röbbuðu saman og Bör dró sápu- stykki upp úr vasa sínum og rétti Jósefínu. — Eg ætla að gefa þér liérna dálítið úr kau.pstaðnum Jósefína þakkaði fyrir og nasaði af sápunni. — Var það ekki þetta sem ég fann allan tímann meðan ég stóð hérna, það var búðarmannslykt af þér, Bör, Hann rak upp roshlátur og honum varð allt í einu svo lé'tt um hjartarætur. Hann var búinn að fá þessa fínu búðarmanns- lykt, sem myndi fylgja honum alla ævi. Hann gæti svo sem vel átt hana Jósefínu. Hún var einbirni hér í Þórsey og pening- arnir hans Andrésar myndu ekki skaða, eða þá jörðin og allar hinar jarðirnar og hiunnindin og itökin. Þetta var ekki til að forsmá. Bör myndi auka kapitaliö með þessu að minnsta kosti per 100 prósent. En Það lá ekkert á. Einn góðan veðurdag myndi hann spenna Öldurstaða-BIeik fyr- ir og aka heim í Þórsey og biðja Jósefínn að heldri manna sið. Það var barið harkalega i gluggarúðnna í skálanum og Hildur í Þórsey horði út um gluggann og var ekki blíð á svip. Jósefína gekk hægt Qpp tröðina, en Bör tók ofan skinnhúfuna og lyfti henni hátt í loft upp. Svona hafði hann séð þá taka ofan, fínu mennina í NiðarósL Gamli Bör á Öldurstað var áhyggjufull- ur þar sem hann lá undir gærufeldinum og reyndi að sofna. Hver var kominn til með að segja að þessi verzlun færi ekki í hundana. Ef nú verzlunin faíri í hundana kæmi sýslumaðurinn og gramsaði í öllu saman og þá — hann mátti ekki til þess hugsa. — Og svei — og svei. Fyrir Bör júníör var þetta fögnuður og ævintýri. Hann tók upp vörurnar og festi á þær verðmiða og í hvert sinn er hanp,skfjí;aðj\.þ þessa litlu miða, átti hann í stríði hið innra með sér. Því hærra verð, þeim mun meiri gróðL — Oh! bara að maður þyrði að leggja á — leggja á tvöfalt, margfalt- Hann skóf út verð og skrifaði nýtt, skóf og skrifaði, hærra, örlítið hænra! immi 89 99 Þegar gamla stofan á Óldurstað var orðin að krambúð stóð gamli Bör og horfði á dýrðln^ með tárin í augunum. Hér hafði hann stautað húslesturinn í gamla Ponta og ekki komið til hugar að Þetta gæti orðið svona dýrðlegt höndlun- arhús. En þegar kvölda tók og kyrrðin fa:rðist yfir, ásóttu hann sömu hugsanirnar: kerr an sýslu.mannsins, sáttanefnd—fjárnám— gjaldþrot—nauðungaruppboð og öll heims ins ógæfa. Fólkið tók að þyrpast heim að Öldur stað löngu áður en búðin var opnuð. Karlarnir herjuðu út tóþak i pípuna sína og röbbuðu saman. Bör væri svo sem nógu vel gefinn, en surnir og þá einkum efnaðri bændur glottu að þessu öllu. Þeir gátu vel unnt Bör þcss að fara á hausinn með þetta allt saman. Hvers vegna ætti svo sem sonur hans Börs á Öldurstað að verða einhver stórlax? Þeir spýttu um tönn fyrirlitlega. Bör Börson júníor hafði hengt fyrir gluggana meðan hann var að verðleggja, en hann var samt alltaf annað veifið að líta út um gluggann. Þama sat fólkið á traðargarðinum og kössum á hlaðinu, en hann var ekki að gá að þvi. Nei honum stóð á sama um það Þessa stundina. Hann var að gá að þvi hvort einhver kæmi ekki frá Þórsey. Nei, það kom víst engin þaðan. Undarlegt áð Jósefína skyldi ekki skjótast ofan eftir. Það var lítið var- ið i allt þetta fólk, ef Jósefína kom ekki. t Rafvirkjar — Vélstjórar VitS Mjólkárvirkjun í ArnarfirtSi er stacSa rafvirkja etSa vélstjóra laus til umsóknar ÁskilitS er aS um- sækjandi sé fjölskyldumatSur og atS hann hafi próf frá rafmagnsdeild Vélskólans. Umsóknir metS upp- lýsingum um menntUn og fyrri störf sendist starfs- mannadeildinni fyrir 4 október. RAFMAGNSVEITUR RfKISINS. Starfsmannadeild Laugavegi 116 — Revkjavík Aiiálvsið í Nvium Strtrmi Aiml s nwwwwiwmwiwiwiwiwiwiwwofnoiKnwwiwwwiwiwiwiwii F e i 1 e r reiknivélin leggnr saman dregur frá FEELER F e i 1 e r reiknivélin er vesturþýzk úrvals framleiðsla. Fæst bæði raf- og handdrifin. F e i 1 e r kostar kr. 6.980,00 rafdrifin, og 5.290,00 handdrifin. F e i 1 e r er ódýrasta og öruggasta hjálpin á skrifstofuna og i verzlunina. OTTÓ A. MICHELSEN, Klapparstíg 25—27

x

Nýr Stormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýr Stormur
https://timarit.is/publication/793

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.