Nýr Stormur - 01.10.1965, Blaðsíða 9

Nýr Stormur - 01.10.1965, Blaðsíða 9
• r ) i » FÖSTUDAGUR X. október 1965 MANNKYNS SAGA í DAGBLAÐAFORMI | KJOTKATLAR EGYPTALANDS MeSfram ánni Níl er dal- ur, níu hundruð kílómetra langur. Breidd dalsins er mis. munandi, en hann mun vera að jafnaði um 50 km breiður. í okkar heimshluta mun þetta vera fyrsti staður- ■inn, sem byrjað var á ræktun korns. Áður en akuryrkjan hófst var Nílardalurinn þak- •inn reyrskógi og papDÍrssefi og villtu fugla- og dýralífi. En svo byrjuðu bændurnir að ryðja dalinn. Frjósemi jarðar var óhemjuleg og bændunum fjölgaði. Brátt nægði hin náttúrlega frjósemi ekki til að fullnægja þörfum hins sívaxandi mann fjölda, og bændurnir fundu upp á því að veita ánni Níl yfir landsvæðið til að auka frjósemi þess. Til þess grófu þeir áveituskurði. Til að auka auðæfi lan'ds. ins létu guðirnir ána flæða yfir bakka sína einu sinni á ári. Þegar flóðin sjatna kemur landið upp vott og fullt af áburði og uppskeran marg- faldast. Með skurðunum stækkuðu bændurnir ræktaða landið, sem var blessað með flóðunum og framleiddu brátt meira magn af korni en þeir sjálfir þurftu að nota. Það, sem umfram var, létu þeir öðrum í té gegn greiðslu í vörum, sem þeir framleiddu ekki sjálfir. Egyptar söfnuðu þannig auð æfum, og auðsöfnun þeirra byggðist á áveitukerfinu. Ríka nauðsyn bar til, að það færi ekki úr skorðum. Það þurfti því gott skipulag samvinnu og stjórn til að halda hinni miklu framleiðslu í horfinu, koma henni á markað o.s.frv. Störfin urðu því fleiri en ræktunin og uppskeran sjálf. Smátt og smátt mynduðust þorp og borgir. Sama þróunin varð í undir irlendinu við fljótin Eufrat og Tigris. Hinar miklu sléttur Sýrlands urðu auðræktanleg- ar, þegar veitt var á þær vatni með skurðum .Óræktuð jörð in breyttist i gullna akra, pálmatrén uxu hvarvetna, og vegir voru gerðir frá byggð til byggðar. Landið milli þessara fljóta bar einnig ríkulegan ávöxt. Búfjárrækt og veiðiskapur óx hröðúm skrefum. Allt þetta þarfnaðist skipulagning ar og stjórnar sem engan hafði dreymt um áður. Milli hinna tveggja þróuðu heims hluta er mikil verzlun til sjós og lands ,og það er augljóst, hvað hin mikla skipulagning ber og mun bera í skauti sínu Frá hinum stóru kornfram- leiðslulöndum eru vörur flutt ar út og aðrar vörur inn. Allt miðjarðarhafssvæðið hefur dregizt inn í verzlunarkerfi, sem aldrei hefur fyrirfundist áður. Nú eru styrjaldir ekki lengur háðar eingöngu til að komast yfir kvikfénað ná- grannanna, eða flytja heim j ánauðugar konur og þræla, I heldur líka og jafnvel fyrst J og fremst til þess að ná valdi á verzlunarleiðum til sjós og lands, ná yfirráðum yfir verzl uninni, eyðileggja verzlunar- samkeppni nágrannanna. Maður sigrar fjandmanna- ríki þ.e.a.s. keppinauta sína um verzlunina, brennir verk smiðjur þeirra, fellir pálm- ana, eyðileggur áveitustíflur þeirra og dælur, drepur bænd ur þeirra eða nemur þá brott sem þræla ásamt handverks- mönnum og konum og hverju því, sem að gagni má koma, því að í dag er kornræktin ekki lengur smábúskapur heldur landbúnaðarfram- leiðsla í stórum stíl. Það eru ekki syngjandi bændur, sem opna dyrnar á morgnana og heilsa sólinni, þakka guðun- um, fórna jörðinni af öli sínu til þess að fá góða uppskeru og ganga með hakann á öxl- inni út á akurinn ,eða spenn ir konu sína fyrir heimatilbú- inn plóg sinn§ Slíkt á sér auð vitað stað, en fyrst og fremst skín sólin á nakin bök þræla er streytast áfram undir svipu fógetans, þrælar, sem erfiða við hina stórfelldu fram- leiðslu. Ekki til að metta munna þeirra sjálfra, heldur til að skipta á og öðrum verð mætum, er síðan hafna í fjár hirzlum ,,ríkisins“. Veröldin er ný og töfruð af óstöðvandi framþróunin, sem hefur í för með sér stöðugt ný og ný ríki og valdsvæði, með tilheyrandi styrjöldum. Manneskjan sjálf stendur vanmáttug og ráðvillt ? Furöulegt fjall Memphis, Egyptalandi 2300 f. Kr. íbúar Egyptalands eru núorðn ir fjórar milljónir, samkvæmt upp lýs. egypsks stjórnarembættis manns. Þorp og borgir eru um tuttguu þúsund. Ur, Sumeria 2100 f. Kr. Tilbúið fjall. Nýlega hefir verið lokið við sérstæða byggingu hér í Ur. Byggð hefir verið hóll eða hæð, sem er 50x70 metrar í ummál og 20 metra hátt. Gengið er upp á hæðina á steinlögðum tröppum, en uppi á henni hefir verið byggt musteri úr leir, sem brenndur var í sólinni. Hér uppi eru guðirnir tilbeðnir og gangur stjarnanaa rannsakað ur og hér eru leyndarmál ríkisins geymd. Fólk hér er að sjálfsögðu mjög stolt yfir þessari byggingu, sem engan á sinn líka hér í land- inu. Byggingin minnir á ‘lítið fjall, gert af manna höndum. ELDUR! Fyrir 70 b. árum íundu menn upp á því að gera eld. Menn irnir höfðu þekkt, eldinn lengi, en urðu að varðveita hann með því að notfæra sér skógarelda og eldingar. Eld- inúm var síðan haldið lifandi og hefir vafalaust þurft til þess mikla þolgæði. Nú er ekki þörf á þessu lengur. Og aðferðin er einföld en hún er sú að þegar tveim spítum er nuddað hratt við hverja aðra myndast hiti og þarf ekki annað en þurrt lauf við hend ina. Slðar komust menn úpp á lagið að kveikja eld með því að slá saman tinnusteini. Velmegunin eykst SFINX GEGN ILLUM ÖNDUM Gizeh, Egyptalandi 2300 f. Kr. Karfe faraaó, hefir byggt geysi stórann Sfinx til að vernda graf hýsi sitt gegn illuin öndum. Myndin er höggvin út í stórt bjarg og, síðan er ,byggt líkan af ljóni og myndin er höfuð þess. Líkanið er 60 metra langt og 25 metra hátt og 10 metrar frá enni til höku. Myndin er af morgunguðnum Harmachis. Listamaðurinn hefir fylgt hefðbundnum stíl og guð inn í ljónslíki með mannshöfuð. Á milli hinna voldugu framfóta dýrsins er lítið hof eða musteri. Ýmsar Sfinx myndir hafa konu höfuð og ljónsskrokk, eða líkama annara dýra. Sum eru með vængi og önnur hafa hala, eins og slöng ur. í öllu falli minna hinar ýmsu Sfinz höggmyndir á trúar- Abraham fer til Kanaan FYLGJENDUR HANS TRÚA AÐEINS Á EINN GUÐ Haran. Babylon 1600 f. Kr. Hebrahöfðingi nokkur, að nafni Abraham hefir ákveðið að flytjast með fjölskyldu sína og alla ættkvísl til Kanaans- lands, sem líka er kallað fyrir- heitna landið. Abraham er leið togi sterkra trúarhreyf. hér, Áhangendur þessarar trúar full yrða að aðeins einn guð sé til, gagnstætt því sem aðrir trúa. Þessi gu.ð á að hafa skapað himinn og jörð og allt sem fyrirfinnst á henni. Hann heit ir Jahve og á heima á himn um uppi og er tilbeðinn á mjög einfaldan hátt, án mustera og presta. ☆ Hin ægilegu villidýr forn- aldarinnar eru horfin. Myndin er af hinum rjsa- vaxna mammút. ☆ hugmyndir okkar í sambandi við dýrin, svo sem hundinn köttinn, ljóðið íbisfuglinn og haukinn. í hinum ýmsu landshlutum eru á- kveðin dýr heilög. Til dæmis naut ið í Memphis og kálfur i Helio- polis. Hin heilögu dýr eru höfð i musterunum og dauðahegning liggur við að drepa þau og mörg þeirra eru smurð eftir dauðann. 4 milljónir Theben, Egyptal. 1801 f. Kr. Áveitukerfið skipulagt. Eitt af mestu vandamálum í sambandi við hið egypska á- veitukerfi var leyst af Amenem het III. faraaó, sem nú er ný- látinn. Amencmhet fullgerði hina miklu stíflugerða við Moerisvatnið, sem er mjög vatnsmikið eftir hin árlegu flóð í Níl. Stíflugarðarnir gera það að verkum að unnt er að viðhafa nákvæma vatnsmiðlun, þannig að ávcituskurðirnir eru ekki eins háðir hinum árlegu flóðum og er því hægt að veita vatninu yfir ræktarlönd in eftir þörfum á mismunandi árstíðum. Sfærsti pýramídi heims. Framhald af bls. 8 sem heimurinn hefur enn séð og þrátt fyrir sorgina, lítum við með stolti á þetta mikla minnismerki, sem þegnar hans hafa reist hon- um. 100 þúsund þrælar í vinnu. Um 100 þúsund þrælar unnu samtímis við byggingu pýramíd- ans. Þeir hafa búið í kofum við rætur pýramídans og þúsundir annarra þræla hafa fært þeim mat og matbúið fyrir þá. Að sjá fyrir daglegum þörfum svo margra starfsmanna, hefur kostað óhemju mikið og ástæða er til að ætla, að tæplega verði reist minnis- merki, sem jafnist á við þetta. Sum björgin í þessum pýra- mída vega um 1600 tonn og hafa verið dregin hundruð kílómetra liingað á sleðum. Það er sagt, að 2000 manns hafi verið í tvö ár að koma einum slíkum steini á leiðarenda. Með meiri viðhöfn hefur eng- inn jarðneskur höfðingi verið jarðsettur. Hver hlið pýramídans er 230 metrar á iengd og hæð hans er 146 metrar. Efnið mun vera um 2% milljón kúbikmetrar.

x

Nýr Stormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýr Stormur
https://timarit.is/publication/793

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.