Nýr Stormur - 01.10.1965, Blaðsíða 8

Nýr Stormur - 01.10.1965, Blaðsíða 8
8 FÖSTUBAGUR 1. október 1965 Frá 3000 f. Kr. til 1447 f. Kr. MANNKYNS SAGA Abraham fer til til Kanaan Nr. 2 1447 f. Kr. bls. 1 Stærsti pýramídi heims hyggBur Hvenær var verkið hafið? Við vitum það ekki fyrir víst, en líklega eru tuttugu ár síð- an! En hvað um það, í dag er hann fullgerður og er hið stoltasta minnismerki, sem nokkur faraaó hefur reist sér. Hinn stórkostlegi pýramidi Cheops og minn mikli sfinx fremst á myndinni. Hinn sterki maður Egypta Thutmose III. látinn Cheop faraaó jarðsettur með meiri viðhöfn en nókkur annar þjóðhöfðingi. Breytti vonlausri framtíö í sigur Theben, Egyptalandi, 17.4. 1447 f. Kr. , (einkafrétt til HT). Með fráfalli faraaos Thut. mose þriðja hér í Theben í dag, er lokið einu af furðu. legustu hernaðarævintýrum Egypta. Hinn látni faraaó ríkti í 54 ár. Hann endurreisti veldi Egypta.Hinn látni faraó ríkti í Palestínu og Líbanon, lagði í rúst veldi Hykson-konung- anna, reisti herfána sína á víð- áttum Eufrat. Mikill sigurveg- ari og hershöfðingi, stjórn- málalegt ofurmenni, af- burða stjórnandi og mikill húsameistari er dauður. Þegar Thutmose þriðji varð faraaó, virtist framtíð hans ekki vera glsæileg. Faðir hans, Thutmose annarj var eins og kunnugt er kvæntur syst- ur sinni, hinni nafntoguðu Hatseepsut. Hún var miklu betur gefin en maður hennar og bróðir og tók öll völd úr höndum hans. Þegar hann féll frá og sonur hans, sem hann hafði átt með annarri konu sinni, varð faraaó, ýtti hún honum algjörlega til hliðar og jafnvel við hin miklu hátíðahöld. þa rsem faraaóinn átti að koma fram í líki guðanna og hins guð- dómlega faraaó, klæddist hún karl mannsfötum eða lendaklæðum og hinum gullnu búningum faraaó- anna, sem áttu við þessi tækifæri. Hún var stjórnsöm og naut dyggi- legrar aðstoðar presta og vina og hún sendi leiðangra til Suður- Afríku og lét byggja þar musteri. Að lokum var, að því er talið er, henni steypt af stóli af bróður- syni hennar, hinum unga faraaó og hún drepin. Hann tók við völdunum og fékk nú útrás fyrir hina miklu hæfileika sína. Gersigraði Ilyksons-herina. Hann tók að beita sér fyrir ný- byggingum, skipulagði verzlun landsins og sérstaklega tók hann að einbeita sér að utanríkispólitík, því að fyrirrennarar hans, eins og flestir kvenstjórnendur, hafði reynt að komast hjá styrjöldum. Hann endurskipulagði egypzka herinn og hélt af stað út fyrir landamærin gegn Hyksos, sem einn fyrirrennari hans, Amhose, hafði kastað út úr Egyptalandi. Frá Theben hélt liann af stað með 20 þúsund manna her, þann 19. apríl 1479 og frá þeim degi var líf hans ein sigurganga. 14. maí afkróaði hann heri Hyksos við Meggedio og gersigraði þá. Hyksos konungurinn komst sjálf- ur undan, en Thutmose hafði nú öll völd í Palestínu og suðurhluta Libanon og þar með yfirráðin yf- ir verzlunarleiðinni milli Egypta- lands og Eufrat sléttunnar og Sýr- lands. Umskiptin við Meggedio voru alger. Hann byrjaði strax á því að skipuleggja hinar sigruðu þjóðir og þær fengu að halda nokkru af sjálfstæði sínu, með því að greiða Egyptalandi skatt. Þetta er í fáum orðum sa'gan um hinn mikla Chepp pýra. mída hjá Gizeh. Tveir aðrir j svipaðir en þó minni, gnæfa þar rétt hjá, en í nánd við Memphis eru um sjötíu pýra mídar. Pýramídi er minnismerki, jafn- hliða því að vera grafhýsi. Ef til vill munuð þér mótmæla því að minnismerki séu reist í öfugum stærðarhlutföllum við hinar til- grafir, sem rúma leifar okkar. Hinir stoltu afkom- 1 okkar munu samt ekki þessi mótmæli yðar. Pýra- er bjarg, sem hefur að geyma eitt herbergi eða tvö fyrir hina sálarlausu líkami Faraaós og drottningar hans, og þá nauðsyn- legu hluti, sem þau þarfnast í næstu tilveru. Fyrir aðeins fáum dögum var hinn miklli faraaó Cheop lagður til hvílu í st~.rsta pýramída, Framhald á 9. síðu. Hinn mikli herforingi og afburða stjórnmálamaður Thutmose þriðja mun minnst ( sögunni sem eins mesta mikilmenni Egyptalands. Hann sameinaði landið og færði út veldi þess. Næstu ár malaði hið egypzka veldi smátt og smátt undir sig nágrannana. Hyksos varð gersigraður og bandamönnum hans tvístrað, lönd þeirra sett undir egypzkt eftirlit og að lokum hertók hann höfuð- borg Hyksos, Kadesh, og lagði hana i eyði að fullu og öllu. Þeg- ar hann að lokum lauk herferðum sínum í Asíu, hafði hann gert 248 borgir skattskyldar Egyptum. Eft- ir aðhafa tryggt veldi sitt og með óhemju fjármuni í farangri sín- um og ótölulegan fjölda sigraðra þræla, sneri hann heim og tók til við nýjar byggingar. Að vísu tókst honum ekki að hnekkja meti stjúpmóður sinnar í bygg- ingu musterisins í Karnak, en þess í stað lét hann alls staðar afmá nafn hennar en setti sitt í stað- inn. Á síðustu árum hefur sonur Athmos, Amonhotep II., stjórnað ríkinu með honum og hann mun stíga upp á hið guðdómlega há- sæti, er greftrun föður hans er lokið, en það mun vel geta tekið eitt ár. Luxor, Egyptalandi 1570 f. Kr. í garðinum kringum musteri það sem Hatsebut drottning hefir látið reisa hér vaxa ýmsar sjald- gæfar jurtir, svo sem granatepli, valmúi, vatnaliljur og blóðberg. Drottningin liefir sent garðyrkju menn sína um allar jarðir til að leita sjaldgæfra jurta og gróður setja þær hér. Kiæðnaður breytist - Tízka myndast Þótt við hér í Egyptalandi, höldum fast við gamlar erfðavenj- ur, kemur ýmislegt nýtt fram, ekki sízt eftir að verzlunin við Sýrland og löndin hinum megin hafsins hefur aukizt svo mjög. Dagsdaglega göngum við í okk- ar venjulegum klæðum. Karlmenn í hvítum mittisskýlum og konurn- ar í lengri kjólum með böndum yfir axlirnar, m- " brjóstin ber eða hálfhulin. En í hinum efnameiri fjölskyldum og á samkomum fær- ist það stöðugt í vöxt, að vekja athygli- með ýmsum nýjungum í klæðaburði. Mikið af útlendinguin dvelst í landinu og þer klæði heimalands síns. Við vitum, að eyðimerkurbúar og hirðingjar klæðast þungum klæðum og segjast verjast með því hinni sterku sól og sandroki. Við tökum létt klæði fram yfir, en nú lítur út fyrir að smekkur fólks sé að breytast. Síðu kjólarnir koma úr norðaustri og eru einnig notaðir í löndunum fyrir norðan hafið. Við þekkjum vel stífu kjól- ana, sem notaðir eru við hátíða- höldin í hofunum, en hinir nýju kvenkjólar eru allt öðru vísi. Lín er nú svo fint ofið, að næstum ótrúlegt ^r, en hið nýja heitir Byssus og er gert úr heftiþráðum blaðtálknadýra. Því er safnað saman, spunnið og ofið og eitt er víst, að þetta nýja efni er óskaplega dýrt og aðeins allra ríkustu konur hafa efni á þessu. Þar á móti er svo að hið nýja byssus er óviðjafnanlegt efni. Það hefur næstum enga þyngd, er mjög sterkt og kjóllinn er svo stórkostleg sjón, að allir snúa sér við til að horfa. Það má lita efn- ið, en það er gagnsætt eftir sem áður. Það svífur eins og yndislegt ský utan um hinn velskapaða konu líkama og þótt undarlegt megi virðast, vekur hin nýja tízka meiri athygli en þótt hinar ungu stúikur væru alstrípaðar. Frá Sýrlandi berst hingað þyngri tízkufatnaður. Þar gilda ýmsir siðir og einkennilegir for- dómar. Meðal annars trúir fjöldi Sýrlendinga því, að guðimir hafi mjög á móti því að fólk sé nakið og vefur það sig því inn í mikið af klæðum. Hvað skartgripum við- kemur, tíðkast æ meir að þeir séu þyngri og betur unnir. Hinir gömlu, léttu skartgripir úr hreinu gulli verða nú að víkja fyrir miklu stærri og Þyngri skartgrip- um, sem oft eru aðeins húðaoir með gulli.

x

Nýr Stormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýr Stormur
https://timarit.is/publication/793

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.