Morgunblaðið - 03.07.2010, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 03.07.2010, Blaðsíða 4
Skúli Á. Sigurðsson skulias@mbl.is Færa á þjónustu við fatlaða frá rík- inu og í verkahring sveitarfélaganna en til stendur að samkomulag um fjárhagsramma þessarar breytingar verði undirritað af fulltrúum ríkis- stjórnarinnar og Sambands ís- lenskra sveitarfélaga næstkomandi þriðjudag. „Við höfum verið að koma á fjár- hagsramma við erfiðar aðstæður í þjóðfélaginu en við teljum okkur vera búin að ná lendingu,“ segir Halldór Halldórsson, formaður Sam- bands íslenskra sveitarfélaga og bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar. Segir hann að samkomulagið í núverandi mynd komi bæði ríki og sveitarfélög- um vel, það sé fjarri lagi að ríkið sé einfaldlega að létta af sér þessum málaflokki. „Ég tel að þetta sé yfir- færsla á jafnræðisgrundvelli með hagsmuni skjólstæðinganna í huga.“ Halldór segir þau samkomulags- drög sem fyrir liggja eigi að gera öll- um sveitarfélögum kleift að sinna málaflokknum þó þau séu misvel stödd vegna efnahagsþrenginganna. Hann telur þó ekki tímabært að segja hve háar upphæðir munu fær- ast til sveitarfélaganna vegna mála- flokksins fyrr en það verður kynnt formlega. Fjárhagslegt umfang mál- efna fatlaðra hjá ríkinu segir hann vera um tíu milljarða króna. Mjög jákvætt skref stigið „Til að byrja með munum við bara taka yfir verkefnin og þau eru að mörgu leyti vel rekin af ríkinu,“ seg- ir Halldór en þegar fram líði stundir muni þjónustan fléttast saman við félagsþjónustu á hverju svæði og taka breytingum. Þar sem nálægð við skjólstæðinga komi til með að verða meiri telur hann að öll nær- þjónusta muni styrkjast í framhald- inu. „Ég met það þannig að þjónustan muni jafnt og þétt þróast og vonandi batna. Ég hef óbilandi trú á því að þetta sé mjög jákvætt skref,“ segir Halldór og segir að unnið hafi verið að yfirfærslunni allt frá 2007. 7.000 á hverju þjónustusvæði Svæðaskipting þjónustunnar mun ekki fylgja línum sveitarfélaga með öllu heldur munu smærri sveitar- félögin fara saman með þjónustuna á ákveðnum svæðum. Miðað er við að ekki séu færri en 7.000 íbúar á hverju þjónustusvæði. „Vestfirðir, þar sem eru níu sveitarfélög, munu til dæmis vinna saman sem ein heild,“ segir Halldór og segir fram- lög til sveitarfélaga á hverju svæði verða miðaða við þörf þeirra og fötl- unarflokka skjólstæðinga. Mun efla þjónustu við fatlað fólk  Ríki og sveitarfélög eru að ljúka gerð fjárhagsramma þess að þjónusta við fatlaða fari til sveitarfélaga  Bæði til hagræðingar og bóta, segir ráðherra  Breytingin hefur verið í undirbúningi síðan árið 2007 Halldór Halldórsson Árni Páll Árnason 4 FréttirINNLMET MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JÚLÍ 2010 Borgartúni 24, Hæðarsmára 6 og Hafnarborg Hafnarfirði Sími 58 58 700 www.madurlifandi.is Maqui ber er ofurfæði sem hefur mælst með eitt hæsta gildi andoxunar*. Þessi andoxunarblanda inniheldur einnig Acai berjasafa ásamt öðrum berjasöfum með hátt andoxunargildi. Frábær náttúruleg blanda af andox- unarefnum. *ORAC gildi (Oxygen Radical Absorption Capacity) Andoxun Í fótboltanum er mikilvægt að skora mörk, því sá vinnur sem skorar þau fleiri. Ekki er þó síður mikilvægt að kunna að fagna mörkum og sigrum vel, eins og þessir liðsmenn 5. flokks Víkings, sem hlupu í átt að áhorfendum og renndu sér á bringunni eftir grasinu, eftir góðan sigur á N1 móti KA á Akureyri. Mótið er hið fjölmennasta í íslenskri knatt- spyrnu ár hvert og í ár eru keppendur um 1.500, í 168 liðum frá 35 íþróttafélögum. Með þjálfurum og liðsstjórum eru um 1.800 manns á mótinu. Þetta er í 24. skiptið sem mótið er haldið. Vel á annað þúsund skemmtir sér á N1-móti KA í knattspyrnu á Akureyri um helgina Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Sigurinn enn sætari ef honum er fagnað vel „Það er mjög mikilvægt að færa þjónustu við fatlaða í heild á þetta stig stjórnsýslunnar og eðlilegur hluti af því að færa fé- lagsþjónustuna á eina hönd,“ segir Árni Páll Árnason félags- og tryggingamálaráðherra. Hann segir nokkra hagræðingu felast í tilfærslu þjónustunnar en einnig skapist tækifæri til að bæta hana. Þjónustan öll á einni hendi ÁRNI PÁLL ÁRNASON Kjartan Guðjónsson listmálari lést á hjúkr- unarheimilinu Grund miðvikudaginn 30. júní sl. Kjartan fæddist 21. apríl 1921, sonur þeirra Guðjóns Jóns- sonar bryta og Sigríð- ar Bjarnadóttur hús- freyju. Kjartan ólst upp í Þingholtunum í Reykjavík og lauk stúdentsprófi frá MR 1942. Ungur sýndi hann mikinn áhuga á myndlist og sótti ýmis námskeið til að efla hæfileika sína á því sviði. Á árunum 1942-43 stundaði Kjartan við Handíðaskólann í Reykjavík en fór svo til náms við hinn virta listaháskóla í Chicago í Bandaríkjunum. Að námi loknu skip- aði Kjartan sér í hóp módernista í myndlist á Íslandi. Hann var einn úr upphaflega Sept- emberhópnum svokall- aða, sem sýndi fyrst saman árið 1947 í Listamannaskálanum, en sú sýning, sem og aðrar sem hópurinn hélt, hafði víðtæk áhrif á myndlist hér á landi. Kjartan kenndi við Myndlista- og hand- íðaskóla Íslands í meira en aldarfjórðung og hélt fjölda sýninga. Eiginkona Kjartans var Sigríður Breiðfjörð, en hún lést 2003. Þau eignuðust tvo syni, Bjarna og Sig- urð. Fyrir hjónaband eignaðist Kjartan soninn Gunnar Hrafnsson. Andlát Kjartan Guðjónsson Bæjarráð Akra-ness felldi í gær úr gildi sam- þykkt frá 10. júní í fyrra um algjört bann við yfirvinnu starfs- manna Akranes- kaupstaðar. Fréttavefurinn Skessuhorn seg- ir að bæjarráðið hafi áréttað að farið verði eftir samþykktum fjárhagsáætlunar um heimildir til yfirvinnu á hverjum tíma. Yfirvinnubannið var hluti af aðhaldsaðgerðum sem gripið var til í fyrra. Á fundi bæj- arráðsins kom m.a. fram að rekstrarstaða kaupstaðarins væri í samræmi við fjárhags- áætlun. Gengisþróun hefði skap- að hagstæðari niðurstöðu fjár- munagjalda en áætlunin gerði ráð fyrir. Yfirvinnubann starfs- manna fellt úr gildi Akranes Gripið var til aðhalds- aðgerða. Gísli Tryggvason, talsmaður neyt- enda, hefur sent hagsmuna- samtökum bankanna tilmæli vegna gengisdóma Hæstaréttar. Hann mælist til þess að neytendur fái að njóta vafans „ef fyrirtækin velkjast í vafa um fordæmisáhrif nýlegra dóma Hæstaréttar um ólögmæti gengistryggðra lána“, eins og segir í tilmælunum sem talsmaður neyt- enda sendi Samtökum fjármálafyr- irtækja. Hann hvetur til þess að samtökin „hvetji aðildarfyrirtækin til þess að innheimta aðeins tiltekna krónutölu miðað við hverja milljón króna af upphaflegum höfuðstól lána ef vafi er talinn leika á hvort lána- skilmálar falli undir fordæmisáhrif dóma Hæstaréttar frá 16. júní sl. í málum þar sem gengistrygging var dæmd ólögmæt samkvæmt lögum um vexti og verðtryggingu“. Hafa Hagsmunasamtök heim- ilanna lýst yfir ánægju með tilmæli talsmanns neytenda, en með þeim séu neytendur látnir njóta vafans um útkomu í fordæmisgefandi dómsmálum. Neytendur njóti vafans Morgunblaðið/RAX Umdeild Miklar deilur hafa staðið um gengislán frá bankahruninu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.