Morgunblaðið - 03.07.2010, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 03.07.2010, Blaðsíða 28
28 Umræðan BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JÚLÍ 2010 Íslenskir stjórn- málagmenn hafa í áratugi haldið því fram að þeir væru að stjórna þjóðfélaginu fyrir þjóðina, að þeir séu sannir og einlæg- ir þjónar fólksins í landinu, hvorki meira né minna en virðast í reynd hafa rekið eins- konar Ræningja- Stjórnkerfi Ríkisins (RSR) þó þeir hafi sjálfir haldið öfugt. Og hver er útkoman? Algert fjármálahrun samfélags- ins haustið 2008 fær mann til að halda hið versta og óðaverðbólga í áratugi sannar að samfélagið er stjórnlaust. Íslenska krónan hefur fallið um 2200% síðan danska og íslenska krónan voru jafnar á síð- ustu öld. Verðbólga er ekkert annað en skekkjan í efnahagskerfinu þar sem stjórnmálamennirnir eyða meira en hagkerfið aflar. Ef við vinnum ekki fyrir eyðslunni og óráðsíunni í stjórnkerfinu jafn- óðum þá hafa stjórnmálamennirnir „þynnt“ krónuna þannig að endar nái saman. Þetta kallast verð- bólga. Þessi eyðsla umfram tekjur nemur að meðaltali um 8% á ári eða ca 120 milljörðum og er kallað verðbólga þegar „þynna“ þarf gjaldmiðilinn um þessa upphæð á hverju ári að meðaltali og kallast „peningaprentun“ á máli Seðla- bankans. Á hverju 3ja ára tímabili eyðum við í þessa „þynningu“ á gjald- miðlinum álíka upphæð og nemur allri IceSave-skuldinni. Hvað er fólk að kvarta undan IceSave ef unnt er að kasta út um gluggann svona upphæð á hverju 3ja ára tímabili? Til að stjórnmálamennirnir gætu leikið sér að samfélaginu án aðhalds og eytt peningum að vild þá fundu þeir upp þá snilldarað- ferð að reikna mánaðarlega hækk- anir í landinu með vísitöluútreikn- ingi sem er jú ekkert annað en mæling á því hvað gjaldmiðillinn hefur „þynnst“ mikið í hverjum mánuði. „Þynning“ krónunnar kemur hinsvegar sem auknar tekjur fyrir þá sem stunda útflutning, svo sem útgerðina í land- inu, auk líklega aðila eins og álvera sem að mestu leyti eru í eigu útlendinga. Öll sú skekkja er nið- urgreidd af þeim sem greiða verðbætur eða verðhækkanir í ein- hverri mynd. Mánaðarlega eru útlán lánastofnana hækkuð sem svarar hækkun vísitölunnar auk þess sem öll laun ríkisstarfsmanna og stjórnenda ríkisins eru hækkuð eftir vísitölu í viðbót við að allar eftirlaunakröfur þeirra eru hækk- aðar með vísitölu meðan almennir lífeyrissjóðir þurfa jafnvel að búa við skerðingar. Almenn laun eru ekki bundin vísitölu og því býr alþýðan við mánaðarlegar launaskerðingar meðan þeir sem stjórna ríkinu búa allir í verðtryggðu umhverfi. Al- menningur þarf því að vinna meira og meira með lægri og lægri launum til að stjórnendur ríkisins fái hærri og hærri verð- tryggð laun. Stórum hluta af allri skekkjunni í samfélaginu vegna ofeyðslu stjórnmálamanna er velt yfir á þá sem taka lán í samfélaginu og al- menna launþega sem þurfa að búa við mánaðarlegar launaskerðingar í samræmi við hækkun vísitöl- unnar sem mælir skerðingu og tap samfélagsins mánaðarlega. Verðtrygging felur í sér mikla spillingu og rangindi enda er vísi- tölukerfið á Íslandi hvergi notað í hinum vestræna heimi, nema á Ís- landi. Þetta er bara svo vitlaust að engri þjóð dettur í hug að bjóða upp á svona millifærslukerfi hlaðið af spillingu og gífurlegan þjófnaði á peningum og verðmætum al- mennings. Í landinu hafa verið ýmis verð- bótakerfi, þar með taldar verð- bætur í samræmi við hækkun eða lækkun erlendra gjaldmiðla en sú aðferð hefur nú verið dæmd ólög- leg. Nýlega fallinn dómur Hæsta- réttar kvað uppúr um ólöglega verðtryggingu lána með tengingu við erlenda gjaldmiðla. Enn er eftir að sjá dóma falla um íslenskar vísitölur. Í þeim mál- um þarf að láta reyna á það hvað íslenskir stjórnmálamenn hafi heimild til að „þynna“ gjaldmið- ilinn mikið á hverju ári og velta kostnaðinum yfir á almenning. Í bankahruninu byrjuðu stjórn- völd á því að tryggja allar banka- innistæður fjármálamanna þannig að allir sem áttu pening í banka héldu öllu sínu. Peningafólk er ekki með íbúðalán. Allt ber að sama brunni að fólk- ið þarf að bera alla ábyrgð á sam- félaginu meðan lítil klíka fleytir rjómann ofanaf öllu saman og stendur mjög vel saman um hags- muni sína gegn fólkinu. Eft- irlaunafrumvarp alþingismanna og ráðherra var til dæmis skýrt dæmi um þetta og er þó af mörgu að taka ef ætti að rekja alla ósvinnu stjórnmálaelítunnar í garð fólks- ins. Fiskveiðiheimildirnar voru gefn- ar þröngum hópi manna og þannig missti fólkið í landinu gífurleg verðmæti, peninga sem hefðu lík- lega getað haldið ríkissjóði í plús þrátt fyrir alla eyðsluna og þar með hefði verðbólgan verið dauð. En stjórnmálamennirnir kusu að gefa þessa auðlind frá almenningi og láta verðbólguna frekar gras- sera á samfélaginu með óbæt- anlegum skaða fyrir alla. Auk þess að útflutningurinn hef- ur grætt ómælt á öllum gengisfell- ingunum þá stefnir nú í það að ný- legur dómur þurrki út öll erlend lán útgerðarinnar ca 800 til 1000 milljarða sem lendir enn og aftur á fólkinu auk þess sem stjórn- málamenn gáfu fiskveiðiauðlindina frá okkur, ca. 500-1000 milljarða. Hvað munar um það að gefa út- gerðinni svo sem 1500-2000 millj- arða ef unnt er að sjúga þessa peninga til baka út úr fólkinu án mótmæla? Já, sæll. Vísitölusamfélagið Eftir Sigurð Sigurðsson » Algert fjármálahrun samfélagsins haustið 2008 fær mann til að halda hið versta og óða- verðbólga í áratugi sannar að samfélagið hefur verið stjórnlaust Sigurður Sigurðsson Höfurndur er cand.phil., byggingaverkfræðingur. Það er sorgleg saga í landi sem ræktar grænmeti, hefur nýjan fisk og silung auk frábærra matreiðslu- manna, að hótel skuli bjóða fólki sem hefur alltaf talið morgunverð mikilvægustu máltíð dagsins hrökkbrauð, kornflex og álegg úr plastumbúðum í morgunverð. Þessi herlegheit kosta 1200 kr. pr. mann. Þjóðverjar og Englendingar sem hingað koma eru ekki að leita að lúxushótelum – flestir eru að skoða landið, fuglalíf og stunda útiveru og eru klæddir í stíl við það. Þetta fólk leggur ekki upp í venjulegan vinnudag heima hjá sér með kornflex í maganum. Það borðar heila og holla máltíð. Edduhótelin virðast vera með staðlað kex, kornflex, sultu og súr- mjólk auk kaffis. Ekkert grænmeti eða ávextir og brauð sem boðið er uppá skorið niður þurrt og dautt – ekki einu sinni tengur til að taka það upp með. Við Mývatn, það gósenland sil- ungs, er hann ekki sjáanlegur nema hvað ein sjoppa hafði á boð- stólum hálft silungsflak pönn- usteikt – en reyndist hrátt með hveiti utaná og frönskum og kokkt- eilsósu. Þessi herlegheit kosta 2.900 kr. í sjoppu, Þetta er kannski eðlileg matseld þar sem enginn starfs- maður virðist yf- ir 18 ára og oft útlendingar. Fólk sem kann að elda sést ekki, það er trúlega of gamalt til að fá vinnu. Það er aðeins þar sem eigendur sjálfir reka staði að fólk yfir miðj- an aldur sest að störfum. Dökkar stúlkur, glaðar og kát- ar, báru fram heitar vöfflur á kaffihúsi – þær settu þeyttan rjóma beint á eldheita vöffluna sem synti í bráðnu rjómasulli á diskinum. Þetta kæmi ekki til á stöðum þar sem unglingar læra matreiðslu strax í barnaskóla og síðan áfram. Það ætti að setja lágmarks- kröfur um hve lágan standard hót- el- og gististaðir mega hafa í mat- reiðslu – og þá sérstaklega morgunmat. Eftirlit þarf greinilega að vera ef við eigum ekki að missa allt álit almennra ferðamanna. ERLA MAGNA ALEXANDERSDÓTTIR, snyrtifræðingur/listakona. Við eigum að þjónusta ferða- menn – ekki ræna þá Frá Erlu Mögnu Alexandersdóttur Erla Magna Alexandersdóttir Ég tek undir orð fyrrverandi dómsmálaráðherra, Björns Bjarnasonar í pistli sínum 18.6., að það er óskiljanlegt, að Stefán Haukur Jóhannesson, sendiherra Íslands gagnvart ESB, haldi því fram að „að sjálfsögðu muni Ís- lendingar standa við skuldbind- ingar sínar“. Sendiherrann ásamt Össuri Skarphéðinssyni utanríkisráðherra og Steingrími Sigfússyni fjármálaráðherra nota hvert tækifæri sem gefst í er- lendum fjölmiðlum til að syngja þennan söng, þrátt fyrir þjóðar- atkvæðagreiðsluna um Icesave. Ríkisstjórnin hefur ekki umboð þjóðarinnar til að halda áfram að gefa loforð á erlendum vettvangi um, að Ísland muni borga reikn- inga Breta og Hollendinga vegna Icesave. Loforð, sem viðsemjend- urnir nota sem sönnun fyrir „skuld“ þjóðarinnar. Á heimavelli reyna þessir menn að telja fólki trú um, að engin tenging sé á milli Icesave-krafna Breta og Hollendinga og aðildarumsóknar Íslands að ESB. Í yfirlýsingu leiðtogaráðs ESB og í umfjöllun virtra fjölmiðla sem Financial Times og EU Ob- server kemur óaðfinnanlega skýrt fram, að aðild Íslands að ESB er háð lausn Icesave- deilunnar. Allir aðrir en ofan- greindir fulltrúar Íslands virðast sammála um, hvað sé í gildi: Ís- land getur ekki orðið aðili að ESB nema „tekið sé tillit til nú- verandi skuldbindinga eins og þeirra sem mælt hefur verið fyr- ir um af Eftirlitsstofnun EFTA samkvæmt EES-samningnum …“ ESA hefur í bréfi til rík- isstjórnarinnar ásakað Íslend- inga um að hafa brotið EES- samninginn með því að hafa ekki borgað lágmarkstryggingu inni- stæðueigenda Icesave í Bretlandi og Hollandi. Íslenskir lögfræð- ingar, einstakir þingmenn Evr- ópuþingsins, rannsóknarnefnd Alþingis ásamt fjölmörgum sér- fræðingum hérlendis og erlendis hafa bent á, að ekkert í reglu- gerð ESB, sem EES-samn- ingurinn byggir á, geri íslenska ríkið ábyrgt fyrir skuldbind- ingum Tryggingarsjóðs inn- stæðueigenda. Umsóknarferlið er því ekkert annað en pólitískt spil stórvelda, þar sem tekist er á um Ísland, auðlindir landsins og eigur landsmanna. Þar má eiga von á ýmsum „gylliboðum“ í stíl með: „við skulum taka að okkur að leysa Icesave-deiluna, ef þið greiðið atkvæði með inngöng- unni í ESB“. Það er sorglegt að horfa uppá íslensku ríkisstjórnina starfa sem embættismenn erlendra kröfuhafa í stað þess að sinna skyldum við sitt eigið fólk, sem stendur fyrir laununum. Ríkisstjórnin einblínir svo á inngönguna í ESB-klúbbinn, að orkuauðlindir landsmanna, fisk- ur hafsins, fyrirtæki og menning duga varla sem aðgangseyrir. Í ofanálag verður að greiða með sóma, siðferði, sjálfsvirðingu, sjálfstæði og svörnum eiði við stjórnarskrá Íslands. Þessi und- irlægjuháttur núverandi ríkis- stjórnar hefur kostað þjóðina stórfé og skaðað stöðu landsins á alþjóðavettvangi. Jafnframt hef- ur þingræðið beðið álitshnekki sem og önnur stjórnskipun lýð- veldisins. Þessa óheillaferð verður að stöðva áður en enn stærri vá skellur á landsmönnum. Ég bið þingheim að styðja frumvarpið um að draga til baka aðild- arumsóknina að Evrópusam- bandinu. GÚSTAF ADOLF SKÚLASON, smáfyrirtækjarekandi. Stærsta þjóðþrifaverk- ið: Afturkalla aðildar- umsókn að ESB Frá Gústaf Adolf Skúlasyni Hið blandaða hag- kerfi ríkisverndaðra einkaviðskiptabanka og ríkisrekinna seðla- banka er hrunið. Nú er kominn tími til að brjóta upp samband þeirra, afnema rík- isábyrgðir og rík- istryggingar á áhættufjárfestingum einstaklinga, fyr- irtækja og banka og koma á aðskilnaði ríkis og hag- kerfis. Það kann að koma einhverjum á óvart að kerfi útblásins reglugerðafargans og umsvifamik- ils opinbers eftirlits með víxl- tengslum áhættufjárfestinga og ríkisábyrgða hafi ekki gengið upp. Þeim hinum sömu skal bent á að frá því á þriðja áratug síðustu ald- ar hafa skarpskyggnir hagfræð- ingar varað við óumflýjanlegu hruni hins blandaða hagkerfis, því hið blandaða hagkerfi fengi ekki staðist til lengdar, ekkert frekar en sósíalisminn í Sovétríkjunum. Niðurstaðan af samkvæmisdansi fjármálakerfis og ríkisvalds er gjaldþrot hins fyrra á kostnað hins síðara. En hvernig á að að- skilja ríki og hag- kerfi? Það gerist í fyrsta lagi með því að leggja niður seðla- bankann og afnema einokun ríkisins á út- gáfu peninga. Í frjálsu hagkerfi velur fólk sér trausta gjald- miðla sem er erfitt að fjöldaframleiða, en hömlulaus seðlaprent- un rýrir verðmæti gjaldmiðla í ljósi lög- málsins um framboð og eftirspurn. Annað skref í aðskilnaði ríkis og hagkerfis er tiltekt í hinu mikla bókasafni sem reglur og lög um fjármálastarfsemi er á Íslandi og Vesturlöndum öllum. Stór fjár- málafyrirtæki hafa fengið hið op- inbera til að reisa mikla og sam- keppnishamlandi múra af skilyrðum og skorðum sem tálma rekstur fjármálafyrirtækja og halda nýjum fyrirtækjum frá markaðnum. Múrana þarf að brjóta niður og koma þannig á raunverulegu markaðsaðhaldi og samkeppni á ný. Opinberar eft- irlitsstofnanir Vesturlanda hafa víða komið í stað skynsamlegrar gagnrýni neytenda og almennings og hin opinberu afskipti af fjár- málastarfsemi hafa stuðlað að mikilli áhættusækni sem skatt- greiðendur þurfa núna að greiða fyrir. Þriðja og seinasta skrefið í að- skilnaði ríkis og hagkerfis er al- mennur niðurskurður hins op- inbera skrifræðisbákns. Ríkisvaldið á ekki að taka stóra sneið af minnkandi köku, eins og staðan er nú um stundir. Miklu vænlegra er fyrir alla – nema stjórnlynda sósíalista – að taka litla sneið af stækkandi köku. Aðskilnaður ríkis og hagkerfis er sennilega brýnasta verkefni stjórnmálanna, þegar við sitjum í brunarústum hins blandaða hag- kerfis. Nú er mál að koma þeim aðskilnaði á dagskrá. Hrun hins blandaða hagkerfis Eftir Geir Ágústsson »Hið blandaða hag- kerfi ríkisverndaðra viðskiptabanka og rík- isrekinna seðlabanka er hrunið. Nú þarf að koma aðskilnaði ríkis og hag- kerfis á dagskrá. Geir Ágústsson Höfundur er verkfræðingur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.