Morgunblaðið - 03.07.2010, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 03.07.2010, Blaðsíða 25
25 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JÚLÍ 2010 Tárin þerruð Það er gaman að leika sér í Nauthólsvíkinni þótt stundum geti komið babb í bátinn. Þá er gott að hafa einhvern sem þerrar tárin og halda svo bara áfram eins og ekkert hafi í skorist. Árni Sæberg Í stjórn- málaályktun sem sjálfstæðismenn samþykktu á lands- fundi sínum um síð- ustu helgi var tvennt mikilvægara en ann- að. Annars vegar var það áréttað að Sjálfstæðis- flokkurinn er and- vígur aðild Íslands að Evrópusambandinu og krefst þess að inngöngubeiðni rík- isstjórnarinnar í sambandið verði tafarlaust afturkölluð. Liggur nú skýrt fyrir, að yfirstandandi að- lögunarviðræður við Evrópusam- bandið fara fram í fullkominni óþökk Sjálfstæðisflokksins, sem er andvígur bæði viðræðunum og markmiði ríkisstjórnarinnar með þeim. Flokkurinn mun því ekki veita nokkurn atbeina sinn að þessum viðræðum. Hafa þessari skýru afstöðu landsfundarins verið gerð nokkur skil í opinberri umræðu, sem vert er. Hitt mikilvæga atriðið sem ályktað var um og hefur mikla þýðingu er hið svonefnda Ice- save-mál. Sá þáttur stjórn- málaályktunarinnar er ákaflega þarfur enda tekur hann af öll tví- mæli um afstöðu Sjálfstæðis- flokksins gagnvart kröfum á hendur Íslendingum í því máli. Ástæða er til að vekja sérstaka athygli á þessum hluta álykt- unarinnar, þar sem mjög hefur borið á því að forystumenn rík- isstjórnarinnar hafi reynt að draga stjórnarandstöðuna með sér í því undanhaldi gagnvart kröfum Breta og Hollendinga, sem ráðið hefur stefnu stjórn- arinnar alla hennar valdatíð. Fyrir landsfundinum lá tillaga þess efnis að Sjálfstæðisflokk- urinn hafnaði „ósanngjörnum“ kröfum Breta og Hollendinga gagnvart Íslendingum. Fund- armenn breyttu þeirri tillögu með mjög afgerandi hætti og kváðu endanlega upp úr um það, að Sjálfstæðisflokkurinn hafnar alfarið „löglausum“ kröfum Breta og Hollendinga á hendur Íslend- ingum. Með þess- ari eindregnu og skýru ákvörðun landsfundar Sjálfstæðis- flokksins er ljóst í eitt skipti fyrir öll, að Sjálfstæð- isflokkurinn lýsir kröfur Breta og Hollendinga lög- lausar og að flokkurinn hafnar samningum um þær. Er nú end- anlega búið með þann leik, sem sumir hafa leikið, að láta eins og viðræður íslenskra ráðamanna við bresk og hollensk stjórnvöld fari á einhvern hátt fram í „um- boði Sjálfstæðisflokksins“. Það er á engan hátt dregið úr mikilvægi Evrópusambandsá- lyktunar landsfundar Sjálfstæð- isflokksins þótt bent sé á hið aug- ljósa, að sú afgerandi ákvörðun sem landsfundur tók um afstöðu Sjálfstæðisflokksins til Icesave- málsins og krafna Breta og Hol- lendinga þar, hafi verið mik- ilvægasta verk fundarins. Héðan í frá þarf enginn að velkjast í vafa um afstöðu Sjálfstæð- isflokksins. Landsfundur hefur hér tekið af skarið: Sjálfstæð- isflokkurinn er andvígur samn- ingum um löglausar kröfur Breta og Hollendinga og mun ekki taka neinn minnsta þátt í tilraunum ríkisstjórnarinnar til að koma er- lendum skuldum fallins einka- banka á íslenska skattgreið- endur. Eftir Bergþór Ólason » Landsfundur hef- ur hér tekið af skarið: Sjálfstæð- isflokkurinn er and- vígur samningum um löglausar kröfur Breta og Hollendinga Bergþór Ólason Höfundur er fjármálastjóri. Landsfundur tók af skarið Stundum þurfum við Íslendingar að fá frétt- irnar að utan, til að átta okkur á staðreynd- unum. Lítil frétt á RÚV í kvöldfréttum sjón- varpsins hefur ekki fengið mikið vægi í um- fjöllun vikunnar. Þar kom fram í stuttu viðtali við Mark Flanagan, yf- irmann sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hér á landi, merkileg skoðun og öll í andstöðu við bæði ríkisstjórnina sem sótt hefur um aðild að ESB, svo ekki sé talað um okkar hámenntuðu hagfræðinga, svona flesta. Mark þessi Flanagan taldi að ís- lenska krónan hefði mikið gildi fyrir okkur og endurreisn efnahagslífsins eftir hrunið. Mark Flanagan er að vinna að málefnum Íslendinga að beiðni stjórnvalda og hann sagði enn- fremur að ríkisstjórnir Íslands í fram- tíðinni og þá atvinnulífið ætti erfiðara með að bregðast við fjárhagsáföllum ef Ísland gengi í Evrópusambandið og tæki upp evru. Það er að koma í ljós að sum lönd eru lokuð og í vandræðum vegna þess að þau eru í ESB og tóku upp evru. Merkilegar fréttir, Ísland er að rísa og mun rísa, ekki síst ef rík- isstjórnin hættir við að þröngva okkur inn í Evrópusambandið, að vísu vilja Vinstri-grænir það alls ekki. En Sam- fylkingin kallar á þessa fórn og á þetta eina stefnumið, að vísu geta VG greitt atkvæði með stjórnarandstöðunni og sínum yngsta og besta manni, Ás- mundi Einari Daðasyni, um að hætt verði við að ganga í ESB og umsóknin dregin til baka. Hvernig sefur Össur nú? Hvernig ætli minn gamli vinur og foringi Íslendinga í aðlögunarviðræð- unum við ESB, ekki samninga- viðræðum, Össur Skarphéðinsson ut- anríkisráðherra, hafi sofið nóttina eftir orðræðu Flanagans og vera meinað að taka sér stílvopn nútímans í hönd og blogga. Það lá við að Flanagan aflýsti kreppunni og lýsti því yfir að Ísland væri að komast á fljúgandi ferð, ekki síst vegna öflugra útflutnings- atvinnuvega og krónan væri við núver- andi aðstæður bjarghringur en ekki böl. Í framhaldinu berast svo aðrar og meiri fréttir af öðrum atvinnuvegi, landbúnaðinum, og mat- vælaverðinu. Það hefur ekki heldur hentað að gera mikið úr þeirri frétt að mjólkin og mjólk- urvörurnar hér ásamt kjötinu væru ódýrari á Íslandi en í mörgum Evr- ópuríkjum. Nú stigu eng- ir vitringar fram eins og alltaf gerðist þegar gengi krónunnar lá á hinn veg- inn, þá átti að opna allar gáttir strax og bændunum var eig- inlega ofaukið í landinu. Maturinn ódýrastur á Íslandi Í könnuninni, sem unnin er af Hag- stofu Evrópusambandsins í fyrra, kemur fram að matvælaverð í Noregi er 54% hærra en meðaltalið í ESB, í Danmörku 39% hærra og í Finnlandi 20% hærra. Í Svíþjóð var verðlag hið sama og á Íslandi, 4% hærra en í sam- anburðarlöndunum, en þetta er miklu lægra en annars staðar á Norðurlönd- unum. Sem sé matvælaverð lægra á Íslandi en hjá hinum Norðurlanda- þjóðunum. Mjólkurvörurnar okkar voru hins vegar 9% ódýrari en sambærilegar vörur í Evrópu að meðaltali. Tvenn mikilvæg rök Evrópusinna eru orðin að engu; evran hentar okkur ekki að sögn AGS og á nú í miklu basli og spurning hvað um hana verður þegar kreppunni slotar: Verður hún aflögð eða munu mörg ríki segja sig frá henni. Hin rökin um ódýrari mat eru einnig fallin og svo er hin hugsunin uppi í breyttum heimi hvað varðar matvæla- öryggið. Þegar hrunið átti sér stað og íslenskur landbúnaður á margan hátt bjargaði okkur. Innfluttar vörur hefðu orðið miklu dýrari og hefðum við haft nægan gjaldeyri til kaupanna? Öll vit- um við samkvæmt reynslunni að inn- flutningur á kjöti getur reynst vara- samur vegna sjúkdóma sem geta bæði borist í menn og dýr. Mjólkurvörurnar okkar eru einstakar að gæðum og fjöl- breytni, það viðurkennir hver Íslend- ingur og vill ekki skipta eða fórna þeim. Vogin hennar Vigdísar Ég heyrði fyrir stuttu að Vigdís Finnbogadóttir, fyrrv. forseti, hefði sagt í viðtali um aðild eða ekki aðild að Evrópusambandinu að spurningarnar væru þessar: „Hverju fórnum við? Hver er ávinningurinn?“ Þarna liggur vogin sem við verðum nú að vigta mál- in á. Hvers virði er t.d. frelsið og lýð- veldisstofnunin frá 1944? Nú liggur fyrir að hinn 17. júní, á þjóðhátíð- ardegi okkar og fullveldisdegi, deg- inum sem er táknrænn fyrir það að við ráðum auðlindum okkar sjálf og förum með málefni landsins okkar, þann dag kom tilkynningin um að við settumst að samningaborði. Tilkynning ESB var hins vegar þríþætt; ekkert samn- ingaborð, aðeins aðlögun að ESB, stjórnsýslu og skipulagi þeirra, sjálf- um Rómarsáttmálanum. Ég sé svo ekki betur en þeir sendi okkur fjóra milljarða í aðlögun, frá því var sagt í vikunni. Sumir segja þetta mútufé og er flökurt yfir peningavaldinu sem ætl- ar að kaupa íslendinga til stuðnings. Við erum í stöðu fátækra þróunarríkja að mati margra. Hvert ætli forsætis- ráðherra leggi til að þessir peningar verði veittir? Jafnframt tilkynntu þeir að hvalveiðar yrðu lagðar af ef við fær- um í aðlögunarviðræðurnar. Ekki var Spánverjum gert að hætta ljótustu íþrótt allra tíma, að kvelja og drepa naut sín eins og illmenni. Stærsta og merkilegasta krafan var hins vegar sú að saklausir skattborgarar á Íslandi skyldu borga Icesave til Breta og Hol- lendinga. Það mál skal hengt um háls unga fólksins okkar, skuldir óreiðu- manna. Hið stóra nei í þjóðaratkvæða- greiðslunni í vetur skiptir engu máli í Brussel. Brussel fer með þjóðaviljann í Evrópu. Ég vil sjá Ísland frjálst í hinni opnu veröld tækifæranna. Ísland rís ef við höfnum aðild og sameinumst um að byggja upp og efla hag lands og þjóð- ar. Þrátt fyrir allt er það rétt hjá AGS að framtíðarmöguleikar Íslands eru öfundsverðir og meiri en í flestum eða öllum ríkjum Evrópusambandsins. Eftir Guðna Ágústsson »Ég vil sjá Ísland frjálst í hinni opnu veröld tækifæranna. Ís- land rís ef við höfnum að- ild og sameinumst um að byggja upp og efla hag lands og þjóðar. Guðni Ágústsson Höfundur er framkvæmdastjóri SAM. Ísland mun rísa ef?!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.