Fréttablaðið - 24.11.2011, Side 18

Fréttablaðið - 24.11.2011, Side 18
24. nóvember 2011 FIMMTUDAGUR18 hagur heimilanna GÓÐ HÚSRÁÐ möndlur afhýddar Möndlurnar látnar liggja í bleyti Ekkert mál er að afhýða möndlur ef þær eru fyrst látnar liggja í bleyti í að minnsta kosti tvær klukkustundir. Hýðið verður mýkra og mjög auðvelt að ná því af möndlunum en þetta hefur engin áhrif á möndlurnar sjálfar. „Verðið hafði ekki verið hækk- að. Þetta hafa verið einhver mis- tök og það er búið að endurgreiða viðskiptavininum mismuninn og aðeins betur,“ segir Guðmundur Ingi Sigurðsson, framkvæmda- stjóri Hagkaupa. Móðir sem vill ekki láta nafns síns getið segist hafa, ásamt manninum sínum, verið að leita að Playmobil-sundlaug og -rennibraut fyrir barn þeirra. Hún sá leikfang- ið auglýst á vefsíðu Hagkaupa á verðinu 7.999 krónur í byrjun síð- ustu viku og einnig síðastliðinn laugardag, hinn 19. nóvember. „Maðurinn minn fór svo í Hag- kaup á laugardaginn þar sem aug- lýstur hafði verið 20 prósenta afsláttur af öllum leikföngum frá 17. til 20. nóvember. Þegar maðurinn minn kom heim sá ég á kvittun inni að upphaflegt verð var orðið 9.999 krónur og með afslættinum kostaði leikfangið 7.999 krónur. Það þýddi í raun að enginn afsláttur var gefinn. Þegar ég kvartaði tjáði starfsmaður mér að verðið hefði hækkað.“ Móðirin kveðst hafa rætt við verslunarstjórann og fengið mis- muninn greiddan í gær. „Verslunar- stjórinn spurði hins vegar hvort ég ætlaði að gera eitthvað úr þessu. Ég spyr nú bara hvort allir hinir sem keyptu svona leikfang eigi ekki líka að fá endurgreitt.“ Framkvæmdastjórinn segir að þeir sem borgað hafi of mikið fyrir Playmobil-sundlaug og -rennibraut geti komið í verslunina og fengið mismuninn greiddan. Þegar Fréttablaðið skoðaði verð- ið á vefsíðu Hagkaupa á mánu- daginn og í gær var það 9.999 krónur. - ibs Bar fram kvörtun í Hagkaupum og fékk endurgreitt: Hærra verð á afsláttar- dögum en á netinu NEYSLUÚTGJÖLD Á HEIMILI árin 2007 til 2009 voru 456 þúsund krónur á mánuði og hækkuðu um sjö prósent frá árunum 2006 til 2008.7% Útdráttur úr gjaldskrá var á aðeins fjórum af tíu bið- stofum 34 tannlækna sem Fréttablaðið gerði skyndi- könnun hjá á þriðjudaginn. Tannlæknum er skylt að hafa útdráttinn á áberandi stað á biðstofu sinni sam- kvæmt reglum Neytenda- stofu. Samkvæmt reglum um upplýs- ingagjöf tannlækna skulu þeir birta með áberandi hætti verðskrá yfir helstu þjónustuliði og skal verðskrá yfir alla þjónustu þeirra liggja frammi. Þegar Fréttablaðið kann- aði í fyrradag hvort gjaldskrár væru á biðstofum tannlækna var viðmiðunar gjaldskrá velferðar- ráðherra á þremur biðstofum af þeim tíu sem heimsóttar voru. Á einni þeirra var gjaldskráin á vegg innan við afgreiðsluborð og var ómögulegt að sjá letrið þegar staðið var fyrir framan afgreiðslu- borðið. Á annarri biðstofu var gjaldskrá með stóru letri með fyrir sögninni Gjaldskrá fyrir alla tannlækna. Í könnun Neytendastofu í janúar 2010 hjá 149 tannlæknum kom í ljós að 33 voru ekki með gjald- skrá uppi á áberandi stað, að því er Þórunn Árnadóttir, sviðsstjóri neytendaréttarsviðs, greinir frá. „Verklagið er þannig að við gefum fyrirtækjum kost á að bæta úr áður en sektað er. Við sendum þessum 33 tannlæknum bréf og áréttuðum að fara skyldi eftir reglunum. Við fórum svo aftur á biðstofur þessara tann- lækna rúmum mánuði síðar og þá höfðu allir hengt upp verðskrá í biðstofu. Okkar markmið er að fá upp verðskrána en ekki að sekta. Það gerum við hins vegar ef ekki er farið eftir tilmælum okkar,“ segir Þórunn. Hún segir að ábendingum frá neytendum um að tannlæknar fari ekki eftir reglum hafi fjölgað að undanförnu í kjölfar frétta um hátt verð á þjónustu þeirra sem komið hafi viðskiptavinum á óvart. „Það hafa komið ábendingar um hátt verð og einnig að gjaldskrá hangi ekki uppi á biðstofu. Það komu ekki margar ábendingar í kjölfar könnunar okkar fyrir einu og hálfu ári en nú virðist sem fólk hafi tekið við sér.“ Að sögn Þórunnar reynir Neyt- endastofa að anna eftirlitinu eftir því sem fjármagn leyfir en hafa þarf eftirlit á mörgum víg- stöðvum. „Ef við fáum margar ábendingar um ákveðinn markað er það vísbending um að kanna þurfi hann. Það er hægt að senda okkur ábendingar rafrænt á vef- síðunni okkar, www.neytendastofa. is.“ ibs@frettabladid.is Gjaldskrá uppi á 4 af 10 biðstofum tannlækna HJÁ TANNLÆKNINUM Verðið sem greiða þarf fyrir viðgerð og aðra þjónustu kemur neytendum stundum á óvart. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Sex af hverjum tíu pappírs pokum utan um matvæli inniheldur umhverfiseitur sem eykur hætt- una á krabbameini og krónískum nýrnasjúkdómi. Pokar utan um örbylgjupoppkorn og umbúðir utan um tilbúið rúgbrauðsdeig innihalda svo mikið af flúorefn- um sem ekki eyðast að það getur verið hættulegt heilsunni að borða innihaldið í því magni sem Danir gera, að því er segir í frétt á vef Jyllands-Posten. Í fréttinni er greint frá niður- stöðum rannsókna Xenia Trier vegna doktorsverkefnis síns. Trier segir að fyrrgreind efni safnist upp í líkamanum og þess vegna eigi þau ekki að vera nálægt matvælum. Hún segir að pappír eigi að sjúga í sig fitu og að það sé grun- samlegt geri hann það ekki. Sjálf vill hún plast utan um mat- væli í stað pappírs og pappa. - ibs Ný doktorsrannsókn: Umhverfiseitur leynist í matar- umbúðunum Það hafa komið ábendingar um hátt verð og einnig að gjaldskrá hangi ekki uppi á biðstofu. ÞÓRUNN ÁRNADÓTTIR SVIÐSSTJÓRI NEYTENDARÉTTARSVIÐS MISMUNANDI VERÐ Fyrir afsláttardaga og á afsláttardegi var upphaflegt verð á Playmo-sundlaug 7.999 kr. á vefsíðu Hagkaupa. Í gær var verðið 9.999 kr. á vefsíðunni. „Bestu kaupin sem ég hef gert á ævi minni hljóta að vera Taylor-kassagítarinn minn sem ég keypti árið 2008. Ekki er nóg með að hann hafi margfaldast í verði síðan þá heldur hefur hann reynst mér ómetan- legur í uppistandi og tónsmíðum,“ segir Daníel Geir Moritz, nýkrýndur fyndnasti maður Íslands. Spurður um sín verstu kaup svarar Daníel: „Verstu kaupin eru klárlega einbýlishúsið sem ég keypti í Neskaupstað í desember árið 2007. Ég seldi það síðar aftur og tapaði fullt, fullt, fullt af peningum. Það var ekki nægilega sniðugt.“ NEYTANDINN: DANÍEL GEIR MORITZ FYNDNASTI MAÐUR ÍSLANDS 2011 Gítarinn komið sér vel Eðalfiskur ehf. hefur ákveðið að innkalla af markaði graflaxsósu í samráði við Matvælastofnun þar sem hún inniheldur sinnep sem aftur inniheldur hveiti. Olían, sem merkt er í innihaldslýsingu, er hins vegar hrein repjuolía, að því er segir í frétt á vef Matvæla- stofnunar. Innköllunin nær eingöngu til þeirra vara sem greinilega hafa ekki verið endurmerktar að kvöldi 18.11.2011 með aukamiða og bera dagsetninguna „best fyrir 03/03/2012” og eldri dagsetningar. Hveiti og afurðir búnar til úr því eru á lista yfir ofnæmis- og óþolsvalda og eru því varasamar fyrir þá sem hafa ofnæmi eða óþol fyrir hveiti. Þeir sem eiga vöruna og hafa ofnæmi geta skilað henni til Eðalfisks ehf. Búið er að endurmerkja allar sósur sem eru í verslunum. ■ Matvæli Vanmerktir ofnæmis- og óþolsvaldar í graflaxsósu

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.