Fréttablaðið - 26.11.2011, Blaðsíða 90

Fréttablaðið - 26.11.2011, Blaðsíða 90
26. nóvember 2011 LAUGARDAGUR54 S kólinn hófst aftur haustið 1942 án þess að mér væri gefinn kostur á að setjast á skólabekk og án þess að nokkur maður ræddi málið við mig. En í byrj- un nóvember var ég fyrirvaralít- ið látin pakka niður í tösku til að fara til Norðfjarðar með strand- ferðaskipinu. Mamma var búin að sauma á mig fallegt skólapils. Það var fellt og opið á hliðinni en smellt saman til að ég ætti auðveldara með að pressa það sjálf, og svo hafði hún prjónað á mig tvær peysur, rauða og græna. Þannig var ég búin til far- arinnar. Ég tók engin leikföng með mér, vildi ekki taka þau frá bræðr- um mínum. Bæði dúkkan Sighvatur Sturluson og tuskumörgæsin voru því skilin eftir heima. Ég fór að heiman tólf ára gömul og átti ekkert nema fötin sem ég gekk í og skóla- töskuna mína – og nokkrar bækur sem ég tók með mér hvert sem ég fór. Það var litla bókin um guðina sem kölluð var, Goðasögur og forn- eskjusögur, sem afi í Skálateigi keypti rétt áður en hann dó, gefin út 1899, Passíusálmarnir í litlu broti, Íslensk ævintýri Magnúsar Gríms- sonar, Ritsafn Gests Pálssonar og bókin hennar ömmu með kvæðum Jónasar. Það var ekkert talað um það við mig hvað biði mín. Ég vissi ekki einu sinni nöfnin á fólkinu sem átti að taka við mér. Það var ekki siður á þessum tíma að ræða við börn eða upplýsa þau um hlutina. ... Vildi fara í skóla Ég hafði aldrei farið að heiman áður, aldrei farið út fyrir Seyðis- fjörð, ekki einu sinni farið upp á fjall og séð hvað var handan við. Það var slangur af fólki um borð en enginn gaf sig að mér. Ég grét ekki, ég var dofin. Það var eins og væri klakabrynja utan um mig. En innst inni fannst mér að það væri ekkert undanfæri. Ég vildi ekki láta mig daga svona uppi. Ég vildi fara í skóla, og ég vildi sjá heim- inn. Ég stóð alein við borð stokkinn í myrkri og hráslaga og varð agn- dofa þegar ég sá Norðfjarðar- nípuna, þetta háa og tígulega fjall, rísa snarbratt upp úr hafinu. Svo er siglt inn í Norðfjörð eftir um þriggja tíma siglingu, í þreifandi myrkri. Út frá endurminningum þessar- ar reynslu orti ég nokkrar hækur löngu seinna og birti í bókinni Síð- degi: Ég rata ekki út úr dimmum hugskotum andvökunótta. Skammdegisglætan, skíma hafnarljósanna á viðkomustað. Ókunnir karlar hrópandi á bryggjunni í hráslaganum. Held dauðahaldi í borðstokkinn – veit ekki hvert ég er komin. Þarna voru karlarnir æpandi þegar skipið lagðist upp að, og það var gat á bæjarbryggjunni á Norð- firði. Það fannst mér ómerkileg bryggja. Maður þurfti að passa sig að detta ekki niður um gatið. Guðný dóttir Júllu frænku, sem átti þá heima í Neskaupstað, beið þarna á bryggjunni til að bera kennsl á mig, því að þarna þekkti mig enginn. Svo var mér fylgt til þessa ókunn- uga fólks sem bjó skammt frá. Erfið og sársaukafull ár að baki Síðustu tvö ár höfðu verið mér erfið og sársaukafull. Og nú var ég ekki aðeins búin að missa systur mínar heldur skilin við allt mitt nánasta fólk og vissi ekkert hvað beið mín. Það voru litlar samgöngur milli Norðfjarðar og Seyðisfjarðar, ekk- ert beint vegasamband, og sjóleiðin var fáfarin vegna hernámsins. Húsið var stórt steinhús niðri við sjóinn, kallað Steinninn. Við komum inn í mikinn gang og fórum síðan upp stiga og þar inn í íbúð á hægri hönd. Ég var leidd inn í eld- hús og sett þar á stól. Húsmóðirin, gömul og frekar fáskiptin, var að sjóða slátur og kastaði á mig kveðju og það voru einhverjir karlar þarna líka, auk þess sem konan í íbúðinni beint á móti kom sérstaklega inn til að horfa á mig. Það var Friðrikka, kona héraðslæknisins. Hingað til hafði ég verið eins og dofin, en allt í einu þyrmdi yfir mig þarna á stóln- um og ég táraðist. En þá kom einn af körlunum til mín. „Heyrðu, nú kemur þú með mér!“ Þessi maður var stýrimaður á bátnum Magnúsi sem var í eigu húsbóndans á heimilinu. Hann hét Jóhann Kristinn Guðmundsson, kallaður Kiddi. Hann tók mig við hönd sér og leiddi mig út og yfir götuna þar sem hann var með her- bergi á leigu. Hann var fráskilinn, átti son og dóttur en bjó einn. Með þessu viðmóti eyddi hann öllum ótta. Hann sýndi mér allar sínar eigur og tók svo fram litla dúkku í glimmerpilsi og gaf mér hana. Þetta var ósköp lítilfjörleg dúkka, en ég skildi hana ekki við mig upp frá því. Í Vonarstræti Húsið var svo nálægt miðbænum að það þurfti að gæta þess að rónar smygju ekki þar inn. Við höfðum lykil að aðaldyrunum, en Þórunn læsti þeim alltaf klukkan sjö. Það heyrðist ekki upp frá útidyrunum, og þar var engin dyrabjalla því annars hefði ekki verið stundlegur friður. Þetta dró dilk á eftir sér því Þorgeir var oft lyklalaus þegar hann var úti að flækjast á fylliríi og ég þurfti þá að hafa andvara á mér til að hleypa honum inn. En það var oft erfitt, ég þurfti að vakna klukkan sjö á hverjum morgni, og nú hafði ég steinsofnað. Það var komið langt fram á nótt og kalt úti þegar Þorgeir kemur og bankar og sparkar í hurð- ina, en ég heyri auðvitað ekki neitt. Hann greip þá til þess ráðs að reyna að skríða inn um þvottahúsgluggann og tókst það. En allt í einu vaknaði ég við ógurlega skruðninga. Rannveigu Löve vinkonu minni hafði verið gefinn afskaplega dóna- legur náttkjóll. Hann var mjög fínn, svartur, úr tvöföldu efni en alveg gagnsæju, og henni fannst hann allt of yfirgengilegur fyrir sig og gaf mér kjólinn. Þarna rauk ég upp með andfælum við þessi hræðilegu læti og hljóp fram, og þar standa tveir lögregluþjónar í ganginum, annar upptekinn við að reyna að opna eldhúshurðina. Ég kem þarna svífandi í þessum nátt- kjól og tek ekkert eftir því að ég er ekki í neinu öðru og segi við lög- regluþjónana: „Hvað eruð þið að gera hér?“ „Við erum að elta þjóf.“ „Þjófur í eldhúsinu mínu?“ sagði ég. „Það getur ekki verið. Þar er engu hægt að stela.“ Ég gekk að hurðinni og kallaði inn: „Þorgeir!“ „Þeir eru alveg brjálaðir, þeir ætla að taka mig,“ heyrðist í Þor- geiri innan úr eldhúsinu. Hann var þá búinn skorða fæturna við eldhús bekkinn þannig að þeir gátu ekki opnað. „Þeir taka þig ekki neitt,“ sagði ég. „Opna þú bara.“ „Þetta er maðurinn minn,“ sagði ég við lögregluþjónana. „Hann hefur verið að koma heim.“ „Maðurinn þinn? Af hverju kemur hann inn um glugga?“ „Hann hefur bara gleymt lykl- inum,“ sagði ég. „Okkur datt ekki annað í hug en þetta væri þjófur,“ sögðu þeir. Þeir höfðu þá staðið hann að verki og skriðið á eftir honum inn um gluggann. Í gagnsæjum náttkjól Þorgeir fór beint inn í svefn- herbergi, enda vel slompaður, en ég fór niður með mönnunum til að hleypa þeim út. En þá var Þor- geir búinn að sparka svo mikið í hurðina að það var ekki hægt að opna hana. Svo að lögregluþjón- arnir urðu að fara út sömu leiðina og þeir komu. Þeir þurftu að ganga upp stigann aftur og niður annan stiga, ofan í þvottahúsið. Þeir ætl- uðu aldrei að geta troðið sér út um þennan litla glugga. Það var ekki fyrr en þeir voru farnir sem ég uppgötvaði að ég var ekki bein- línis búin fyrir gestakomur, í alveg gagnsæjum kjól. En ég fór upp að sofa og hugsaði ekki meira um það. Í kaffinu í Austurbæjarskólan- um nokkrum dögum seinna sagði Stefán Jónsson upp yfir alla: „Varst þú að fá heimsókn, Vil- borg mín?“ Ég gaf lítið út á það. „Var ekki verið að heimsækja þig nýlega? Ég held að þú hafir fengið heimsókn.“ „Hvernig veist þú það?“ spurði ég. „Það var þannig að ég var í veislu um helgina og þar var lög- regluþjónn einn af gestunum, og hann stóð upp og sagði sögu, og ég veit að það gat enginn kvenmaður verið sem hann var að lýsa nema þú. Hann nefndi náttúrlega engin nöfn, en hann hóf ræðu sína á þessum orðum: Það má nú aldeilis segja að við séum á vaktinni. Við fórum og ætluðum að handtaka þjóf og eltum húsbónda inn í húsið hans.“ Síðan endursagði Stefán alla frásögnina, lýsti öllum aðförum og frúnni og hvernig þeir þurftu að skríða sömu leið til baka. Síðan bætti hann við: „Og ég vissi á stundinni hvaða kvenmaður þetta var!“ Ég skammaðist mín ekki að ráði og huggaði mig við að þetta voru lögregluþjónar, og lögreglu- þjónar eru embættismenn og því ekki venjulegir menn. En þeir eiga auðvitað ekkert með að segja frá svona hlutum eða nota þá sem skemmtiatriði í fínum boðum. Millifyrirsagnir eru blaðsins. Áfall í æsku afar erfitt Vilborg Dagbjartsdóttir rithöfundur er landsþekkt fyrir ljóð sín og skáldskap, kennslustörf og þátttöku í stjórnmálum. Hún hefur sent frá sér ævisögu og Fréttablaðið grípur hér niður í tvo kafla. VILBORG OG ÞORGEIR Vilborg Dagbjartsdóttir og eiginmaður hennar Þorgeir Þorgeirsson á myndlistarsýningu. Vilborg Dagbjartsdóttir rekur ævi sína í bókinni Úr þagnarhyl. Í henni segir frá æsku í fjörugum systkinahópi í þorpinu Vestdalseyri við Seyðisfjörð. Þau voru tíu syst kinin sem framtíðin blasti við þegar þrjár glæsilegar systur hennar dóu á einu ári. Þá var Vil- borg ellefu ára og þessi umskipti settu mark sitt á líf hennar upp frá því. Í bókinni er Vilborgu fylgt hjá vandalausum á Norðfirði frá tólf ara aldri, á náms- og mótunar- árum hennar í Reykjavík, Edinborg og Kaupmannahöfn og lífsbartáttu hennar og lífsförunautarins, Þor- geirs Þorgeirssonar, hér heima. ■ ÚR ÞAGNARÞYL Suðurlandsbraut 20, 108 Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.