Morgunblaðið - 14.09.2010, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 14.09.2010, Blaðsíða 12
12 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. SEPTEMBER 2010 Ræða ákærurnar í dag » Í gær var fyrst og fremst rætt á Alþingi um skýrslu þing- mannanefndarinnar. » Í dag hefja þingmenn um- ræður um tillögur um að fjórir ráðherrar verði ákærðir. » Óljóst er hvenær umræðunni lýkur, en þingmenn segja málið kalla á ítarlega umræðu. Egill Ólafsson egol@mbl.is „Það má segja að þetta sé sjálfstæð- isyfirlýsing Alþingis,“ sagði Atli Gíslason, formaður þingmanna- nefndar sem skipuð var til að skoða rannsóknarskýrslu Alþingis, þegar hann gerði grein fyrir tillögum nefndarinnar. Kominn væri tími til að Alþingi hætti að vera verkfæri í höndum framkvæmdavaldsins. Þingmönnum sem tóku þátt í um- ræðunni varð tíðrætt um stöðu Al- þingis gagnvart framkvæmdavald- inu. „Meginniðurstaða okkar er að það verði að auka sjálfstæði þings- ins gagnvart framkvæmdavaldinu og auka fagmennsku í undirbúningi löggjafar,“ sagði Atli. Hann sagði að nefndin vildi að Alþingi tæki starfs- hætti sína til endurskoðunar. „Og við segjum það að við viljum ekki að Alþingi sé verkfæri í höndum fram- kvæmdavaldsins.“ Atli sagði ljóst að stjórnvöld hefðu brugðist í aðdraganda hruns- ins. Á það hefði skort að menn hefðu reynt að fá yfirsýn yfir stöð- una og meta umfang vandans. „Hver var í því? Enginn,“ sagði Atli. Vegið að sjálfstæði þingsins „Eitt af því versta í þessu var hvernig ráðherraábyrgðarkeðjan rofnaði, þ.e. hvernig ráðherrar gengu inn á verksvið annarra ráð- herra og héldu frá þeim upplýsing- um. Ef menn rýna í þetta þá er þarna vegið að undirstöðu þessa lýðræðislega skipulags sem þjóðin býr við. Það er líka vegið að sjálf- stæði Alþingis og möguleikum þess til að iðka eftirlitsskyldu sína. Ef ráðherra er haldið utan við ákvarð- anatöku hvernig getur hann þá sinnt skyldum sínum gagnvart Al- þingi?“ Unnur Brá Konráðsdóttir, vara- formaður þingmannanefndarinnar, tók undir með Atla að Alþingi þyrfti að styrkja stöðu sína. Þingið væri ekki nægilega sjálfstætt í störfum sínum gagnvart framkvæmdavald- inu. Hún sagði að reynsla sín í þing- nefndum sýndi að þingið hefði alla burði til að vinna sjálfstætt að samningu lagafrumvarpa. Nú væri það verkefni Alþingis að fylgja til- lögum þingmannanefndarinnar eft- ir. Hún sagði mikilvægt að alþing- ismenn tækju alvarlega gagnrýni nefndarinnar á stjórnmálamenn- ingu sem hér hefði viðgengist. Ragnheiður Ríkharðsdóttir, al- þingismaður Sjálfstæðisflokks, sagði að mikil þörf væri á að taka vinnubrögð á Alþingi til endurskoð- unar. Þau hefðu því miður ekki breyst. „Það er dapurlegt hve lítið hefur breyst í verklagi og starfs- háttum Alþings þrátt fyrir hrun og þrátt fyrir skýrslu rannsóknar- nefndar Alþingis.“ „Segja að þetta sé sjálf- stæðisyfirlýsing Alþingis“  Alþingismenn vilja styrkja stöðu Alþingis gagnvart framkvæmdavaldinu Morgunblaðið/Árni Sæberg Umræður Atli Gíslason, formaður þingmannanefndarinnar, gerði Alþingi grein fyrir tillögum nefndarinnar. „Ljóst má vera að stjórnmálamenn gerðu margvísleg mistök í aðdraganda banka- hrunsins,“ sagði Magnús Orri Schram al- þingismaður. „Stjórnmálamenn sýndu ítrekað ógagn- rýna samstöðu með bankamönnum og færðu ábyrgðina með því yfir á almenning. Gagnkvæmt traust ríkti milli þessara aðila, bankamanna og stjórnmálamanna. Það á ekki að vera hlutverk stjórnmálamanna að taka stöðu með fjármálafyrirtækjum til að telja umheiminum trú um að fyrirtækin standi vel nema að stjórnmálamenn hafi fyrir því haldbærar upplýsingar og traust rök. Hér dugar ekki að vitna í opinberar skýrslur því að ljóst má vera af lestri rannsóknarskýrslunnar að lykilstjórnmálamenn fengu upplýsingar sem bentu í aðra átt.“ egol@mbl.is Sýndu samstöðu með bankamönnum Magnús Orri Schram „Í raun má segja að sá lærdómur sem þing- mannanefndin dregur sé sá að nauðsynlegt sé að Alþingi taki aftur til sín það vald og frumkvæði sem það hefur misst til fram- kvæmdavaldsins á síðustu árum og áratug- um. Það þarf hugrekki til að taka þetta vald til sín. Ég held að Alþingi verði að sýna þann kraft og það þor sem þar þarf til. Þegar við erum að tala um vald erum við fyrst og fremst að tala um sjálfstæði í löggjöf og eft- irlitshlutverk þingsins,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, alþingismaður Framsókn- arflokks. Hann sagði að þingið þyrfti að ræða hvað ráðherra- ábyrgðin ætti að standa fyrir og hvernig hægt væri að fá ráð- herra hvers tíma til að opna augu sín fyrir ábyrgð sinni. Þingmenn hefðu oft gagnrýnt svokallað oddvitaræði og það að ráðherrar kæmu á þingfund og segðu ekki satt. egol@mbl.is Alþingi þarf hugrekki til að taka til sín vald Sigurður Ingi Jóhannsson „Þegar þeirri spurningu er svarað hvort hægt hefði verið að koma í veg fyrir hrun ís- lenska bankakerfisins haustið 2008 er ekki nægjanlegt að horfa til athafna eða athafna- leysis stjórnvalda síðustu mánuðina fyrir hrun. Það er ótækt. Rætur vandans liggja dýpra en svo. Ekki verður annað séð en al- varleg mistök hafi verið gerð við einkavæð- ingu Búnaðarbanka Íslands og Landsbanka Íslands þegar horfið var frá stefnu stjórn- valda að setja hámark á eignarhluta hluthafa og tengdra aðila,“ sagði Ragnheiður Rík- harðsdóttir alþingismaður, sem sæti átti í nefndinni. „Sú stefnubreyting, sem varð í kjölfar töluverðra pólitískra átaka, varð til þess að fámennur hópur náði öllum völdum innan íslenskra fjármálakerfisins og afleiðing þess er rakin ágætlega í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis.“ Alvarleg mistök gerð við einkavæðinguna Ragnheiður Ríkharðsdóttir Atli Gíslason gagnrýndi lánveit- ingar Seðlabankans á árinu 2008. Þá hefðu rauð viðvörunarljós blikk- að. Samt hefði bankinn lánað 300 milljarða kr. gegn veðum sem ekki hefðu reynst haldbær. Bjarni Benediktsson benti á að það sem Seðlabankinn hefði verið að gera á þessum tíma hefði verið það sama og seðlabankar hefðu verið að gera úti um allan heim, að bregðast við lausafjárskorti við- skiptabankanna. Ekki mætti heldur gleyma því að með setningu neyð- arlaganna hefðu veð Seðlabankans fyrir þessum lánum verið ónýtt. Atli sagði að þingmannanefndin vildi að gerð yrði stjórnsýsluúttekt á Seðlabankanum og Fjármálaeft- irlitinu. Morgunblaðið/Árni Sæberg Þing Þingmenn komu víða við í umræðun- um um skýrslu þingmannanefndarinnar. Gagnrýndi lánveit- ingar Seðlabanka Bæði Bjarni Benediktsson, formað- ur Sjálfstæðisflokks, og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokks, lýstu sig tilbúna að standa að tillögu um frekari rann- sókn á einkavæðingu bankanna. Þingmannanefndin náði ekki sam- stöðu um tillögu um að slík rannsókn færi fram. Atli Gíslason sagði að hann hefði ákveðið að sitja hjá þegar þetta var rætt í þingmannanefnd- inni. Hann hefði gert það vegna þess að hann hefði lagt mikla áherslu á að reyna ná samstöðu í nefndinni. Unnur Brá Konráðsdóttir, vara- formaður nefndarinnar, sagði að rannsóknarnefnd Alþingis hefði rannsakað afmarkaða þætti í sam- bandi við einkavæðingu bankanna og það sama hefði Ríkisendurskoðun gert. Hún sagðist ekki hafa trú á að frekari rannsókn á þessu sviði breytti neinu. Fyrir lægju ítarleg gögn um þetta mál og á grundvelli þeirra hefði öll þingmannanefndin lagt fram tillögu sem fæli í sér alvar- lega gagnrýni á hvernig að einka- væðingunni var staðið. Í þingsályktunartillögunni sem nefndin öll stendur að segir: „Það er mat þingmannanefndarinnar að skýrsla rannsóknarnefndarinnar sé áfellisdómur yfir verkferlinu við sölu ríkisbankanna og vinnubrögðum þeirra ráðherra sem voru í forsvari við einkavæðingu bankanna.“ Unnur Brá gagnrýndi yfirlýsingar forsætisráðherra um að ef þing- mannanefndin ætlaði ekki að rann- saka einkavæðingu yrði að skipa sérstaka nefnd til að gera það. Með þessu hefði ráðherra reynt að hafa áhrif á störf nefndarinnar. Unnur og Sigmundur Davíð bentu á að ef ætti að rannsaka einkavæð- ingu bankanna frekar væri eðlilegt að skoða í því sambandi hvernig einkaaðilar hefðu eignast bankana aftur eftir hrunið. Í umræðunum var bent á að rannsóknarnefndin hefði ekki rannsakað einkavæðinguna til hlítar. egol@mbl.is Tilbúnir að skoða einkavæðingu  Þingmannanefndin tekur undir gagnrýni á einkavæðingu bankanna  Nefnd- in náði ekki samstöðu um frekari rannsókn en slík rannsókn hugsanlega gerð Bjarni Benediktsson Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Ákæra ekki brot á mannréttindum Atli Gíslason, formaður þing- mannanefndarinnar, sagði að hann hefði sem þingmaður og lögmaður aldrei lagt fram þingsályktunar- tillögu um að ákæra beri fjóra fyrr- verandi ráðherra fyrir landsdómi nema hann teldi að sú tillaga stæð- ist mannréttindi. Þetta kom fram í svari við fyrir- spurn Ólafar Nordal, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um hvort hann teldi að lög um landsdóm uppfyllti nútíma skilyrði og þær kröfur, sem nú væru gerðar um mannréttindi fyrir dómi. Ólöf sagði að það væri almennt skoðun manna, að þær megin- reglur, sem þróaðar hefðu verið við meðferð sakamála á undanförnum árum, væru með nokkuð öðrum hætti en sú löggjöf, sem samþykkt var árið 1963 um landsdóm og ætti rætur að rekja til 19. aldar hugs- unar í réttarfari. Morgunblaðið/Árni Sæberg Skýrsla Þingmenn fylgdust með um- ræðum á Alþingi í gær um skýrsluna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.