Morgunblaðið - 14.09.2010, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 14.09.2010, Blaðsíða 24
24 Minningar MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. SEPTEMBER 2010 Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl Spádómar ÞÓRA FRÁ BREKKUKOTI – Spámiðill Spái í spil og kristalskúlu Heilunartímar Fyrirbænir Algjör trúnaður Sími 618 3525 www.engill.is Til sölu Ódýr blekhylki og tónerar í HP, Dell, Brother, Canon og Epson. Send samdægurs beint heim að dyrum eða í vinnuna. S. 517 0150. Sjá nánar á blekhylki.is Bókhald C.P. þjónusta. Veiti bókhalds-, eftirlits- og rannsóknarvinnu ýmiskonar. Hafið samband í síma 893 7733. Þjónusta Hreinsa þakrennur og tek að mér ýmis smærri verk Upplýsingar í síma 847 8704 eða manninn@hotmail.com Byggingavörur Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, pallaefni, parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð- viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía. Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf. Upplýsingar hjá Magnúsi í símum 6600230 og 5611122. Veiði HAGLASKOT - Haglaskot fyrir leirdúfur, sjófugl, rjúpu, önd og gæs. Topp gæði - botn verð. Sportvörugerðin sími 660-8383. www.sportveidi.is Fellihýsi Ferðavagnageymsla Borgarfirði Geymum tjaldvagna, fellihýsi, hjólhýsi og fleira í upphituðu rými. Gott verð. S: 899 7012. E-mail solbakki.311@gmail.com. Húsviðhald Þak og utanhússklæðningar og allt húsaviðhald Ragnar V Sigurðsson ehf Sími 892 8647. ✝ Ingibjörg fæddistí Reykjavík, 13. janúar 1953. Hún lést á heimili sínu 1. sept- ember 2010. Faðir hennar var Sigurður Þorvarð- arson, kaupmaður, en hann lést 1998, móðir hennar er Soffía Jóns- dóttir, frá Dýrafirði. Þau eignuðust 4 dæt- ur. Hjördís var elst, en dó þó aðeins 13 ára. Brynhildur, lést 46 ára, Ingibjörg og yngst er Helga. Ingibjörg sótti barna- og ungl- ingaskóla í Reykjavík. Hún vann í verslun foreldra sinna og stundaði nám í Myndlista- og handíðaskól- ann og útskrifaðist þaðan sem leir- kerasmiður. Ingibjörg var fjölhæf- ur listamaður, vann úr steini, tré og ekki síst ull. Ingibjörg og Brian Pilkington, myndlistarmaður, voru gift í 13 ár. Dótt- ir þeirra er Elín Soffía. Sambýlis- maður hennar er Ein- ar Birgisson lands- lagsarkitekt og eiga þau Herdísi Ingi- björgu, en áður átti Elín dótturina Regínu Dagbjörtu með Pétri Erni Guðmundssyni, hljómlistarmanni. Ingibjörg skrifaði smásögur, sem lesnar voru í útvarp, en þekktust er barnasagan „Blómin á þakinu“, sem kom fyrst út 1985 og Brian myndskreytti. Bókin hefur verið prentuð 5 sinnum á íslensku, og er notuð sem kennslubók í barnaskólum. Ennfremur hefur bókin verið þýdd á nokkur önnur tungumál. Jarðarför Ingibjargar fór fram frá Hallgrímskirkju 9. september 2010. Elsku Ingibjörg frænka, fyrir mér varstu alltaf einstök frænka, svo falleg. Ég sakna þín og hef saknað þín lengi. Þegar ég hitti þig fyrir ári síðan skynjaði ég að eitthvað var brostið, sú Ingibjörg sem ég þekkti var farin. Líf okkar allra gengur í bylgjur en þínar bylgjur voru dýpri en þær sem fylgja venjulegum sjávarföllum, þú varst farin inn í heim sem ég gat ekki skilið. Madela sagði: „Það er ljósið í okkur, ekki myrkrið, sem við hræðumst mest. Við höfum fæðst til vitnis um dýrð Guðs sem býr innra með okkur. Hann er ekki að- eins í fáum okkur heldur okkur öllum.“ Ég er þakklát fyrir að hafa þekkt þig, elsku Ingibjörg, og minningarnar eru sannarlega margar góðar. Þegar þú áttir heima á Blómvallagötunni eða Bræðraborgarstígnum, já við átt- um margar góðar stundir og mörg voru samtölin og löng. Við töluðum um tónlist, skó, myndlist, matar- uppskriftir, kjóla, allt milli himins og jarðar, stundum lastu fyrir mig sögurnar þínar. Það var notalegt að spjalla við þig, elsku frænka. Þú varst fagurkeri og vildir hafa feg- urð og rómantík í kring um þig. Það var yndisleg stemning á Blóm- vallagötunni innan um myndirnar þínar, bækurnar og fallegu hlutina þína. Myndirnar þínar báru nöfn eins og: „Gátt, Streymi, Útrás, Leikur, Flæði og Flug í grænu grasi“. Elsku frænka, þú gafst mér svo margt og fyrir það er ég æv- inlega þakklát. Ég veit að núna hefur þú fundið ljósið, þú þarft ekki lengur að vera hrædd eða hafa áhyggjur, kannski dansar þú í himninum í fallegasta kjólnum þín- um en hér kemur haustið og laufin falla af trjánum. Hjartans kveðjur frá þinni frænku, Brynhildur. Það er stundum skrýtið hvað maður man. Oft man ég ekki hvar ég lagði frá mér hlut sem ég var með í höndunum fyrir nokkrum sekúnd- um. Hins vegar get ég lokað aug- unum og munað í smáatriðum hvar hverjum hlut var fyrir komið á Brávallagötunni hjá Ingibjörgu, Briani og Elínu Soffíu. Ég man korkgólfið í eldhúsinu, hvernig loftið inni hjá Elínu lækkaði eftir því sem innar dró, stóru svalirnar, krukkurnar, bækurnar, spegilinn uppi á kommóðu í anddyrinu. Kannski misminnir mig um eitt- hvað af þessu en mín mynd er ljós í huga mér. Brávallagatan í mínum augum var ekki alls ólík þeim ævintýra- heimi sem barnið í Blómunum á þakinu steig inn í, að vísu ekki gróðurveröld, eins og hjá henni Gunnjónu í nákvæmlega sömu íbúð, en engu að síður framandi. Ingibjörg frænka auðgaði líf mitt, sýndi mér það frá óvæntum hliðum. Hún var listamaðurinn sem stundum sagðist sjá eitthvað í mér sem ég ætti að virkja. Það hefur orðið mér hvatning og kannski gerði hún mig að betri manni. Ingibjörg var stóra frænka mín á Skódanum, mamma hennar El- ínar frænku og æskuvinkonu. Mér var hún alltaf hlý og góð. Hún tók utan um mig þegar ég var lítill í mér, sagði að það væri gott að gráta, fíflaðist þegar vel lá á öllum og sýndi okkur hvernig væri hægt að gera hlutina öðruvísi. Búa til salat úr fíflablöðum, súpu úr fjalla- grösum og stimpla úr strokleðrum. Seinna þegar ég lagði henni lið við verkefni sem hún var að vinna að tók hún fram möppur í pás- unum okkar og sýndi mér eitt og annað sem hún hafði verið að vinna að í gegnum tíðina. Ég fékk meðal annars að sjá hvernig hugmynda- heimurinn um Gunnjónu var ekki takmarkaður við þessa einu bók sem löngu er orðin sígild og enn er verið að endurprenta og gefa út um allan heim. Hún vildi torfleggja alla borgina, láta Gunnjónu leiða græna byltingu, láta allan heiminn blómgast. Þetta voru flottar pæl- ingar, ég man að ég varð uppveðr- aður. Heimurinn var stundum of grár, of malbikaður, undirlagið of hart. Stundum dugði að gera eins og Gunnjóna, beygja sig niður á svöl- unum þangað til að húsin voru ekki lengur sýnileg, bara fjöllin bláu í sínum fagra fjarska. Stundum dugði það ekki. En draumsýnin hennar Ingi- bjargar lifir, manngildið sem felst í því að reyna að búa til eitthvað fal- legt og gott í kringum sig, leggja torf yfir blikkið á þakinu. Ég ætla að segja krökkunum mínum sög- una um Gunnjónu og elsku frænku mína sem vildi fylla upp heiminn af Gunnjónum. Ég ætla að sýna þeim hvernig maður beygir sig á svöl- unum þangað til að maður sér best það sem fyllir hjarta manns sjálfs mestri gleði. Það er nefnilega ekki verri þerapía en hver önnur. Sigurður Ólafsson. Okkur langar að minnast Ingi- bjargar vinkonu okkar í fáeinum orðum á þessari kveðjustund. Við kynntumst í Myndlista- og hand- íðaskóla Íslands á áttunda áratug síðustu aldar og áttum yndislega samferð á þeim tíma lífsins sem við lærum hvað mest og nýir hlutir ljúkast upp. Ingibjörg var mjög sérstök, tilfinningarík og skapandi. Hún var meðvituð um ýmis málefni mun fyrr en almennt var, eins og til dæmis um náttúruvænan lífs- máta og hún skynjaði fegurðina í einfaldleikanum. Í Myndlistaskólanum vorum við með Ingibjörgu í keramikdeildinni, þar kom fram fallega handbragðið hennar sem var svo persónulegt en jafnframt framsækið. Ingibjörg var vel að sér í gömlu handverki, hún kunni t.d. að spinna ull og lita með jurtum úr náttúrunni, gerði skartgripi úr skeljum og fjöruger- semum. Hún var mjög hæfileikarík og það var eins og allt efni léki í höndum hennar. Þessa þekkingu sem hún hafði á margvíslegu handverki þar sem hún leit til baka til gamalla aðferða og hefða nýtti hún sér í myndlist- inni, eins og kom t.d. svo vel fram á sýningu hennar í Langbrók á átt- unda áratugnum. Þar sýndi hún þrívíð verk úr ull, sem voru sterk og afgerandi í einfaldleika sínum. Eftir að hún útskrifaðist úr Myndlista- og handíðaskólanum kenndi hún í tómstundastarfi aldr- aðra sem átti mjög vel við hana, þar sem hún var með öldruðum og fræddist um gamla tíma. Þar kynntist hún Gunnjónu sem seinna varð persóna í bók hennar „Blómin á þakinu.“ Sú saga ber glöggt merki þeirrar gleði og bjartsýni sem var svo rík hjá Ingibjörgu á þessum árum. Nærvera hennar var hlý og þægileg og umhverfið sem hún skapaði í kringum sig var fyrir okkur á einhvern hátt svo frjótt og gjöfult. Reynsla hennar í æsku og missir þegar systir hennar lést barn að aldri hafði djúp áhrif á hana. Seinna átti hún við heilsubrest að stríða og ýmsir erfiðleikar settu mark á tilveruna. Síðustu árin sáumst við sjaldan en vorum þó tengdar þessum gömlu böndum sem við minnumst nú með hlýju og þakklæti. Elínu Soffíu og fjölskyldu, Helgu og öðrum aðstandendum vottum við okkar dýpstu samúð. Sólveig Aðalsteinsdóttir og Inga Sigríður Ragn- arsdóttir. Það voru sviplegar fréttir sem ég fékk þann 8. september síðast- liðinn, Ingibjörg var látin. Á kveðjustundu flæða minning- arnar um hugann. Ég á fallega minningu um kæra vinkonu, sem mig langar til að deila með ykkur. Minningin er frá litlu afskekktu fjallaþorpi, sem hefur staðið óbreytt í hundruð ára, bæði í útliti og lifnaðarháttum fólksins sem þar býr, er þar af leiðandi alveg ein- stakt á okkar tímum. Þorpið heitir „Olympos“ og er staðsett á grísku eyjunni Karpa- þos. Þar klæðast konur ennþá sín- um þjóðlegu búningum með skupl- ur á höfði og í hnéháum handgerðum leðurstígvélum, þær baka brauðið við opinn eld í þar til gerðum ofnum. Á sumrin opna þorpsbúar híbýli sín og bjóða gesti og gangandi velkomna. Konurnar breiða út handavinu sína til sölu, heklaða dúka, gardínur og fleiri fallega muni. Í einn slíkri túrista- heimsókn mættum við Ingibjörg fyrir nokkrum árum, galvaskar. Voru sölukonurnar fljótar að finna á sér að þarna bæri vel í veiði, tveir fagurkerar frá Íslandi sem voru „veikar á svellinu“ þegar kom að fallegu handverki. Ein þeirra tók okkur með trompi og lét sig ekki muna um að klæða Ingibjörgu upp í grísk-karpaþosískt brúðar- skart, setti á hana bróderaða silki- svuntu, rósaklút um höfuðið og á fætur hnéháu handunnu stígvélin. Ingibjörg hæfði hlutverkinu full- komlega, enda meira suðræn en norræn í útliti. Þarna var mikið hlegið og myndir teknar, „Vantaði bara brúðgumann.“ Ingibjörg hafði sinn persónulega takt og tók sín dansspor eins og henni var einni lagið. Hún var djúpvitur. Hún var örlát og miðlaði visku sinni til okkar hinna. Einnig var hún sérlega gjafmild og gaf oft meira en efni stóðu til. Mér fannst alltaf eins og hún hefði fæðst á röngum stað og á röngum tíma, hún féll betur inn í suðrænt um- hverfi og mannlíf. En svona er nú lífið skrítið. Hún var fjölhæf listakona. Ef hún aðeins hefði haft kraft til að fylgja eftir og framkvæma allar þær frábæru hugmyndir, sem hún átti, þá væri listaflóran okkar auð- ugri en ella. Djásnið hennar, bókin Blómin á þakinu sem hún skrifaði og Brian Pilkington myndskreytti, ber þessu glöggt vitni. Kæra Elín Sofía, megi almættið vaka yfir þér og fjölskyldu þinni og færa ykkur styrk í sorginni. Góðar minningar lifa áfram í hjart- anu. Mínar innilegustu samúðar- kveðjur til ykkar allra. Hvíl þú í ljósinu, kæra vinkona. Helga Magnúsdóttir. Ingibjörg Sigurðar Soffíudóttir ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýndan hlýhug og samúð við andlát og jarðarför, VALGERÐAR JÓHANNSDÓTTUR. Jóhanna Hauksdóttir, Atli Jóhann Hauksson, Hafdís Ólafsdóttir og fjölskyldur. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæru móður, tengda- móður, ömmu og langömmu, MARÍU MAGNÚSDÓTTUR AMMENDRUP. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Heimahjúkr- unar heilsugæslunnar í Garðabæ og Heimahlynn- ingar Landspítalans fyrir einstaka hlýju og umhyggju. Páll Ammendrup, Anna Kristmundsdóttir, María J. Ammendrup, Ólafur Hermannsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.